Krakkar að leik fundu stolið málverk í Mosfellsbæ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 22:20 Málverkið, sem ber titilinn Wonderwoman, er til minningar um Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Facebook Málverk til minningar látinnar konu, sem stolið var úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ fyrir um tíu dögum síðan, er komið í leitirnar. Það voru krakkar sem fundu málverkið, sem er eftir myndlistarmanninn Hjalta Parelius, og er það nú komið aftur á sinn stað. Málverkið, sem ber titilinn Wonderwoman, er til minningar um Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Vísir fjallaði um málið í síðustu viku en Óskar Gíslason, faðir Kristínar, hafði greint frá hvarfi myndarinnar á Facebook en hátt í þúsund manns deildu færslunni. Hann kveðst afar ánægður með að myndin sé komin í leitirnar. „Það voru krakkar sem að fundu myndina við sambýlið þarna í Þverholti 19. Hún var á sambýli í Þverholti 19 dóttir okkar á sínum tíma, en þar er svona holt fyrir ofan og þar fundu krakkar sem voru að leika sér myndina,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Þau fóru með myndina heim til foreldra sinna og foreldrarnir fóru á sambýlið og skiluðu myndinni. En hún hefur örugglega verið sett þarna myndin, af því ég fór að skoða myndina í morgun og hún hefur ekki legið þarna úti í tíu daga í rigningu og fleira,“ segir Óskar. Myndin sé dálítið skemmd en ekki mikið og því ólíklegt að hún hafi legið úti allan þennan tíma. Listamaðurinn muni lagfæra þær skemmdir sem þó urðu. „Það hefur einhver farið með myndina og skilað henni þarna í holtið í skjóli myrkurs svo að hún myndi finnast,“ segir Óskar sem veit ekki ennþá hver tók myndina ófrjálsri hendi eða hvað viðkomandi gekk til. Svo virðist þó sem fréttir af hvarfi myndarinnar hafi höfðað til samvisku þess sem hafði hana undir höndum en myndin hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir Óskar og eiginkonu hans. „Við höfum ekki hugmynd um það hver tók hana. En allir eru ánægðir að myndin skilaði sér, það er mikið gleðiefni,“ segir Óskar sem vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem deildu færslunni á Facebook af hvarfi myndarinnar og fréttum af málinu og öllum þeim sem hjálpuðu til við leitina að myndinni. Mosfellsbær Lögreglumál Myndlist Krakkar Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Málverk til minningar látinnar konu, sem stolið var úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ fyrir um tíu dögum síðan, er komið í leitirnar. Það voru krakkar sem fundu málverkið, sem er eftir myndlistarmanninn Hjalta Parelius, og er það nú komið aftur á sinn stað. Málverkið, sem ber titilinn Wonderwoman, er til minningar um Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Vísir fjallaði um málið í síðustu viku en Óskar Gíslason, faðir Kristínar, hafði greint frá hvarfi myndarinnar á Facebook en hátt í þúsund manns deildu færslunni. Hann kveðst afar ánægður með að myndin sé komin í leitirnar. „Það voru krakkar sem að fundu myndina við sambýlið þarna í Þverholti 19. Hún var á sambýli í Þverholti 19 dóttir okkar á sínum tíma, en þar er svona holt fyrir ofan og þar fundu krakkar sem voru að leika sér myndina,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Þau fóru með myndina heim til foreldra sinna og foreldrarnir fóru á sambýlið og skiluðu myndinni. En hún hefur örugglega verið sett þarna myndin, af því ég fór að skoða myndina í morgun og hún hefur ekki legið þarna úti í tíu daga í rigningu og fleira,“ segir Óskar. Myndin sé dálítið skemmd en ekki mikið og því ólíklegt að hún hafi legið úti allan þennan tíma. Listamaðurinn muni lagfæra þær skemmdir sem þó urðu. „Það hefur einhver farið með myndina og skilað henni þarna í holtið í skjóli myrkurs svo að hún myndi finnast,“ segir Óskar sem veit ekki ennþá hver tók myndina ófrjálsri hendi eða hvað viðkomandi gekk til. Svo virðist þó sem fréttir af hvarfi myndarinnar hafi höfðað til samvisku þess sem hafði hana undir höndum en myndin hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir Óskar og eiginkonu hans. „Við höfum ekki hugmynd um það hver tók hana. En allir eru ánægðir að myndin skilaði sér, það er mikið gleðiefni,“ segir Óskar sem vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem deildu færslunni á Facebook af hvarfi myndarinnar og fréttum af málinu og öllum þeim sem hjálpuðu til við leitina að myndinni.
Mosfellsbær Lögreglumál Myndlist Krakkar Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira