Reyndi að kynda upp í Seinni bylgju mönnum og þeir voru ekki hrifnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 12:01 Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson ræddu viðtalið við Kristinn Björgúlfsson eftir tap ÍR á móti Fram. Samsett/Skjámyndir/s2 Sport Ummæli Kristins Björgúlfssonar, þjálfara ÍR liðsins í Olís deild karla, eftir tapið á móti Fram voru til umræðu í Seinni bylgjunni á laugardaginn og þjálfari ÍR fékk þar aðeins á baukinn frá Seinni bylgju mönnum ÍR tapaði 27-24 á móti Fram og hefur þar með tapað fjórum fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni. Eftir leikinn sagði Kristinn Björgúlfsson að ÍR-liðið hefði verið betra liðið allan leikinn. „Mér finnst voðalega leiðinlegt að vera boðberi leiðinlegra tíðinda en Kiddi, nei, þið voruð ekki betri allan leikinn. Ásgeir, annars hefði þeir unnið og þeir eru lélegir þessar síðustu tíu mínútur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Það er ekkert lið sem er miklu betra allan leikinn en tapar leiknum. Nú grunar mig að Kristinn Björgúlfsson sé að reyna að kynda í okkur og reyna að peppa okkur til að fá umtal um sig,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Honum tókst það,“ skaut Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, sposkur inn í en Ásgeir Örn hélt áfram. „Þetta er ekki í lagi. Mér finnst þetta bara lélegt. Hann er bara með einhver trix í gangi. Ég skil ekkert í þessu og mér finnst þetta ekki gott,“ sagði Ásgeir Örn. „Ég hef aldrei skilið það þegar menn segja að við spiluðum frábærlega en við nýttum ekki færin okkar. Það er ekki hægt að segja að hann sé frábær í handbolta en hann skorar aldrei mörk. Rosalega stór partur af því að vera gott lið er að skora úr færunum sínum. Að skjóta í markið. Þetta snýst dálítið um það,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég hef aldrei sagt um körfuboltamann. Hann er frábær en bara hittir aldrei í körfuna. Hann er samt miklu betri en allir hinir. Þetta bara virkar ekki þannig,“ sagði Jóhann Gunnar en það má sjá ummæli Kristins og alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Kristinn Björgúlfsson Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Sjá meira
Ummæli Kristins Björgúlfssonar, þjálfara ÍR liðsins í Olís deild karla, eftir tapið á móti Fram voru til umræðu í Seinni bylgjunni á laugardaginn og þjálfari ÍR fékk þar aðeins á baukinn frá Seinni bylgju mönnum ÍR tapaði 27-24 á móti Fram og hefur þar með tapað fjórum fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni. Eftir leikinn sagði Kristinn Björgúlfsson að ÍR-liðið hefði verið betra liðið allan leikinn. „Mér finnst voðalega leiðinlegt að vera boðberi leiðinlegra tíðinda en Kiddi, nei, þið voruð ekki betri allan leikinn. Ásgeir, annars hefði þeir unnið og þeir eru lélegir þessar síðustu tíu mínútur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Það er ekkert lið sem er miklu betra allan leikinn en tapar leiknum. Nú grunar mig að Kristinn Björgúlfsson sé að reyna að kynda í okkur og reyna að peppa okkur til að fá umtal um sig,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Honum tókst það,“ skaut Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, sposkur inn í en Ásgeir Örn hélt áfram. „Þetta er ekki í lagi. Mér finnst þetta bara lélegt. Hann er bara með einhver trix í gangi. Ég skil ekkert í þessu og mér finnst þetta ekki gott,“ sagði Ásgeir Örn. „Ég hef aldrei skilið það þegar menn segja að við spiluðum frábærlega en við nýttum ekki færin okkar. Það er ekki hægt að segja að hann sé frábær í handbolta en hann skorar aldrei mörk. Rosalega stór partur af því að vera gott lið er að skora úr færunum sínum. Að skjóta í markið. Þetta snýst dálítið um það,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég hef aldrei sagt um körfuboltamann. Hann er frábær en bara hittir aldrei í körfuna. Hann er samt miklu betri en allir hinir. Þetta bara virkar ekki þannig,“ sagði Jóhann Gunnar en það má sjá ummæli Kristins og alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Kristinn Björgúlfsson
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Sjá meira