Óskar Hrafn: Fannst aldrei spurning hvort liðið var að fara að vinna Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2020 22:01 Blikar byrjuðu leikinn betur og það var því eins og köld tuska í andlitið þegar Fylkismenn komust yfir á 16.mínútu í nánast fyrstu sókn sinni í leiknum. „Ég er mjög ánægður með liðið í þessum leik. Við erum kannski orðnir vanir því að fá blauta tusku framan í okkur, höfum verið í því í undanförnum leikjum og höfum síðan staðið upp. Fengið högg en staðið upp sterkari eftir þau,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Mér fannst svosem aldrei spurning í þessum leik hvort liðið var betra eða hvort liðið var að fara að vinna burtséð frá því hvort þeir náðu forystunni eða ekki. Rauða spjaldið fannst mér ekki skipta neinu máli í því samhengi. Mér fannst við betri allan tímann,“ bætti Óskar Hrafn við en Daði Ólafsson leikmaður Fylkis fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á 55.mínútu þegar staðan var 2-1. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk í kvöld en fjögur af sex mörkum hans í sumar hafa komið þegar Thomas Mikkelsen, markahæsti maður Blika á tímabilinu, er fjarverandi. Brynjólfur Andersen var frábær í liði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér finnst það heldur hart gagnvart Thomas að kenna honum um markaleysi Brynjólfs í undanförnum leikjum. Stundum dettur þetta og kannski tekur hann meiri ábyrgð í teignum og kemur sér meira inn í teiginn heldur en hann hefur gert.“ „Við fögnum því þegar hann skorar, hann er feykilega öflugur leikmaður. Einhverjir hafa kallað eftir fleiri mörkum frá honum þannig að við fögnum því hvaðan sem mörkin koma.“ Stefán Ingi Sigurðarson var í byrjunarliði Blika í dag. Hann átti góðan leik. Barðist eins og ljón, fiskaði víti og bæði gulu spjöldin á Daða. “Svo sannarlega hefur Stefán komið sterkur inn. Hann fór á lán til Grindavíkur og það var mjög vel heppnað fyrir alla aðila. Hann hefur komið mjög sterkur inn í undanförnum leikjum.“ „Það er yndislegt að hafa ungan og uppalinn leikmann í þessum gæðaflokki. Það er frábært og við fögnum hverjum þeim sem tekur stærra hlutverk en hann hafði. Það er mjög jákvætt þegar menn gera það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Blikar byrjuðu leikinn betur og það var því eins og köld tuska í andlitið þegar Fylkismenn komust yfir á 16.mínútu í nánast fyrstu sókn sinni í leiknum. „Ég er mjög ánægður með liðið í þessum leik. Við erum kannski orðnir vanir því að fá blauta tusku framan í okkur, höfum verið í því í undanförnum leikjum og höfum síðan staðið upp. Fengið högg en staðið upp sterkari eftir þau,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Mér fannst svosem aldrei spurning í þessum leik hvort liðið var betra eða hvort liðið var að fara að vinna burtséð frá því hvort þeir náðu forystunni eða ekki. Rauða spjaldið fannst mér ekki skipta neinu máli í því samhengi. Mér fannst við betri allan tímann,“ bætti Óskar Hrafn við en Daði Ólafsson leikmaður Fylkis fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á 55.mínútu þegar staðan var 2-1. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk í kvöld en fjögur af sex mörkum hans í sumar hafa komið þegar Thomas Mikkelsen, markahæsti maður Blika á tímabilinu, er fjarverandi. Brynjólfur Andersen var frábær í liði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér finnst það heldur hart gagnvart Thomas að kenna honum um markaleysi Brynjólfs í undanförnum leikjum. Stundum dettur þetta og kannski tekur hann meiri ábyrgð í teignum og kemur sér meira inn í teiginn heldur en hann hefur gert.“ „Við fögnum því þegar hann skorar, hann er feykilega öflugur leikmaður. Einhverjir hafa kallað eftir fleiri mörkum frá honum þannig að við fögnum því hvaðan sem mörkin koma.“ Stefán Ingi Sigurðarson var í byrjunarliði Blika í dag. Hann átti góðan leik. Barðist eins og ljón, fiskaði víti og bæði gulu spjöldin á Daða. “Svo sannarlega hefur Stefán komið sterkur inn. Hann fór á lán til Grindavíkur og það var mjög vel heppnað fyrir alla aðila. Hann hefur komið mjög sterkur inn í undanförnum leikjum.“ „Það er yndislegt að hafa ungan og uppalinn leikmann í þessum gæðaflokki. Það er frábært og við fögnum hverjum þeim sem tekur stærra hlutverk en hann hafði. Það er mjög jákvætt þegar menn gera það.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira