Rúnar Páll: Erum við ekki allir mannlegir? Árni Jóhannsson skrifar 4. október 2020 19:52 Rúnar Páll tók sigri kvöldsins fagnandi þó hann hafi komið undir lokin gegn botnliðinu. Vísir/Bára „Við erum í geggjuðu standi“, voru fyrstu orð Rúnars Páls Sigmundssonar - þjálfara Stjörnunnar - þegar blaðamaður spurði hann hvað hann gæti sagt eftir þriðja leikinn í röð þar sem hans menn tryggja stig með marki á lokamínútum leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um leikinn en Stjörnumenn unnu Fjölni á vítaspyrnu Hilmars Árna á 86. mínútu leiksins. Leikurinn var liður í 11. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. „Þetta var frábært. Þolinmæðisverk enda Fjölnismenn sterkir og hafa verið sterkir þó þeir hafi ekki fengið úrslitin með sér í sumar. Við skorum í lokin og það er frábært og gríðarlega mikilvægt að fá sigur hérna rétt fyrir landsleikjahlé og ef þetta mót heldur áfram það er að segja. Hrikalega mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld.“ Rúnar var spurður að því hvort það hafi nokkuð farið um mennina á bekknum vitandi af því hvernig lið þeir eru með í höndunum. „Nei nei, engar áhyggjur. Við höfðum alltaf trú á þessu og höfum sýnt það í sumar að við skorum oft í lokin. Það var engin breyting þar á en við höfum auðvitað líka farið illa úr leikjum á lokamínútunum en þetta var frábært hjá okkur í dag að klára þetta. Fjölnismenn voru sterkir varnarlega í dag og strákurinn var frábær í markinu. Heilt yfir ánægður með stigin þrjú.“ Blaðamaður spurði Rúnar hvort hann hefði viljað sjá meiri hraða frá sínum mönnum en eins og hefur komið fram þá var varnarmúr Fjölnismanna þéttur og erfitt að opna þá. „Já ég hefði viljað meiri hraða. Við hjóum lítið í gegnum þetta hjá þeim og töluðum um það í hálfleik að gera það en þeir vörðust vel og það voru margir að koma á móti boltanum og við vorum ekki að fá þessar gagnstæðu hreyfingar sem við vildum fá. Hefðum getað gert betur þar.“ Í lok leiks gerðist það að Guðjón Pétur Lýðsson var rekinn út af fyrir að slá í punginn á Grétari Snæ Gunnarssyni. Grétar hafði vippað boltanum upp í pung Guðjóns sem brást svona við en það er líklega slæmt fyrir Stjörnuna að missa menn í bönn á þessum tímapunkti. Rúnar var spurður að því hvað hann þyrfti að segja við Guðjón. „Erum við ekki allir mannlegir og það fýkur í menn? Það er vippað boltanum upp í punginn á honum, það heilaga svæði, en var þetta rétt hjá Guðjóni? Nei það var ekki rétt hjá honum að bregðast svona við. Sama hversu reynslumiklir menn eru þá gera menn mistök.“ Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fjölnir 1-0 | Sigur sem gæti skipt miklu máli í baráttunni um Evrópusæti Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni til bjargar gegn botnliði Fjölnis í dag. Lokatölur í Garðabænum 1-0 heimamönnum í vil sem eru nú komnir í Evrópusæti. 4. október 2020 19:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
„Við erum í geggjuðu standi“, voru fyrstu orð Rúnars Páls Sigmundssonar - þjálfara Stjörnunnar - þegar blaðamaður spurði hann hvað hann gæti sagt eftir þriðja leikinn í röð þar sem hans menn tryggja stig með marki á lokamínútum leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um leikinn en Stjörnumenn unnu Fjölni á vítaspyrnu Hilmars Árna á 86. mínútu leiksins. Leikurinn var liður í 11. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. „Þetta var frábært. Þolinmæðisverk enda Fjölnismenn sterkir og hafa verið sterkir þó þeir hafi ekki fengið úrslitin með sér í sumar. Við skorum í lokin og það er frábært og gríðarlega mikilvægt að fá sigur hérna rétt fyrir landsleikjahlé og ef þetta mót heldur áfram það er að segja. Hrikalega mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld.“ Rúnar var spurður að því hvort það hafi nokkuð farið um mennina á bekknum vitandi af því hvernig lið þeir eru með í höndunum. „Nei nei, engar áhyggjur. Við höfðum alltaf trú á þessu og höfum sýnt það í sumar að við skorum oft í lokin. Það var engin breyting þar á en við höfum auðvitað líka farið illa úr leikjum á lokamínútunum en þetta var frábært hjá okkur í dag að klára þetta. Fjölnismenn voru sterkir varnarlega í dag og strákurinn var frábær í markinu. Heilt yfir ánægður með stigin þrjú.“ Blaðamaður spurði Rúnar hvort hann hefði viljað sjá meiri hraða frá sínum mönnum en eins og hefur komið fram þá var varnarmúr Fjölnismanna þéttur og erfitt að opna þá. „Já ég hefði viljað meiri hraða. Við hjóum lítið í gegnum þetta hjá þeim og töluðum um það í hálfleik að gera það en þeir vörðust vel og það voru margir að koma á móti boltanum og við vorum ekki að fá þessar gagnstæðu hreyfingar sem við vildum fá. Hefðum getað gert betur þar.“ Í lok leiks gerðist það að Guðjón Pétur Lýðsson var rekinn út af fyrir að slá í punginn á Grétari Snæ Gunnarssyni. Grétar hafði vippað boltanum upp í pung Guðjóns sem brást svona við en það er líklega slæmt fyrir Stjörnuna að missa menn í bönn á þessum tímapunkti. Rúnar var spurður að því hvað hann þyrfti að segja við Guðjón. „Erum við ekki allir mannlegir og það fýkur í menn? Það er vippað boltanum upp í punginn á honum, það heilaga svæði, en var þetta rétt hjá Guðjóni? Nei það var ekki rétt hjá honum að bregðast svona við. Sama hversu reynslumiklir menn eru þá gera menn mistök.“
Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fjölnir 1-0 | Sigur sem gæti skipt miklu máli í baráttunni um Evrópusæti Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni til bjargar gegn botnliði Fjölnis í dag. Lokatölur í Garðabænum 1-0 heimamönnum í vil sem eru nú komnir í Evrópusæti. 4. október 2020 19:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Fjölnir 1-0 | Sigur sem gæti skipt miklu máli í baráttunni um Evrópusæti Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni til bjargar gegn botnliði Fjölnis í dag. Lokatölur í Garðabænum 1-0 heimamönnum í vil sem eru nú komnir í Evrópusæti. 4. október 2020 19:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn