Rúnar Páll: Erum við ekki allir mannlegir? Árni Jóhannsson skrifar 4. október 2020 19:52 Rúnar Páll tók sigri kvöldsins fagnandi þó hann hafi komið undir lokin gegn botnliðinu. Vísir/Bára „Við erum í geggjuðu standi“, voru fyrstu orð Rúnars Páls Sigmundssonar - þjálfara Stjörnunnar - þegar blaðamaður spurði hann hvað hann gæti sagt eftir þriðja leikinn í röð þar sem hans menn tryggja stig með marki á lokamínútum leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um leikinn en Stjörnumenn unnu Fjölni á vítaspyrnu Hilmars Árna á 86. mínútu leiksins. Leikurinn var liður í 11. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. „Þetta var frábært. Þolinmæðisverk enda Fjölnismenn sterkir og hafa verið sterkir þó þeir hafi ekki fengið úrslitin með sér í sumar. Við skorum í lokin og það er frábært og gríðarlega mikilvægt að fá sigur hérna rétt fyrir landsleikjahlé og ef þetta mót heldur áfram það er að segja. Hrikalega mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld.“ Rúnar var spurður að því hvort það hafi nokkuð farið um mennina á bekknum vitandi af því hvernig lið þeir eru með í höndunum. „Nei nei, engar áhyggjur. Við höfðum alltaf trú á þessu og höfum sýnt það í sumar að við skorum oft í lokin. Það var engin breyting þar á en við höfum auðvitað líka farið illa úr leikjum á lokamínútunum en þetta var frábært hjá okkur í dag að klára þetta. Fjölnismenn voru sterkir varnarlega í dag og strákurinn var frábær í markinu. Heilt yfir ánægður með stigin þrjú.“ Blaðamaður spurði Rúnar hvort hann hefði viljað sjá meiri hraða frá sínum mönnum en eins og hefur komið fram þá var varnarmúr Fjölnismanna þéttur og erfitt að opna þá. „Já ég hefði viljað meiri hraða. Við hjóum lítið í gegnum þetta hjá þeim og töluðum um það í hálfleik að gera það en þeir vörðust vel og það voru margir að koma á móti boltanum og við vorum ekki að fá þessar gagnstæðu hreyfingar sem við vildum fá. Hefðum getað gert betur þar.“ Í lok leiks gerðist það að Guðjón Pétur Lýðsson var rekinn út af fyrir að slá í punginn á Grétari Snæ Gunnarssyni. Grétar hafði vippað boltanum upp í pung Guðjóns sem brást svona við en það er líklega slæmt fyrir Stjörnuna að missa menn í bönn á þessum tímapunkti. Rúnar var spurður að því hvað hann þyrfti að segja við Guðjón. „Erum við ekki allir mannlegir og það fýkur í menn? Það er vippað boltanum upp í punginn á honum, það heilaga svæði, en var þetta rétt hjá Guðjóni? Nei það var ekki rétt hjá honum að bregðast svona við. Sama hversu reynslumiklir menn eru þá gera menn mistök.“ Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fjölnir 1-0 | Sigur sem gæti skipt miklu máli í baráttunni um Evrópusæti Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni til bjargar gegn botnliði Fjölnis í dag. Lokatölur í Garðabænum 1-0 heimamönnum í vil sem eru nú komnir í Evrópusæti. 4. október 2020 19:00 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
„Við erum í geggjuðu standi“, voru fyrstu orð Rúnars Páls Sigmundssonar - þjálfara Stjörnunnar - þegar blaðamaður spurði hann hvað hann gæti sagt eftir þriðja leikinn í röð þar sem hans menn tryggja stig með marki á lokamínútum leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um leikinn en Stjörnumenn unnu Fjölni á vítaspyrnu Hilmars Árna á 86. mínútu leiksins. Leikurinn var liður í 11. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. „Þetta var frábært. Þolinmæðisverk enda Fjölnismenn sterkir og hafa verið sterkir þó þeir hafi ekki fengið úrslitin með sér í sumar. Við skorum í lokin og það er frábært og gríðarlega mikilvægt að fá sigur hérna rétt fyrir landsleikjahlé og ef þetta mót heldur áfram það er að segja. Hrikalega mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld.“ Rúnar var spurður að því hvort það hafi nokkuð farið um mennina á bekknum vitandi af því hvernig lið þeir eru með í höndunum. „Nei nei, engar áhyggjur. Við höfðum alltaf trú á þessu og höfum sýnt það í sumar að við skorum oft í lokin. Það var engin breyting þar á en við höfum auðvitað líka farið illa úr leikjum á lokamínútunum en þetta var frábært hjá okkur í dag að klára þetta. Fjölnismenn voru sterkir varnarlega í dag og strákurinn var frábær í markinu. Heilt yfir ánægður með stigin þrjú.“ Blaðamaður spurði Rúnar hvort hann hefði viljað sjá meiri hraða frá sínum mönnum en eins og hefur komið fram þá var varnarmúr Fjölnismanna þéttur og erfitt að opna þá. „Já ég hefði viljað meiri hraða. Við hjóum lítið í gegnum þetta hjá þeim og töluðum um það í hálfleik að gera það en þeir vörðust vel og það voru margir að koma á móti boltanum og við vorum ekki að fá þessar gagnstæðu hreyfingar sem við vildum fá. Hefðum getað gert betur þar.“ Í lok leiks gerðist það að Guðjón Pétur Lýðsson var rekinn út af fyrir að slá í punginn á Grétari Snæ Gunnarssyni. Grétar hafði vippað boltanum upp í pung Guðjóns sem brást svona við en það er líklega slæmt fyrir Stjörnuna að missa menn í bönn á þessum tímapunkti. Rúnar var spurður að því hvað hann þyrfti að segja við Guðjón. „Erum við ekki allir mannlegir og það fýkur í menn? Það er vippað boltanum upp í punginn á honum, það heilaga svæði, en var þetta rétt hjá Guðjóni? Nei það var ekki rétt hjá honum að bregðast svona við. Sama hversu reynslumiklir menn eru þá gera menn mistök.“
Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fjölnir 1-0 | Sigur sem gæti skipt miklu máli í baráttunni um Evrópusæti Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni til bjargar gegn botnliði Fjölnis í dag. Lokatölur í Garðabænum 1-0 heimamönnum í vil sem eru nú komnir í Evrópusæti. 4. október 2020 19:00 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Fjölnir 1-0 | Sigur sem gæti skipt miklu máli í baráttunni um Evrópusæti Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni til bjargar gegn botnliði Fjölnis í dag. Lokatölur í Garðabænum 1-0 heimamönnum í vil sem eru nú komnir í Evrópusæti. 4. október 2020 19:00