Ágúst Eðvald: Maður hlýtur að hafa gert eitthvað rétt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2020 16:46 Ágúst Eðvald hefur leikið sinn síðasta leik með Víking, í bili allavega. Vísir/Bára Ágúst Eðvald Hlynsson mætti í viðtal eftir 2-2 jafntefli Víkings og KA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Þetta var síðasti leikur Ágústs Eðvalds með Víkingum en hann er á leið til danska úrvalsdeildarfélagsins Horsens. Víkingar hafa nú – eins og hefur margoft komið fram – ekki unnið leik síðan 19. júlí. „Bara drullusvekktur, þetta er orðið helvíti þreytt ég verð að viðurkenna það en það eru fjórir leikir eftir og vonandi förum við að vinna einhverja leiki,“ sagði Ágúst Eðvald að leik loknum en reiknar hann með að spila með Víkingum í þessum fjórum leikjum? „Nei ég býst ekki við því ef ég er alveg hreinskilinn.“ „Kannski ekki alveg klappað og klárt en helvíti líklegt eins og staðan er í dag,“ sagði Ágúst Eðvald aðspurður hvort félagaskiptin væru frágengin. Kveðju-leikur hjá Ágústi Hlynssyni samkvæmt mínum upplýsingum, gengur til lið við Horsens á næstu dögum. Víkingur-KA 14:00#PepsiMaxDeildin pic.twitter.com/eRsnElIKmD— Gummi Ben (@GummiBen) October 4, 2020 „Ekki mér þannig en þetta hlýtur að setjast einhverstaðar á bakvið í hausnum. Að þegar þú færð alltaf á þig fyrsta markið í leiknum þá verður þetta sjálfkrafa mjög erfitt. Þurfa alltaf að gíra sig upp í að ná jöfnunarmarkinu og síðan eltast við sigurmarkið, þetta er búið að vera sagan okkar í sumar finnst mér,“ var svarið er hann var spurður hvort gengi Víkinga væri farið að setjast á sálina hjá mönnum. Ágúst Eðvald er annar leikmaðurinn sem Víkingar selja erlendis á skömmum tíma. Þeir hljóta því að hafa gert eitthvað rétt í sumar? „Greinilega, fyrst maður er á leiðinni út. Þá hlýtur maður að hafa gert eitthvað rétt í sumar en samt leiðinlegt. Markmiðin voru há fyrir tímabilið og leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja því alveg eftir.“ „Stöngin út sumar hjá okkur. Erum búnir að spila virkilega fínt í flestum leikjum en eins og ég segi, við erum alltaf að fá á okkur fyrsta markið og þá verður þetta ógeðslega erfitt,“ sagði Águst Eðvald Hlynsson, verðandi leikmaður Horsens í Danmörku, að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 2-2 KA | Jafnteflaóðir KA-menn slógu jafnteflametið KA getur jafnað jafnteflametið í efstu deild ef liðið gerir jafntefli við bikarmeistarana í Víkinni. Víkingar hafa ekki unnið í tólf leikjum í röð. 4. október 2020 15:51 Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar. 4. október 2020 14:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Ágúst Eðvald Hlynsson mætti í viðtal eftir 2-2 jafntefli Víkings og KA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Þetta var síðasti leikur Ágústs Eðvalds með Víkingum en hann er á leið til danska úrvalsdeildarfélagsins Horsens. Víkingar hafa nú – eins og hefur margoft komið fram – ekki unnið leik síðan 19. júlí. „Bara drullusvekktur, þetta er orðið helvíti þreytt ég verð að viðurkenna það en það eru fjórir leikir eftir og vonandi förum við að vinna einhverja leiki,“ sagði Ágúst Eðvald að leik loknum en reiknar hann með að spila með Víkingum í þessum fjórum leikjum? „Nei ég býst ekki við því ef ég er alveg hreinskilinn.“ „Kannski ekki alveg klappað og klárt en helvíti líklegt eins og staðan er í dag,“ sagði Ágúst Eðvald aðspurður hvort félagaskiptin væru frágengin. Kveðju-leikur hjá Ágústi Hlynssyni samkvæmt mínum upplýsingum, gengur til lið við Horsens á næstu dögum. Víkingur-KA 14:00#PepsiMaxDeildin pic.twitter.com/eRsnElIKmD— Gummi Ben (@GummiBen) October 4, 2020 „Ekki mér þannig en þetta hlýtur að setjast einhverstaðar á bakvið í hausnum. Að þegar þú færð alltaf á þig fyrsta markið í leiknum þá verður þetta sjálfkrafa mjög erfitt. Þurfa alltaf að gíra sig upp í að ná jöfnunarmarkinu og síðan eltast við sigurmarkið, þetta er búið að vera sagan okkar í sumar finnst mér,“ var svarið er hann var spurður hvort gengi Víkinga væri farið að setjast á sálina hjá mönnum. Ágúst Eðvald er annar leikmaðurinn sem Víkingar selja erlendis á skömmum tíma. Þeir hljóta því að hafa gert eitthvað rétt í sumar? „Greinilega, fyrst maður er á leiðinni út. Þá hlýtur maður að hafa gert eitthvað rétt í sumar en samt leiðinlegt. Markmiðin voru há fyrir tímabilið og leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja því alveg eftir.“ „Stöngin út sumar hjá okkur. Erum búnir að spila virkilega fínt í flestum leikjum en eins og ég segi, við erum alltaf að fá á okkur fyrsta markið og þá verður þetta ógeðslega erfitt,“ sagði Águst Eðvald Hlynsson, verðandi leikmaður Horsens í Danmörku, að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 2-2 KA | Jafnteflaóðir KA-menn slógu jafnteflametið KA getur jafnað jafnteflametið í efstu deild ef liðið gerir jafntefli við bikarmeistarana í Víkinni. Víkingar hafa ekki unnið í tólf leikjum í röð. 4. október 2020 15:51 Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar. 4. október 2020 14:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur 2-2 KA | Jafnteflaóðir KA-menn slógu jafnteflametið KA getur jafnað jafnteflametið í efstu deild ef liðið gerir jafntefli við bikarmeistarana í Víkinni. Víkingar hafa ekki unnið í tólf leikjum í röð. 4. október 2020 15:51
Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar. 4. október 2020 14:00