Betri samgöngur ohf. orðið að veruleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2020 16:13 Bæjarstjórar, ráðherrar og borgarstjóri við Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að tilgangur félagsins, sem ber heitið Betri samgöngur ohf., sé að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem fól í sér sameiginlega framtíðarsýn og fjárfestingar í samgönguframkvæmdum til fimmtán ára. Stjórn Betri samgangna skipa þau Árni M. Mathiesen, formaður, Eyjólfur Árni Rafnsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Gunnar Einarsson, Ólöf Örvarsdóttir og Hildigunnur Hafsteinsdóttir. Varamenn eru Ármann Kr. Ólafsson og Guðrún Birna Finnsdóttir. Lög samþykkt á Alþingi í sumar Stofnsamningurinn var undirritaður af forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ásamt borgar- og bæjarstjórum sveitarfélaganna sex og Samtökum sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu í Hörpu í dag. Hluthafasamkomulag og samþykktir félagsins hafa verið samþykktar í sveitarstjórnum allra hlutaðeigandi sveitarfélaga. Alþingi samþykkti í sumar lög um sem heimiluðu stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu og þingið samþykkti sömuleiðis samgöngusáttmálann, sem er hluti af samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034. Nýja félagið mun hafa yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppbyggingar samgangna og fjármögnun þeirra. Ríkið mun eiga stærstan hlut í félaginu, eða 75%, en sveitarfélögin sex ráða yfir 25% hlut sem skiptist eftir stærð þeirra. Félaginu er ekki ætlað að skila arði og er hluthöfum óheimilt að taka arð út úr félaginu. Tekur við landi ríkisins að Keldum Félagið mun einnig, með sérstökum samningi, taka við landi ríkisins að Keldum eða öðru sambærilegu landi og þeim réttindum sem því tengjast og sjá um þróun þess í samvinnu við viðeigandi skipulagsyfirvöld með það að markmiði að hámarka virði landsins og uppbyggingu þess. Afkoma af þróun landsins verður nýtt til að fjármagna framkvæmdir og rekstur félagsins. Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir fagna stofnun opinbera hlutafélagsins.Vísir/Vilhelm „Samgöngusáttmálinn var stórt framfaraskref fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem við nálgumst uppbyggingu á samgöngumannvirkjum með heildstæðum hætti. Stofnun félagsins í dag er næsta skrefið í þessu mikilvæga verkefni sem mun tryggja stórfellda uppbyggingu almenningssamgangna með Borgarlínuverkefninu, göngu- og hjólastíga og mikilvægar stofnframkvæmdir til að tryggja umferðaröryggi á höfuðborgarsvæðinu. Með þessu tryggjum við fjölbreyttari ferðamáta og ráðumst í uppbyggingu á réttum tíma til að auka efnahagsumsvif og fjölga störfum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Við núverandi efnahagsaðstæður er mikilvægt að viðhalda fjárfestingarstigi hins opinbera og stuðla að því að flýta framkvæmdum. Því er það fagnaðarefni að í höfn sé samningur um opinbert hlutafélag til að halda utan þá umfangsmiklu uppbyggingu sem fyrirhuguð er á höfuðborgarsvæðinu. Það er hlutverk félagsins að ráðast í arðbæra innviðauppbyggingu sem mun örva efnahagslífið og atvinnusköpun sem skiptir sköpum um þessar mundir,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stórt og metnaðarfullt skref segir ráðherra „Í dag var stigið stórt skref að því að koma skriði á metnaðarfulla og langþráða uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Það er sérlega ánægjulegt vegna þess að síðustu ár og áratugi hefur ríkt mikið frost í samskiptum ríkis og sveitarfélaga í þessum efnum. Með samgöngusáttmálanum var höggvið á hnútinn og stofnun opinbers félags staðfestir samstöðu okkar og samvinnu síðustu mánuði,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Þetta eru afar ánægjuleg tímamót. Stofnun félagsins er mikilvægur liður í því að tryggja að sú fjölbreytta innviðauppbygging sem samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir verði að veruleika. Framundan er bylting í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem áhersla verður á fjölbreytta valkosti og öryggi og flæði á stofnvegum, í almenningssamgöngum og á hjóla- og göngustígum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri segir félagið geta verið ómetanlegt í að höfuðborgarsvæðið þróist hraðar í græna átt með tilkomu Borgarlínu.Vísir/Vilhelm „Ég fagna þessum áfanga mjög. Stofnun félagsins á að tryggja að undirbúningur og framkvæmd samgöngusáttmálans verði markviss, hröð og góð. Félagið getur verið ómetanlegt í að höfuðborgarsvæðið þróist hraðar í græna átt með tilkomu Borgarlínu, heildstæðu kerfi hjólastíga og því að umferðarmiklar samgönguæðar fari í stokk,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Nánar um samgöngusáttmálann Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður fyrir réttu ári síðan, þann 26. september 2019 en hann felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga. Heildarfjármögnun samgönguframkvæmda á svæðinu á tímabilinu samkvæmt sáttmálanum er 120 milljarðar króna. Skömmu eftir undirritun sáttmálans lagði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram á Alþingi þingsályktunartillögu um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Í áætluninni eru framlög til samgöngusáttmálans staðfest, ásamt þeim áherslum og markmiðum sem hann boðar. Samgönguáætlun var síðan samþykkt á Alþingi í júní 2020. Samgöngusáttmálinn kvað ennfremur á um að samstarfið færi fram í gegnum opinbert félag. Fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram frumvarp þess efnis á Alþingi á vorþingi og var það samþykkt í júní 2020. Samgöngur Borgarlína Skipulag Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að tilgangur félagsins, sem ber heitið Betri samgöngur ohf., sé að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem fól í sér sameiginlega framtíðarsýn og fjárfestingar í samgönguframkvæmdum til fimmtán ára. Stjórn Betri samgangna skipa þau Árni M. Mathiesen, formaður, Eyjólfur Árni Rafnsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Gunnar Einarsson, Ólöf Örvarsdóttir og Hildigunnur Hafsteinsdóttir. Varamenn eru Ármann Kr. Ólafsson og Guðrún Birna Finnsdóttir. Lög samþykkt á Alþingi í sumar Stofnsamningurinn var undirritaður af forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ásamt borgar- og bæjarstjórum sveitarfélaganna sex og Samtökum sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu í Hörpu í dag. Hluthafasamkomulag og samþykktir félagsins hafa verið samþykktar í sveitarstjórnum allra hlutaðeigandi sveitarfélaga. Alþingi samþykkti í sumar lög um sem heimiluðu stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu og þingið samþykkti sömuleiðis samgöngusáttmálann, sem er hluti af samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034. Nýja félagið mun hafa yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppbyggingar samgangna og fjármögnun þeirra. Ríkið mun eiga stærstan hlut í félaginu, eða 75%, en sveitarfélögin sex ráða yfir 25% hlut sem skiptist eftir stærð þeirra. Félaginu er ekki ætlað að skila arði og er hluthöfum óheimilt að taka arð út úr félaginu. Tekur við landi ríkisins að Keldum Félagið mun einnig, með sérstökum samningi, taka við landi ríkisins að Keldum eða öðru sambærilegu landi og þeim réttindum sem því tengjast og sjá um þróun þess í samvinnu við viðeigandi skipulagsyfirvöld með það að markmiði að hámarka virði landsins og uppbyggingu þess. Afkoma af þróun landsins verður nýtt til að fjármagna framkvæmdir og rekstur félagsins. Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir fagna stofnun opinbera hlutafélagsins.Vísir/Vilhelm „Samgöngusáttmálinn var stórt framfaraskref fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem við nálgumst uppbyggingu á samgöngumannvirkjum með heildstæðum hætti. Stofnun félagsins í dag er næsta skrefið í þessu mikilvæga verkefni sem mun tryggja stórfellda uppbyggingu almenningssamgangna með Borgarlínuverkefninu, göngu- og hjólastíga og mikilvægar stofnframkvæmdir til að tryggja umferðaröryggi á höfuðborgarsvæðinu. Með þessu tryggjum við fjölbreyttari ferðamáta og ráðumst í uppbyggingu á réttum tíma til að auka efnahagsumsvif og fjölga störfum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Við núverandi efnahagsaðstæður er mikilvægt að viðhalda fjárfestingarstigi hins opinbera og stuðla að því að flýta framkvæmdum. Því er það fagnaðarefni að í höfn sé samningur um opinbert hlutafélag til að halda utan þá umfangsmiklu uppbyggingu sem fyrirhuguð er á höfuðborgarsvæðinu. Það er hlutverk félagsins að ráðast í arðbæra innviðauppbyggingu sem mun örva efnahagslífið og atvinnusköpun sem skiptir sköpum um þessar mundir,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stórt og metnaðarfullt skref segir ráðherra „Í dag var stigið stórt skref að því að koma skriði á metnaðarfulla og langþráða uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Það er sérlega ánægjulegt vegna þess að síðustu ár og áratugi hefur ríkt mikið frost í samskiptum ríkis og sveitarfélaga í þessum efnum. Með samgöngusáttmálanum var höggvið á hnútinn og stofnun opinbers félags staðfestir samstöðu okkar og samvinnu síðustu mánuði,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Þetta eru afar ánægjuleg tímamót. Stofnun félagsins er mikilvægur liður í því að tryggja að sú fjölbreytta innviðauppbygging sem samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir verði að veruleika. Framundan er bylting í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem áhersla verður á fjölbreytta valkosti og öryggi og flæði á stofnvegum, í almenningssamgöngum og á hjóla- og göngustígum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri segir félagið geta verið ómetanlegt í að höfuðborgarsvæðið þróist hraðar í græna átt með tilkomu Borgarlínu.Vísir/Vilhelm „Ég fagna þessum áfanga mjög. Stofnun félagsins á að tryggja að undirbúningur og framkvæmd samgöngusáttmálans verði markviss, hröð og góð. Félagið getur verið ómetanlegt í að höfuðborgarsvæðið þróist hraðar í græna átt með tilkomu Borgarlínu, heildstæðu kerfi hjólastíga og því að umferðarmiklar samgönguæðar fari í stokk,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Nánar um samgöngusáttmálann Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður fyrir réttu ári síðan, þann 26. september 2019 en hann felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga. Heildarfjármögnun samgönguframkvæmda á svæðinu á tímabilinu samkvæmt sáttmálanum er 120 milljarðar króna. Skömmu eftir undirritun sáttmálans lagði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram á Alþingi þingsályktunartillögu um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Í áætluninni eru framlög til samgöngusáttmálans staðfest, ásamt þeim áherslum og markmiðum sem hann boðar. Samgönguáætlun var síðan samþykkt á Alþingi í júní 2020. Samgöngusáttmálinn kvað ennfremur á um að samstarfið færi fram í gegnum opinbert félag. Fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram frumvarp þess efnis á Alþingi á vorþingi og var það samþykkt í júní 2020.
Samgöngur Borgarlína Skipulag Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira