Costco dæmt til að greiða sjö milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2020 14:50 Verslun Costco á Íslandi. Vísir/hanna Costco á Íslandi var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmt til að greiða Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) 7,3 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna félagsgjalda. SVÞ höfðaði málið gegn Costco í apríl á þessu ári. Samtökin kröfðust þess að Costco greiddi vangoldin félagsgjöld frá nóvember 2018 til nóvember 2019, bæði til sín og Samtaka atvinnulífsins (SA). Málinu hafði áður verið vísað frá dómi vegna óljósrar kröfu SVÞ. Fram kemur í dómi að Costco hafi sótt um aðild að samtökunum í ágúst 2016 en aðild að SVÞ felur jafnframt í sér aðild að Samtökum atvinnulífsins. Costco hélt því fram fyrir dómi að fyrirtækið hafi aldrei verið upplýst um að umsókn fæli í sér ótímabundna aðild að samtökunum og þá hafi ekkert gefið til kynna að greiða ætti félagsgjöld. Fyrstu reikningar fyrir félagsgjöld að samtökunum hafi numið á bilinu 8.250 til 13 þúsund krónum en þeir hafi hins vegar margfaldast án útskýringa í lok árs 2018, farið úr áðurnefndum upphæðum og upp í rúmar þrjár milljónir króna. Dómurinn leit svo á að með samþykki á umsókn Costco um aðild að félögunum hafi komist á samningur með þeim. Þá liggi fyrir að ástæða þess að félagsgjöldin voru svo lág í fyrstu hafi verið sú að SVÞ hafði ekki upplýsingar um launagreiðslur Costco. Þær hafi svo fengist og reikningarnir því hækkað. Þá hefðu fyrstu reikningarnir, sem Costco greiddi vandkvæðalaust, jafnframt átt að gefa Costco til kynna að aðild að samtökunum væri ekki ókeypis. Costco var að endingu dæmt til að greiða SVÞ umrædd félagsgjöld, alls að upphæð 7,3 milljónum króna, auk dráttarvaxta. Þá var Costco jafnframt gert að greiða SVÞ 750 þúsund krónur í málskostnað. Costco Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jólastemmning í verslun á miðju sumri. Kortavelta í júlí jafn mikil og hún var í desember. 4. september 2020 09:00 Munu bjóða Costco-vörur í nýjum verslunum undir merkinu Extra Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Reykjanesbæ og á Akureyri. 19. júní 2020 08:05 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Costco á Íslandi var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmt til að greiða Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) 7,3 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna félagsgjalda. SVÞ höfðaði málið gegn Costco í apríl á þessu ári. Samtökin kröfðust þess að Costco greiddi vangoldin félagsgjöld frá nóvember 2018 til nóvember 2019, bæði til sín og Samtaka atvinnulífsins (SA). Málinu hafði áður verið vísað frá dómi vegna óljósrar kröfu SVÞ. Fram kemur í dómi að Costco hafi sótt um aðild að samtökunum í ágúst 2016 en aðild að SVÞ felur jafnframt í sér aðild að Samtökum atvinnulífsins. Costco hélt því fram fyrir dómi að fyrirtækið hafi aldrei verið upplýst um að umsókn fæli í sér ótímabundna aðild að samtökunum og þá hafi ekkert gefið til kynna að greiða ætti félagsgjöld. Fyrstu reikningar fyrir félagsgjöld að samtökunum hafi numið á bilinu 8.250 til 13 þúsund krónum en þeir hafi hins vegar margfaldast án útskýringa í lok árs 2018, farið úr áðurnefndum upphæðum og upp í rúmar þrjár milljónir króna. Dómurinn leit svo á að með samþykki á umsókn Costco um aðild að félögunum hafi komist á samningur með þeim. Þá liggi fyrir að ástæða þess að félagsgjöldin voru svo lág í fyrstu hafi verið sú að SVÞ hafði ekki upplýsingar um launagreiðslur Costco. Þær hafi svo fengist og reikningarnir því hækkað. Þá hefðu fyrstu reikningarnir, sem Costco greiddi vandkvæðalaust, jafnframt átt að gefa Costco til kynna að aðild að samtökunum væri ekki ókeypis. Costco var að endingu dæmt til að greiða SVÞ umrædd félagsgjöld, alls að upphæð 7,3 milljónum króna, auk dráttarvaxta. Þá var Costco jafnframt gert að greiða SVÞ 750 þúsund krónur í málskostnað.
Costco Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jólastemmning í verslun á miðju sumri. Kortavelta í júlí jafn mikil og hún var í desember. 4. september 2020 09:00 Munu bjóða Costco-vörur í nýjum verslunum undir merkinu Extra Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Reykjanesbæ og á Akureyri. 19. júní 2020 08:05 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jólastemmning í verslun á miðju sumri. Kortavelta í júlí jafn mikil og hún var í desember. 4. september 2020 09:00
Munu bjóða Costco-vörur í nýjum verslunum undir merkinu Extra Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Reykjanesbæ og á Akureyri. 19. júní 2020 08:05