Öryggisnetið á að grípa fólkið fyrst Drífa Snædal skrifar 2. október 2020 14:30 Í vikunni var margtugginn frasinn um „skort á samtali” við verkalýðshreyfinguna. Þess er hins vegar ekki getið að forsendur slíks samtals áttu að vera lækkun launakostnaðar atvinnurekenda. Gagnvart launafólki þýðir það launafrysting, launaskerðing eða önnur réttindaskerðing. Það var ekki grundvöllur samtals sem verkalýðshreyfingin var tilbúin í. Enda skorti haldbær rök fyrir því að kjaraskerðingar þvert á atvinnugreinar gætu verið samfélaginu til góðs í miðri kreppu. Þvert á móti gæti það orðið til að dýpka og lengja kreppuna. Í ljós kom að hótanir atvinnurekenda um uppsögn á samningi voru orðin tóm og öðru fremur settar fram til að treysta samningsstöðu þeirra, fyrst gagnvart verkalýðshreyfingunni en þegar það gekk ekki þá gagnvart stjórnvöldum. En bónleiðin til stjórnvalda gaf lítið umfram það sem þegar var á teikniborðinu. Það sem þó stendur upp úr er að lokaniðurstaðan var skynsamleg. Að kjarasamningar haldi og ekki sé öllu hleypt í bál og brand í miðri kreppu. Það skynja flestir að við erum í stærri hugmyndafræðilegri umræðu en bara um hvort samningar standi eða falli. Gamalkunn viðbrögð stjórnvalda og atvinnurekenda við kreppu, að herða sultarólina og skerða kjör almennings, hafa sýnt sig að vera vond meðul. Hagfræðikenningar eru nefnilega ekki raunvísindi og kreppuhagfræðin hefur tekið ótrúlegum breytingum síðustu ár eftir bitra reynslu frá 2008. Niðurskurðarstefnan sem þá var allsráðandi gerði nefnilega stórkostlegan skaða víða um heim. Alþjóðlegir aðilar hafa horfið frá því að gefa ráð um slíkt, eins og fjallað er um í greinargerð með tillögu að nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Sífellt fleiri eru sannfærðir um að það besta sem gert er í kreppu er að verja afkomu fólks. Að verja fólk til að bjarga fyrirtækjum en ekki öfugt. Og þá komum við að því verkefni sem er brýnast þessa stundina; að hækka atvinnuleysisbætur. Ef við gerum það ekki þá getur fólk ekki staðið undir húsnæðiskostnaði eða öðrum skuldbindingum. Það býr til erfið keðjuverkandi áhrif. Að missa vinnuna er gríðarlegt áfall. Þegar fjárhagsáhyggjur og afkomuótti bætast við getur heilsan goldið þess á skömmum tíma. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið gripið til þess strax, og af festu, að tryggja að öryggisnetið geri einmitt það sem það á að gera: að grípa fólk þegar það þarf að vera gripið. Alþingi hefur færi á að breyta þessu, nú þegar fjárlagafrumvarpið fer til þinglegrar meðferðar í skugga ítrekaðra hópuppsagana. Að hækka atvinnuleysistryggingar er ekki eingöngu rétt gagnvart þeim einstaklingum sem standa frammi fyrir atvinnumissi, heldur best fyrir samfélagið, hagkerfið og komandi kynslóðir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Í vikunni var margtugginn frasinn um „skort á samtali” við verkalýðshreyfinguna. Þess er hins vegar ekki getið að forsendur slíks samtals áttu að vera lækkun launakostnaðar atvinnurekenda. Gagnvart launafólki þýðir það launafrysting, launaskerðing eða önnur réttindaskerðing. Það var ekki grundvöllur samtals sem verkalýðshreyfingin var tilbúin í. Enda skorti haldbær rök fyrir því að kjaraskerðingar þvert á atvinnugreinar gætu verið samfélaginu til góðs í miðri kreppu. Þvert á móti gæti það orðið til að dýpka og lengja kreppuna. Í ljós kom að hótanir atvinnurekenda um uppsögn á samningi voru orðin tóm og öðru fremur settar fram til að treysta samningsstöðu þeirra, fyrst gagnvart verkalýðshreyfingunni en þegar það gekk ekki þá gagnvart stjórnvöldum. En bónleiðin til stjórnvalda gaf lítið umfram það sem þegar var á teikniborðinu. Það sem þó stendur upp úr er að lokaniðurstaðan var skynsamleg. Að kjarasamningar haldi og ekki sé öllu hleypt í bál og brand í miðri kreppu. Það skynja flestir að við erum í stærri hugmyndafræðilegri umræðu en bara um hvort samningar standi eða falli. Gamalkunn viðbrögð stjórnvalda og atvinnurekenda við kreppu, að herða sultarólina og skerða kjör almennings, hafa sýnt sig að vera vond meðul. Hagfræðikenningar eru nefnilega ekki raunvísindi og kreppuhagfræðin hefur tekið ótrúlegum breytingum síðustu ár eftir bitra reynslu frá 2008. Niðurskurðarstefnan sem þá var allsráðandi gerði nefnilega stórkostlegan skaða víða um heim. Alþjóðlegir aðilar hafa horfið frá því að gefa ráð um slíkt, eins og fjallað er um í greinargerð með tillögu að nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Sífellt fleiri eru sannfærðir um að það besta sem gert er í kreppu er að verja afkomu fólks. Að verja fólk til að bjarga fyrirtækjum en ekki öfugt. Og þá komum við að því verkefni sem er brýnast þessa stundina; að hækka atvinnuleysisbætur. Ef við gerum það ekki þá getur fólk ekki staðið undir húsnæðiskostnaði eða öðrum skuldbindingum. Það býr til erfið keðjuverkandi áhrif. Að missa vinnuna er gríðarlegt áfall. Þegar fjárhagsáhyggjur og afkomuótti bætast við getur heilsan goldið þess á skömmum tíma. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið gripið til þess strax, og af festu, að tryggja að öryggisnetið geri einmitt það sem það á að gera: að grípa fólk þegar það þarf að vera gripið. Alþingi hefur færi á að breyta þessu, nú þegar fjárlagafrumvarpið fer til þinglegrar meðferðar í skugga ítrekaðra hópuppsagana. Að hækka atvinnuleysistryggingar er ekki eingöngu rétt gagnvart þeim einstaklingum sem standa frammi fyrir atvinnumissi, heldur best fyrir samfélagið, hagkerfið og komandi kynslóðir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar