Innlent

Snælandsskóla lokað í dag vegna smits

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Snælandsskóli er í Kópavogi.
Snælandsskóli er í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Snælandsskóli í Kópavogi verður lokaður í dag eftir að kórónuveirusmit greindist meðal þeirra sem sækja skólann. Smitaðir innan skólans eru þar með orðnir þrír en áður höfðu tveir greinst með veiruna.

Fram kemur í tilkynningu á vef skólans að til að gæta fyllsta öryggis og varúðar verði bæði skólanum og frístund lokað í dag, 2. október, á meðan unnið er að frekari smitrakningu. Ekki kemur fram í tilkynningu hvort þeir smituðu séu starfsmenn eða nemendur.

Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hefur sett skólastarf úr skorðum víða á landinu, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Á tímabili voru nokkuð hundruð börn í sóttkví í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×