Arnar Daði: Þetta er bara það sem er boðið uppá í efstu deild á Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 23:01 Arnar Daði Arnarsson er þjálfari Gróttu í Olís deild karla. vísir/s2s „Ógeðslega lélegt“ voru fyrstu viðbrögð hjá Arnari Daða Arnarssyni, þjálfara Gróttu eftir þriggja marka tap gegn Aftureldingu á heimavelli í Olís deild karla í handbolta fyrr í kvöld. „Ég veit ekki af hverju það er alltaf verið að tala um lítil gæði, þetta er bara það sem er boðið uppá í efstu deild á Íslandi. Fjölmiðlamenn og sérfræðingar verða bara að fara að sætta sig við það.“ „Auðvitað hefðum við vilja spila betur, enn frammistaðan hjá öllu liðinu var ekki nægilega góð fyrir utan hjá dýrinu í markinu“ sagði Arnar Daði sem hrósar að sjálfsögðu Stefáni Huldari frammistöðuna í marki liðsins. Arnar Daði segir þó að varnarlega hafi liðið verið ágætt en það vantaði talsvert upp á sóknarlega. „Mínir fyrstu þrír menn fyrir utan voru 4/20, svo kom Jóhann Reynir inn með 1/4, svo þetta eru þrjú mörk úr 24 skotum. Þú vinnur ekki leik þannig“ sagði Arnar Daði en þetta eru vissulega fimm mörk en ekki þrjú, engu að síður afleitt skotnýting „Það er samt ótrúleg seigla í þessu liði að enda bara þremur mörkum undir með þessa skotnýtingu. Við lentum í áföllum í leiknum líka, Daníel Griffin og Gunnar Dan fara meiddir af velli svo við neyddumst til að hætta í sjö á sex“ sagði Arnar Daði Arnar Daði tekur undir það að leikmönnum skorti sjálfstraust og það vanti leikmenn til að taka loka ákvörðun í sókninni. „Það er ekkert launungamál að ég er með unga og óreynda stráka sem eru að taka sín fyrstu skref. Það er margt að læra, við erum ekkert að fara yfir andstæðingana á hverjum degi, við erum líka bara að kenna þeim handbolta og að spila sem lið, þetta tekur bara tíma.“ „Enn við förum ekkert í felur með það að þessi frammistaða var ekki góð í dag“ sagði Arnar Daði að lokum. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Grótta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Ógeðslega lélegt“ voru fyrstu viðbrögð hjá Arnari Daða Arnarssyni, þjálfara Gróttu eftir þriggja marka tap gegn Aftureldingu á heimavelli í Olís deild karla í handbolta fyrr í kvöld. „Ég veit ekki af hverju það er alltaf verið að tala um lítil gæði, þetta er bara það sem er boðið uppá í efstu deild á Íslandi. Fjölmiðlamenn og sérfræðingar verða bara að fara að sætta sig við það.“ „Auðvitað hefðum við vilja spila betur, enn frammistaðan hjá öllu liðinu var ekki nægilega góð fyrir utan hjá dýrinu í markinu“ sagði Arnar Daði sem hrósar að sjálfsögðu Stefáni Huldari frammistöðuna í marki liðsins. Arnar Daði segir þó að varnarlega hafi liðið verið ágætt en það vantaði talsvert upp á sóknarlega. „Mínir fyrstu þrír menn fyrir utan voru 4/20, svo kom Jóhann Reynir inn með 1/4, svo þetta eru þrjú mörk úr 24 skotum. Þú vinnur ekki leik þannig“ sagði Arnar Daði en þetta eru vissulega fimm mörk en ekki þrjú, engu að síður afleitt skotnýting „Það er samt ótrúleg seigla í þessu liði að enda bara þremur mörkum undir með þessa skotnýtingu. Við lentum í áföllum í leiknum líka, Daníel Griffin og Gunnar Dan fara meiddir af velli svo við neyddumst til að hætta í sjö á sex“ sagði Arnar Daði Arnar Daði tekur undir það að leikmönnum skorti sjálfstraust og það vanti leikmenn til að taka loka ákvörðun í sókninni. „Það er ekkert launungamál að ég er með unga og óreynda stráka sem eru að taka sín fyrstu skref. Það er margt að læra, við erum ekkert að fara yfir andstæðingana á hverjum degi, við erum líka bara að kenna þeim handbolta og að spila sem lið, þetta tekur bara tíma.“ „Enn við förum ekkert í felur með það að þessi frammistaða var ekki góð í dag“ sagði Arnar Daði að lokum.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Grótta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni