Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 19:57 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skaut á ríkisstjórnina. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. „Hún er absúrd, hún er fáranleg,“ sagði Sigmundur Davíð eftir að hafa útskýrt að Camus hafi skilgreint sig sem absúrdista eða fáránleikasinna. Katrín hafði í stefnuræðu sinni vísað í Pláguna, bók eftir Camus. Í ræðu sinni gagnrýndi Sigmundur Davíð stjórnarflokkanna þrjá fyrir að halda áfram með það sem hann kallaði „endalausa runa kerfismála sem flest snúast um að sýna að Ísland sé þægasti krakkinn á upptökuheimili Evrópusambandsins.“ Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Sagði hann málefnaskrá ríkistjórnarinnar raunar vera „uppfulla af furðumálum“ „Hún boðar lögleiðingu fíkniefna, hvorki meira né minna, en virðist í staðinn ætla að beita sér gegn nikótínpúðum og rafrettum. Gerð verður önnur tilraun til að vega að starfi íslenskra leigubílstjóra á sama tíma og þeir hafa orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu án þess að fá mikla aðstoð. Nú á að rústa íslenskri nafnahefð sem hefur varðveist frá landnámi og þar til þessi ríkisstjórn tók við. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki gleymt áformum sínum um lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga,“ sagði Sigmundur. Að lokum spurði hann til hvers ríkisstjórnin hafi eiginlega verið mynduð. „Er eitthvað í síðustu málaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefði ekki átt jafnvel við og reyndar enn betur ef Vinstri græn væru í ríkisstjórn með t.d. Pírötum og Viðreisn? Þetta þarf ekki að vera svona, það er annar valkostur, og það munu þingmenn Miðflokksins sýna nú á nýju þingi.“ Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. „Hún er absúrd, hún er fáranleg,“ sagði Sigmundur Davíð eftir að hafa útskýrt að Camus hafi skilgreint sig sem absúrdista eða fáránleikasinna. Katrín hafði í stefnuræðu sinni vísað í Pláguna, bók eftir Camus. Í ræðu sinni gagnrýndi Sigmundur Davíð stjórnarflokkanna þrjá fyrir að halda áfram með það sem hann kallaði „endalausa runa kerfismála sem flest snúast um að sýna að Ísland sé þægasti krakkinn á upptökuheimili Evrópusambandsins.“ Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Sagði hann málefnaskrá ríkistjórnarinnar raunar vera „uppfulla af furðumálum“ „Hún boðar lögleiðingu fíkniefna, hvorki meira né minna, en virðist í staðinn ætla að beita sér gegn nikótínpúðum og rafrettum. Gerð verður önnur tilraun til að vega að starfi íslenskra leigubílstjóra á sama tíma og þeir hafa orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu án þess að fá mikla aðstoð. Nú á að rústa íslenskri nafnahefð sem hefur varðveist frá landnámi og þar til þessi ríkisstjórn tók við. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki gleymt áformum sínum um lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga,“ sagði Sigmundur. Að lokum spurði hann til hvers ríkisstjórnin hafi eiginlega verið mynduð. „Er eitthvað í síðustu málaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefði ekki átt jafnvel við og reyndar enn betur ef Vinstri græn væru í ríkisstjórn með t.d. Pírötum og Viðreisn? Þetta þarf ekki að vera svona, það er annar valkostur, og það munu þingmenn Miðflokksins sýna nú á nýju þingi.“
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira