Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 19:51 Katrín Jakobsdóttir, fjallaði meðal annars um aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Katrín fjallaði um aðgerðir stjórnvalda, hvað hafi farið vel og hvað taki við þegar líður á. Hún sagði að þegar fyrsta smitið hafi borist til landsins hafi stjórnvöld tekið ákvörðun um að gera það sem þyrfti til þess að koma samfélaginu í gegn um þann efnahagslega skell sem fylgdi heimsfaraldri. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Við gripum samstundis inn í með efnahagsaðgerðum til að tryggja afkomu fólks og styðja við almenning og atvinnulíf í gegn um erfiða tíma. Framundan er tími endurreisnar þar sem við munum efla opinbera fjárfestingu, verja velferð og beita til þess krafti ríkisfjármálanna,“ sagði Katrín. Að sögn Katrínar hafi þjóðin notið þess að hafa búið í haginn, staða þjóðarbúsins hafi verið sterk, skuldir hafi verið greiddar niður og Seðlabankinn ráði yfir öflugum gjaldeyrisvaraforða. Peningastefna stjórnvalda hafi skilað lægstu vöxtum lýðveldissögunnar. Ánægjulegt að aðilar á vinnumarkaði hafi ekki sagt upp Lífskjarasamningi Þá fjallaði hún um stöðuna á vinnumarkaðnum en undanfarna viku hefur staðan verið nokkuð slæm og var rétt komist hjá því að Lífskjarasamningnum yrði sagt upp. „Það er ánægjulegt að aðilar vinnumarkaðarins sýndu þá ábyrgð að segja ekki upp samningum og halda friðinn á vinnumarkaði. Þar með getum við samhent snúið okkur að stóru áskoruninni sem er að skapa störf og tryggja að atvinnuleysi verði ekki langvarandi böl í samfélagi okkar,“ sagði Katrín. Fjármálaáætlun var dreift í dag og sagði Katrín hana sýna staðfastan vilja stjórnvalda til að verja þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu heilbrigðis- og velferðarkerfis og nýja sókn í menntun, rannsóknum og nýsköpun. Þá séu í fjárfestingaátaki stjórnvalda fjölbreyttar fjárfestingar, samgöngumannvirki, byggingar, þekkingargreinar, skapandi greinar og grænar fjárfestingar. „Ríkissjóði verður beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu fyrir almenning og atvinnulíf í landinu,“ sagði Katrín. Alþingi geti ákveðið að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Undanfarið hefur stjórnarskrá Íslands verið til töluverðar umfjöllunar og kom Katrín inn á hana í stefnuræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fjallaði einnig um stjórnarskrána í ræðu sinni við setningu þingsins í dag og sagði hann brýnt að þingmenn sýndu í verki að þeir geti tekið tillögur að breytingum á stjórnarskrá til efnislegrar afgreiðslu. „Alþingi fær tækifæri þennan vetur til að takast á við ákvæði í stjórnarskrá. Meðal annars að auðlindir sem ekki eru háar einkaeignarrétti verði þjóðareign,“ sagði Katrín og sagði jafnframt að þingmenn úr ólíkum flokkum hafi gert þetta mál að sínu. Nú fái Alþingi tækifæri til að stíga skrefið og setja slíkt ákvæði inn í stjórnarskrá til að tryggja réttlæti til framtíðar. Hún nefndi nýju stjórnarskrána þó ekki. „Alþingi getur ákveðið að nýta þetta tækifæri til að sýna hvernig samkunda getur tekist á við stór og mikilvæg mál. Aliþingi getur ákveðið að breyta stjórnarskrá með skynsamlegum hætti með almannahagsmuni að leiðarljósi.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Stjórnarskrá Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Katrín fjallaði um aðgerðir stjórnvalda, hvað hafi farið vel og hvað taki við þegar líður á. Hún sagði að þegar fyrsta smitið hafi borist til landsins hafi stjórnvöld tekið ákvörðun um að gera það sem þyrfti til þess að koma samfélaginu í gegn um þann efnahagslega skell sem fylgdi heimsfaraldri. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Við gripum samstundis inn í með efnahagsaðgerðum til að tryggja afkomu fólks og styðja við almenning og atvinnulíf í gegn um erfiða tíma. Framundan er tími endurreisnar þar sem við munum efla opinbera fjárfestingu, verja velferð og beita til þess krafti ríkisfjármálanna,“ sagði Katrín. Að sögn Katrínar hafi þjóðin notið þess að hafa búið í haginn, staða þjóðarbúsins hafi verið sterk, skuldir hafi verið greiddar niður og Seðlabankinn ráði yfir öflugum gjaldeyrisvaraforða. Peningastefna stjórnvalda hafi skilað lægstu vöxtum lýðveldissögunnar. Ánægjulegt að aðilar á vinnumarkaði hafi ekki sagt upp Lífskjarasamningi Þá fjallaði hún um stöðuna á vinnumarkaðnum en undanfarna viku hefur staðan verið nokkuð slæm og var rétt komist hjá því að Lífskjarasamningnum yrði sagt upp. „Það er ánægjulegt að aðilar vinnumarkaðarins sýndu þá ábyrgð að segja ekki upp samningum og halda friðinn á vinnumarkaði. Þar með getum við samhent snúið okkur að stóru áskoruninni sem er að skapa störf og tryggja að atvinnuleysi verði ekki langvarandi böl í samfélagi okkar,“ sagði Katrín. Fjármálaáætlun var dreift í dag og sagði Katrín hana sýna staðfastan vilja stjórnvalda til að verja þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu heilbrigðis- og velferðarkerfis og nýja sókn í menntun, rannsóknum og nýsköpun. Þá séu í fjárfestingaátaki stjórnvalda fjölbreyttar fjárfestingar, samgöngumannvirki, byggingar, þekkingargreinar, skapandi greinar og grænar fjárfestingar. „Ríkissjóði verður beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu fyrir almenning og atvinnulíf í landinu,“ sagði Katrín. Alþingi geti ákveðið að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Undanfarið hefur stjórnarskrá Íslands verið til töluverðar umfjöllunar og kom Katrín inn á hana í stefnuræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fjallaði einnig um stjórnarskrána í ræðu sinni við setningu þingsins í dag og sagði hann brýnt að þingmenn sýndu í verki að þeir geti tekið tillögur að breytingum á stjórnarskrá til efnislegrar afgreiðslu. „Alþingi fær tækifæri þennan vetur til að takast á við ákvæði í stjórnarskrá. Meðal annars að auðlindir sem ekki eru háar einkaeignarrétti verði þjóðareign,“ sagði Katrín og sagði jafnframt að þingmenn úr ólíkum flokkum hafi gert þetta mál að sínu. Nú fái Alþingi tækifæri til að stíga skrefið og setja slíkt ákvæði inn í stjórnarskrá til að tryggja réttlæti til framtíðar. Hún nefndi nýju stjórnarskrána þó ekki. „Alþingi getur ákveðið að nýta þetta tækifæri til að sýna hvernig samkunda getur tekist á við stór og mikilvæg mál. Aliþingi getur ákveðið að breyta stjórnarskrá með skynsamlegum hætti með almannahagsmuni að leiðarljósi.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Stjórnarskrá Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira