Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2020 07:30 Frá kappræðunum í nótt. AP/Olivier Douliery Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. Þar deildu þeir um efnahag Bandaríkjanna, heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, hæstarétt Bandaríkjanna og deilur og átök í Bandaríkjunum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta voru fyrstu kappræðurnar af þremur. Þeim var stýrt af Chris Wallace, frá Fox News. Frá fyrstu mínútu einkenndust kappræðurnar af óreiðu, framígripum og deilum. Trump greip ítrekað fram í fyrir Biden og Wallace og móðgaði Biden sömuleiðis ítrekað og varpaði fram fjölmörgum ósannindum. Wallace bað Trump einu sinni um að hætta að grípa fram í fyrir þeim. „Hann líka,“ sagði hinn 74 ára gamli forseti Bandaríkjanna. Wallace benti Trump þá á að hann hefði gripið mun meira fram í en Biden. Þegar verið var að ræða hæstarétt Bandaríkjanna, tiltölulega snemma í kappræðunum, sagði Biden mótframbjóðanda sínum að þegja. Þá var Trump að grípa fram í fyrir Biden. Báðir menn töluðu ófallega um hvor annan. Biden kallaði Trump meðal annars rasista og versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr gáfum Biden og gagnrýndi fjölskyldumeðlimi hans. Biden staðhæfði að ef Trump yrði endurkjörinn yrðu Bandaríkin „aumari, veikari, fátækari, sundraðri og ofbeldisfyllri“. Trump staðhæfði að ef Biden yrði kjörinn forseti myndu Bandaríkin ganga í gegnum stærstu kreppu sem þjóðin hefði upplifað. Fordæmdi ekki þjóðernissinna Þegar Trump var spurður hvort hann væri tilbúinn að fordæma þjóðernissinna og aðra hægri sinnaða öfgahópa, gerði hann það ekki. Umræðan snerist sérstaklega um hóp sem kallast Proud Boys, sem er hópur sem hefur verið skilgreindur sem haturssamtök og hópur hvítara þjóðernissinna. Þess í stað sagði forsetinn: „Haldið ykkur til hlés og bíðið. Ég skal samt segja ykkur það, ég segi ykkur það, einhver þarf að gera eitthvað varðandi Antifa og vinstrið því þetta er ekki hægri vandamál.“ Hann sagði allt ofbeldi sem hafi átt sér stað í Bandaríkjunum í sumar hafa komið frá vinstri sinnuðum hópum. Sem er fjarri sannleikanum. Í kjölfar kappræðnanna sagði ráðgjafi Trump að hann hafi „augljóslega“ viljað að þeir hætti að fremja ofbeldi. Meðlimir Proud Boys hafa þó þegar lýst yfir fögnuði vegna ummæla forsetans. Í umfjöllun New York Times segir að í skilaboðum á milli meðlima hafi þeir lýst ummælunum sem sögulegum og talaði um að nýliðum hafi þegar fjölgað. Trump gagnrýndi Biden fyrir meintan stuðning hans við and-fasistahreyfinguna Antifa. Biden sagði Antifa vera hugmynd en ekki samtök. AP fréttaveitan vísar til ummæla Christopher Wray, yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna, frá því í síðustu viku, þegar hann fór svipuðum orðum um Antifa. Wray sagði einnig að hvítum þjóðernissinnum og öðrum hægri sinnuðum hópum sem vinni gegn yfirvöldum væri um að kenna fyrir flestar mannskæðar árásir öfgahópa í Bandaríkjunum. Á einum tímapunkti, þegar verið var að tala um það að ríkisstjórn Turmp hefði bundið enda á samskiptaþjálfun varðandi kynþætti meðal alríkisstarfsmanna, kallaði Biden Trump rasista. Hann sakaði forsetann um að dreifa hatri og ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá samantektir Politico og Washington Post yfir deilurnar sem einkenndu kappræðurnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. Þar deildu þeir um efnahag Bandaríkjanna, heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, hæstarétt Bandaríkjanna og deilur og átök í Bandaríkjunum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta voru fyrstu kappræðurnar af þremur. Þeim var stýrt af Chris Wallace, frá Fox News. Frá fyrstu mínútu einkenndust kappræðurnar af óreiðu, framígripum og deilum. Trump greip ítrekað fram í fyrir Biden og Wallace og móðgaði Biden sömuleiðis ítrekað og varpaði fram fjölmörgum ósannindum. Wallace bað Trump einu sinni um að hætta að grípa fram í fyrir þeim. „Hann líka,“ sagði hinn 74 ára gamli forseti Bandaríkjanna. Wallace benti Trump þá á að hann hefði gripið mun meira fram í en Biden. Þegar verið var að ræða hæstarétt Bandaríkjanna, tiltölulega snemma í kappræðunum, sagði Biden mótframbjóðanda sínum að þegja. Þá var Trump að grípa fram í fyrir Biden. Báðir menn töluðu ófallega um hvor annan. Biden kallaði Trump meðal annars rasista og versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr gáfum Biden og gagnrýndi fjölskyldumeðlimi hans. Biden staðhæfði að ef Trump yrði endurkjörinn yrðu Bandaríkin „aumari, veikari, fátækari, sundraðri og ofbeldisfyllri“. Trump staðhæfði að ef Biden yrði kjörinn forseti myndu Bandaríkin ganga í gegnum stærstu kreppu sem þjóðin hefði upplifað. Fordæmdi ekki þjóðernissinna Þegar Trump var spurður hvort hann væri tilbúinn að fordæma þjóðernissinna og aðra hægri sinnaða öfgahópa, gerði hann það ekki. Umræðan snerist sérstaklega um hóp sem kallast Proud Boys, sem er hópur sem hefur verið skilgreindur sem haturssamtök og hópur hvítara þjóðernissinna. Þess í stað sagði forsetinn: „Haldið ykkur til hlés og bíðið. Ég skal samt segja ykkur það, ég segi ykkur það, einhver þarf að gera eitthvað varðandi Antifa og vinstrið því þetta er ekki hægri vandamál.“ Hann sagði allt ofbeldi sem hafi átt sér stað í Bandaríkjunum í sumar hafa komið frá vinstri sinnuðum hópum. Sem er fjarri sannleikanum. Í kjölfar kappræðnanna sagði ráðgjafi Trump að hann hafi „augljóslega“ viljað að þeir hætti að fremja ofbeldi. Meðlimir Proud Boys hafa þó þegar lýst yfir fögnuði vegna ummæla forsetans. Í umfjöllun New York Times segir að í skilaboðum á milli meðlima hafi þeir lýst ummælunum sem sögulegum og talaði um að nýliðum hafi þegar fjölgað. Trump gagnrýndi Biden fyrir meintan stuðning hans við and-fasistahreyfinguna Antifa. Biden sagði Antifa vera hugmynd en ekki samtök. AP fréttaveitan vísar til ummæla Christopher Wray, yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna, frá því í síðustu viku, þegar hann fór svipuðum orðum um Antifa. Wray sagði einnig að hvítum þjóðernissinnum og öðrum hægri sinnuðum hópum sem vinni gegn yfirvöldum væri um að kenna fyrir flestar mannskæðar árásir öfgahópa í Bandaríkjunum. Á einum tímapunkti, þegar verið var að tala um það að ríkisstjórn Turmp hefði bundið enda á samskiptaþjálfun varðandi kynþætti meðal alríkisstarfsmanna, kallaði Biden Trump rasista. Hann sakaði forsetann um að dreifa hatri og ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá samantektir Politico og Washington Post yfir deilurnar sem einkenndu kappræðurnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31
Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01