Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2020 23:31 Joe Biden og Donald Trump mætast í nótt. Vísir/AP Uppfært klukkan 08:36: Kappræðunum á milli Trumps og Bidens er lokið en horfa má á þær í spilaranum neðar í þessari frétt. Þá má lesa ítarlega umfjöllun Vísis um kappræðurnar hér. Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Horfa má á kappræðurnar, sem hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma, í beinni útsendingu hér að neðan. Beðið hefur verið eftir kappræðunum með mikilli eftirvæntingu en alls verða þrjár slíkar haldnar fyrir forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi. Sérfræðingir og greinendur eru reyndar sammála um það að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega, líkt og Vísir fór yfir fyrr í kvöld. Biden mælist enn með töluvert forskot á Trump á landsvísu. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight gefur Biden 78 prósent líkur á því að bera sigur úr býtum. Kappræðurnar hefjast sem fyrr segir klukkan eitt í nótt og verða þær um níutíu mínútna langar. Kappræðurnar fara fram Cleveland í Ohio-ríki og er það hinn reynslumikli sjónvarpsmaður Chris Wallace sem mun stýra kappræðunum. Það var Wallace sjálfur sem valdi umræðuefni kvöldsins og eru þau eftirfarandi: Árangur Trumps og Bidens Hæstiréttur Bandaríkjanna Covid-19 Efnahagur Bandaríkjanna Samskipti kynþátta og ofbeldi í borgum Bandaríkjanna Heilindi kosninganna Reiknað er með fimmtán mínútum í hvert umræðuefni og munu Biden og Trump fá tvær mínútur til þess að svara opnunarspurningu frá Wallace í hverjum umræðuefni fyrir sig. Frambjóðendurnir munu einnig fá tækifæri til að bregðast við því sem fram kemur í svörum mótframbjóðandans. Alls munu Biden og Trump mætast tvisvar sinnum í viðbót, þann 15. og þann 22. október. Kamala Harris, varaforsetaefni Bidens og Mike Pence, núverandi varaforseti munu svo mætast í kappræðum þann 7. október næstkomandi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25 „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Uppfært klukkan 08:36: Kappræðunum á milli Trumps og Bidens er lokið en horfa má á þær í spilaranum neðar í þessari frétt. Þá má lesa ítarlega umfjöllun Vísis um kappræðurnar hér. Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Horfa má á kappræðurnar, sem hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma, í beinni útsendingu hér að neðan. Beðið hefur verið eftir kappræðunum með mikilli eftirvæntingu en alls verða þrjár slíkar haldnar fyrir forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi. Sérfræðingir og greinendur eru reyndar sammála um það að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega, líkt og Vísir fór yfir fyrr í kvöld. Biden mælist enn með töluvert forskot á Trump á landsvísu. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight gefur Biden 78 prósent líkur á því að bera sigur úr býtum. Kappræðurnar hefjast sem fyrr segir klukkan eitt í nótt og verða þær um níutíu mínútna langar. Kappræðurnar fara fram Cleveland í Ohio-ríki og er það hinn reynslumikli sjónvarpsmaður Chris Wallace sem mun stýra kappræðunum. Það var Wallace sjálfur sem valdi umræðuefni kvöldsins og eru þau eftirfarandi: Árangur Trumps og Bidens Hæstiréttur Bandaríkjanna Covid-19 Efnahagur Bandaríkjanna Samskipti kynþátta og ofbeldi í borgum Bandaríkjanna Heilindi kosninganna Reiknað er með fimmtán mínútum í hvert umræðuefni og munu Biden og Trump fá tvær mínútur til þess að svara opnunarspurningu frá Wallace í hverjum umræðuefni fyrir sig. Frambjóðendurnir munu einnig fá tækifæri til að bregðast við því sem fram kemur í svörum mótframbjóðandans. Alls munu Biden og Trump mætast tvisvar sinnum í viðbót, þann 15. og þann 22. október. Kamala Harris, varaforsetaefni Bidens og Mike Pence, núverandi varaforseti munu svo mætast í kappræðum þann 7. október næstkomandi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25 „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01
Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25
„Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57