Segja eldisfyrirtækin sýna lögum fullkomna fyrirlitningu Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2020 15:45 Myndin sýnir sjóbirting sem lenti í lúsageri á leið til heimkynna sinna við Lofoten í Norður Noregi. Fiskur sem fær slíkan fjölda af lús á sig á mjög takmarkaða möguleika á að lifa af. Redd Villaksen - norsk náttúruverndarsamtök „Laxalús hefur haft skelfileg áhrif á villta laxastofna og sjóbirting. Við Noreg er staðan sú að 80 prósent sjóbirtingsstofna hefur skaðast vegna lúsafársins frá sjókvíunum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Íslenska náttúruverndarsjóðsins, The Icelandic Wildlife Fund. Fiskeldisfyrirtæki skila ekki inn lögskipuðum skýrslum Samtökin hafa nú sent frá sér harðorða tilkynningu þar sem segir að samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í fiskeldi ekki síðar en 20 dögum eftir að vöktunarskýrsla berst. Engin slík skýrsla hefur hins vegar birst á vef MAST á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því reglugerðin var sett. Samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í...Posted by Icelandic Wildlife Fund on Mánudagur, 28. september 2020 „Við hjá IWF sendum því MAST fyrirspurn og báðum um skýringar. Samkvæmt svari MAST var óskað eftir þessum vöktunarskýrslum frá fiskeldisfyrirtækjunum í júní en án árangurs,“ segir á Facebooksíðu samtakanna. Og vitnar beint í svör sem þeim hafa borist við fyrirspurnum sínum frá MAST: „Enn hefur enginn rekstraraðili í fiskeldi skilað inn gögnum á grundvelli 19. gr.b laga um fiskeldi. Matvælastofnun hefur ítrekað beiðni um skyldubundinn gögn og mun grípa til viðeigandi stjórnsýsluúrræða ef ástæða er til.“ Lúsager frá sjókvíaeldinu Á það er bent að reglugerðin um snýkjudýravöktunina byggi á lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2019 og tóku gildi 1. janúar 2020. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa því haft rúman tíma til að undirbúa sig. Ingólfur Ásgeirsson segir eldisfyrirtækin sýna fullkomna fyrirlitningu gagnvart lögum. „Fyrirlitning þessara fyrirtækja á lögum og reglum landsins virðist vera algjör. Lögin sem voru samþykkt í fyrra voru skref í áttina að því að auka aðhald með sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Þau hafa þetta aðhald hins vegar að engu með því að sinna ekki lögbundinni upplýsingagjöf til MAST,“ segir Ingólfur. Erlendar rannsóknir sýni að lúsin leggst þungt á lax. Sérstaklega er ungviði villta fisksins hætta búin en það stráfellur þegar það lendir í lúsageri frá sjókvíaeldinu. „Þessar hörmulegu skuggahliðar sjókvíaeldsins hafa ekki fengið verðskuldaða athygli hér þrátt fyrir að MAST hafi gefið leyfi á hverju ári frá 2017 fyrir notkun kemískra efna eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum,“ segir Ingólfur. Fiskeldi Alþingi Umhverfismál Dýr Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Laxalús hefur haft skelfileg áhrif á villta laxastofna og sjóbirting. Við Noreg er staðan sú að 80 prósent sjóbirtingsstofna hefur skaðast vegna lúsafársins frá sjókvíunum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Íslenska náttúruverndarsjóðsins, The Icelandic Wildlife Fund. Fiskeldisfyrirtæki skila ekki inn lögskipuðum skýrslum Samtökin hafa nú sent frá sér harðorða tilkynningu þar sem segir að samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í fiskeldi ekki síðar en 20 dögum eftir að vöktunarskýrsla berst. Engin slík skýrsla hefur hins vegar birst á vef MAST á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því reglugerðin var sett. Samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í...Posted by Icelandic Wildlife Fund on Mánudagur, 28. september 2020 „Við hjá IWF sendum því MAST fyrirspurn og báðum um skýringar. Samkvæmt svari MAST var óskað eftir þessum vöktunarskýrslum frá fiskeldisfyrirtækjunum í júní en án árangurs,“ segir á Facebooksíðu samtakanna. Og vitnar beint í svör sem þeim hafa borist við fyrirspurnum sínum frá MAST: „Enn hefur enginn rekstraraðili í fiskeldi skilað inn gögnum á grundvelli 19. gr.b laga um fiskeldi. Matvælastofnun hefur ítrekað beiðni um skyldubundinn gögn og mun grípa til viðeigandi stjórnsýsluúrræða ef ástæða er til.“ Lúsager frá sjókvíaeldinu Á það er bent að reglugerðin um snýkjudýravöktunina byggi á lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2019 og tóku gildi 1. janúar 2020. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa því haft rúman tíma til að undirbúa sig. Ingólfur Ásgeirsson segir eldisfyrirtækin sýna fullkomna fyrirlitningu gagnvart lögum. „Fyrirlitning þessara fyrirtækja á lögum og reglum landsins virðist vera algjör. Lögin sem voru samþykkt í fyrra voru skref í áttina að því að auka aðhald með sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Þau hafa þetta aðhald hins vegar að engu með því að sinna ekki lögbundinni upplýsingagjöf til MAST,“ segir Ingólfur. Erlendar rannsóknir sýni að lúsin leggst þungt á lax. Sérstaklega er ungviði villta fisksins hætta búin en það stráfellur þegar það lendir í lúsageri frá sjókvíaeldinu. „Þessar hörmulegu skuggahliðar sjókvíaeldsins hafa ekki fengið verðskuldaða athygli hér þrátt fyrir að MAST hafi gefið leyfi á hverju ári frá 2017 fyrir notkun kemískra efna eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum,“ segir Ingólfur.
Fiskeldi Alþingi Umhverfismál Dýr Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira