Segja eldisfyrirtækin sýna lögum fullkomna fyrirlitningu Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2020 15:45 Myndin sýnir sjóbirting sem lenti í lúsageri á leið til heimkynna sinna við Lofoten í Norður Noregi. Fiskur sem fær slíkan fjölda af lús á sig á mjög takmarkaða möguleika á að lifa af. Redd Villaksen - norsk náttúruverndarsamtök „Laxalús hefur haft skelfileg áhrif á villta laxastofna og sjóbirting. Við Noreg er staðan sú að 80 prósent sjóbirtingsstofna hefur skaðast vegna lúsafársins frá sjókvíunum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Íslenska náttúruverndarsjóðsins, The Icelandic Wildlife Fund. Fiskeldisfyrirtæki skila ekki inn lögskipuðum skýrslum Samtökin hafa nú sent frá sér harðorða tilkynningu þar sem segir að samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í fiskeldi ekki síðar en 20 dögum eftir að vöktunarskýrsla berst. Engin slík skýrsla hefur hins vegar birst á vef MAST á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því reglugerðin var sett. Samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í...Posted by Icelandic Wildlife Fund on Mánudagur, 28. september 2020 „Við hjá IWF sendum því MAST fyrirspurn og báðum um skýringar. Samkvæmt svari MAST var óskað eftir þessum vöktunarskýrslum frá fiskeldisfyrirtækjunum í júní en án árangurs,“ segir á Facebooksíðu samtakanna. Og vitnar beint í svör sem þeim hafa borist við fyrirspurnum sínum frá MAST: „Enn hefur enginn rekstraraðili í fiskeldi skilað inn gögnum á grundvelli 19. gr.b laga um fiskeldi. Matvælastofnun hefur ítrekað beiðni um skyldubundinn gögn og mun grípa til viðeigandi stjórnsýsluúrræða ef ástæða er til.“ Lúsager frá sjókvíaeldinu Á það er bent að reglugerðin um snýkjudýravöktunina byggi á lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2019 og tóku gildi 1. janúar 2020. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa því haft rúman tíma til að undirbúa sig. Ingólfur Ásgeirsson segir eldisfyrirtækin sýna fullkomna fyrirlitningu gagnvart lögum. „Fyrirlitning þessara fyrirtækja á lögum og reglum landsins virðist vera algjör. Lögin sem voru samþykkt í fyrra voru skref í áttina að því að auka aðhald með sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Þau hafa þetta aðhald hins vegar að engu með því að sinna ekki lögbundinni upplýsingagjöf til MAST,“ segir Ingólfur. Erlendar rannsóknir sýni að lúsin leggst þungt á lax. Sérstaklega er ungviði villta fisksins hætta búin en það stráfellur þegar það lendir í lúsageri frá sjókvíaeldinu. „Þessar hörmulegu skuggahliðar sjókvíaeldsins hafa ekki fengið verðskuldaða athygli hér þrátt fyrir að MAST hafi gefið leyfi á hverju ári frá 2017 fyrir notkun kemískra efna eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum,“ segir Ingólfur. Fiskeldi Alþingi Umhverfismál Dýr Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
„Laxalús hefur haft skelfileg áhrif á villta laxastofna og sjóbirting. Við Noreg er staðan sú að 80 prósent sjóbirtingsstofna hefur skaðast vegna lúsafársins frá sjókvíunum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Íslenska náttúruverndarsjóðsins, The Icelandic Wildlife Fund. Fiskeldisfyrirtæki skila ekki inn lögskipuðum skýrslum Samtökin hafa nú sent frá sér harðorða tilkynningu þar sem segir að samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í fiskeldi ekki síðar en 20 dögum eftir að vöktunarskýrsla berst. Engin slík skýrsla hefur hins vegar birst á vef MAST á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því reglugerðin var sett. Samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti í maí skal MAST birta niðurstöður vöktunar á viðkomu sníkjudýra í...Posted by Icelandic Wildlife Fund on Mánudagur, 28. september 2020 „Við hjá IWF sendum því MAST fyrirspurn og báðum um skýringar. Samkvæmt svari MAST var óskað eftir þessum vöktunarskýrslum frá fiskeldisfyrirtækjunum í júní en án árangurs,“ segir á Facebooksíðu samtakanna. Og vitnar beint í svör sem þeim hafa borist við fyrirspurnum sínum frá MAST: „Enn hefur enginn rekstraraðili í fiskeldi skilað inn gögnum á grundvelli 19. gr.b laga um fiskeldi. Matvælastofnun hefur ítrekað beiðni um skyldubundinn gögn og mun grípa til viðeigandi stjórnsýsluúrræða ef ástæða er til.“ Lúsager frá sjókvíaeldinu Á það er bent að reglugerðin um snýkjudýravöktunina byggi á lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2019 og tóku gildi 1. janúar 2020. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa því haft rúman tíma til að undirbúa sig. Ingólfur Ásgeirsson segir eldisfyrirtækin sýna fullkomna fyrirlitningu gagnvart lögum. „Fyrirlitning þessara fyrirtækja á lögum og reglum landsins virðist vera algjör. Lögin sem voru samþykkt í fyrra voru skref í áttina að því að auka aðhald með sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Þau hafa þetta aðhald hins vegar að engu með því að sinna ekki lögbundinni upplýsingagjöf til MAST,“ segir Ingólfur. Erlendar rannsóknir sýni að lúsin leggst þungt á lax. Sérstaklega er ungviði villta fisksins hætta búin en það stráfellur þegar það lendir í lúsageri frá sjókvíaeldinu. „Þessar hörmulegu skuggahliðar sjókvíaeldsins hafa ekki fengið verðskuldaða athygli hér þrátt fyrir að MAST hafi gefið leyfi á hverju ári frá 2017 fyrir notkun kemískra efna eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum,“ segir Ingólfur.
Fiskeldi Alþingi Umhverfismál Dýr Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira