Smáhús fyrir heimilislausa komin í Gufunes: „Þetta er ekki hættulegra fólk en við hin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2020 11:55 Eitt smáhúsanna sem búið er að koma fyrir í Gufunesi. reykjavíkurborg Ef áætlanir ganga eftir geta fyrstu íbúar smáhúsa í Gufunesi flutt inn í nóvember en húsin eru ætluð heimilislausu fólki. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heimilisleysi skaðlegt, ekki aðeins fyrir einstaklinginn sem er heimilislaus, heldur einnig fjölskyldu hans, vini og samfélagið allt. Nú reyni á að samfélagið sýni hvernig komið sé fram við þá sem eigi erfiðast í samfélaginu en heimilislausir séu einmitt sá hópur sem eigi einna erfiðast. Heiða Björg ræddi um smáhúsin í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en fyrir helgi var greint frá því á vef Reykjavíkurborgar að fyrstu húsin hefðu verið sett niður í Gufunesi. Á næstu árum er áætlað að í heild rísi tuttugu smáhýsi fyrir heimilislausa í borginni á sjö mismunandi stöðum, meðal annars í Laugardal og miðborginni. Heiða Björg segir húsin vera um 30 fermetra að stærð og að það sé ekki flókið að koma þeim fyrir á sínum stað. Þá séu þau færanleg og því þarf ekki svo að vera að þar sem þeim sé komið fyrir núna sé varanleg staðsetning til áratuga. Leigan verður hófleg. Smáhúsin eru hugsuð fyrir einstaklinga og mögulega pör að sögn Heiðu Bjargar. „Það er ekki þannig að þú þurfir að deila heimili með neinum. Hugsunin er að þarna getur þú eignast þitt eigið heimili, setja nafn þitt á hurðina, fá til þín póst og borga þína leigu og fá til þess stuðning sem þú þarft til þess að halda heimili og læra í raun og veru bara aftur að ganga um og sjá um að allt sé í lagi og það er bara flóknara fyrir marga en maður getur ímyndað sér.“ Um 80 manns sem eru heimilislausir bíða enn eftir að komast í viðeigandi úrræði. Heiða Björg segir vandann mikinn og margir vilji gjarnan fá að leigja svona hús. Það verði hins vegar líka að huga að umhverfinu, hvaðan viðkomandi kemur og annað slíkt. „Þetta verður vandasamt en það verður vandað til verka,“ segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Hafa því miður orðið vör við mótmæli íbúa Aðspurð um mótmæli frá íbúum þeirra hverfa þar sem smáhúsin verða segir Heiða Björg: „Já, við höfum því miður orðið vör við þó nokkuð mikil mótmæli. Það er kannski skiljanlegt að mörgu leyti, fólk þekkir þetta ekki og veit ekki hvað þarna er á ferðinni. Við erum alltaf of hrædd við allt sem við þekkjum ekki. Fólk hefur talað um „not in my backyard“ eða NIMBY-isma í því. Eflaust eru einhverjir þar staddir, vilja bara að allt sé gert fyrir alla en ekki nálægt sér því það er óþægilegt.“ Þá segist hún telja að flestir þekki ekki hversu fjölbreyttur hópur heimilislausir eru. „Þú sérð ekkert endilega utan á fólki úti á götu hver er heimilislaus og hver ekki. Þetta er ekki hættulegra fólk en við hin. Þetta er bara fólk sem hefur misst fótanna í lífi sínu og þarf að fá stað til þess að búa á og ég held að þegar við verðum búin að koma þessum húsum og fólk verður farið að búa í þeim þá vona ég bara að þau fái að vera þarna og vera í friði,“ segir Heiða Björg. Um skaðaminnkandi úrræði sé að ræða þar sem heimilisleysi sé skaðlegt. „Það er ekki bara skaðlegt fyrir einstaklinginn sem er heimilislaus. Það er skaðlegt fyrir fjölskylduna hans, vini og bara fyrir samfélagið allt. Ég held að við sem samfélagið, það reynir á að við sýnum hvernig samfélag við erum og hvernig við komum fram við þá sem hefur það erfiðast í okkar samfélagi og þetta er sá hópur sem hefur það einna erfiðast og ég held að við eigum að standa með þeim.“ Félagsmál Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Ef áætlanir ganga eftir geta fyrstu íbúar smáhúsa í Gufunesi flutt inn í nóvember en húsin eru ætluð heimilislausu fólki. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heimilisleysi skaðlegt, ekki aðeins fyrir einstaklinginn sem er heimilislaus, heldur einnig fjölskyldu hans, vini og samfélagið allt. Nú reyni á að samfélagið sýni hvernig komið sé fram við þá sem eigi erfiðast í samfélaginu en heimilislausir séu einmitt sá hópur sem eigi einna erfiðast. Heiða Björg ræddi um smáhúsin í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en fyrir helgi var greint frá því á vef Reykjavíkurborgar að fyrstu húsin hefðu verið sett niður í Gufunesi. Á næstu árum er áætlað að í heild rísi tuttugu smáhýsi fyrir heimilislausa í borginni á sjö mismunandi stöðum, meðal annars í Laugardal og miðborginni. Heiða Björg segir húsin vera um 30 fermetra að stærð og að það sé ekki flókið að koma þeim fyrir á sínum stað. Þá séu þau færanleg og því þarf ekki svo að vera að þar sem þeim sé komið fyrir núna sé varanleg staðsetning til áratuga. Leigan verður hófleg. Smáhúsin eru hugsuð fyrir einstaklinga og mögulega pör að sögn Heiðu Bjargar. „Það er ekki þannig að þú þurfir að deila heimili með neinum. Hugsunin er að þarna getur þú eignast þitt eigið heimili, setja nafn þitt á hurðina, fá til þín póst og borga þína leigu og fá til þess stuðning sem þú þarft til þess að halda heimili og læra í raun og veru bara aftur að ganga um og sjá um að allt sé í lagi og það er bara flóknara fyrir marga en maður getur ímyndað sér.“ Um 80 manns sem eru heimilislausir bíða enn eftir að komast í viðeigandi úrræði. Heiða Björg segir vandann mikinn og margir vilji gjarnan fá að leigja svona hús. Það verði hins vegar líka að huga að umhverfinu, hvaðan viðkomandi kemur og annað slíkt. „Þetta verður vandasamt en það verður vandað til verka,“ segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Hafa því miður orðið vör við mótmæli íbúa Aðspurð um mótmæli frá íbúum þeirra hverfa þar sem smáhúsin verða segir Heiða Björg: „Já, við höfum því miður orðið vör við þó nokkuð mikil mótmæli. Það er kannski skiljanlegt að mörgu leyti, fólk þekkir þetta ekki og veit ekki hvað þarna er á ferðinni. Við erum alltaf of hrædd við allt sem við þekkjum ekki. Fólk hefur talað um „not in my backyard“ eða NIMBY-isma í því. Eflaust eru einhverjir þar staddir, vilja bara að allt sé gert fyrir alla en ekki nálægt sér því það er óþægilegt.“ Þá segist hún telja að flestir þekki ekki hversu fjölbreyttur hópur heimilislausir eru. „Þú sérð ekkert endilega utan á fólki úti á götu hver er heimilislaus og hver ekki. Þetta er ekki hættulegra fólk en við hin. Þetta er bara fólk sem hefur misst fótanna í lífi sínu og þarf að fá stað til þess að búa á og ég held að þegar við verðum búin að koma þessum húsum og fólk verður farið að búa í þeim þá vona ég bara að þau fái að vera þarna og vera í friði,“ segir Heiða Björg. Um skaðaminnkandi úrræði sé að ræða þar sem heimilisleysi sé skaðlegt. „Það er ekki bara skaðlegt fyrir einstaklinginn sem er heimilislaus. Það er skaðlegt fyrir fjölskylduna hans, vini og bara fyrir samfélagið allt. Ég held að við sem samfélagið, það reynir á að við sýnum hvernig samfélag við erum og hvernig við komum fram við þá sem hefur það erfiðast í okkar samfélagi og þetta er sá hópur sem hefur það einna erfiðast og ég held að við eigum að standa með þeim.“
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira