Smáhús fyrir heimilislausa komin í Gufunes: „Þetta er ekki hættulegra fólk en við hin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2020 11:55 Eitt smáhúsanna sem búið er að koma fyrir í Gufunesi. reykjavíkurborg Ef áætlanir ganga eftir geta fyrstu íbúar smáhúsa í Gufunesi flutt inn í nóvember en húsin eru ætluð heimilislausu fólki. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heimilisleysi skaðlegt, ekki aðeins fyrir einstaklinginn sem er heimilislaus, heldur einnig fjölskyldu hans, vini og samfélagið allt. Nú reyni á að samfélagið sýni hvernig komið sé fram við þá sem eigi erfiðast í samfélaginu en heimilislausir séu einmitt sá hópur sem eigi einna erfiðast. Heiða Björg ræddi um smáhúsin í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en fyrir helgi var greint frá því á vef Reykjavíkurborgar að fyrstu húsin hefðu verið sett niður í Gufunesi. Á næstu árum er áætlað að í heild rísi tuttugu smáhýsi fyrir heimilislausa í borginni á sjö mismunandi stöðum, meðal annars í Laugardal og miðborginni. Heiða Björg segir húsin vera um 30 fermetra að stærð og að það sé ekki flókið að koma þeim fyrir á sínum stað. Þá séu þau færanleg og því þarf ekki svo að vera að þar sem þeim sé komið fyrir núna sé varanleg staðsetning til áratuga. Leigan verður hófleg. Smáhúsin eru hugsuð fyrir einstaklinga og mögulega pör að sögn Heiðu Bjargar. „Það er ekki þannig að þú þurfir að deila heimili með neinum. Hugsunin er að þarna getur þú eignast þitt eigið heimili, setja nafn þitt á hurðina, fá til þín póst og borga þína leigu og fá til þess stuðning sem þú þarft til þess að halda heimili og læra í raun og veru bara aftur að ganga um og sjá um að allt sé í lagi og það er bara flóknara fyrir marga en maður getur ímyndað sér.“ Um 80 manns sem eru heimilislausir bíða enn eftir að komast í viðeigandi úrræði. Heiða Björg segir vandann mikinn og margir vilji gjarnan fá að leigja svona hús. Það verði hins vegar líka að huga að umhverfinu, hvaðan viðkomandi kemur og annað slíkt. „Þetta verður vandasamt en það verður vandað til verka,“ segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Hafa því miður orðið vör við mótmæli íbúa Aðspurð um mótmæli frá íbúum þeirra hverfa þar sem smáhúsin verða segir Heiða Björg: „Já, við höfum því miður orðið vör við þó nokkuð mikil mótmæli. Það er kannski skiljanlegt að mörgu leyti, fólk þekkir þetta ekki og veit ekki hvað þarna er á ferðinni. Við erum alltaf of hrædd við allt sem við þekkjum ekki. Fólk hefur talað um „not in my backyard“ eða NIMBY-isma í því. Eflaust eru einhverjir þar staddir, vilja bara að allt sé gert fyrir alla en ekki nálægt sér því það er óþægilegt.“ Þá segist hún telja að flestir þekki ekki hversu fjölbreyttur hópur heimilislausir eru. „Þú sérð ekkert endilega utan á fólki úti á götu hver er heimilislaus og hver ekki. Þetta er ekki hættulegra fólk en við hin. Þetta er bara fólk sem hefur misst fótanna í lífi sínu og þarf að fá stað til þess að búa á og ég held að þegar við verðum búin að koma þessum húsum og fólk verður farið að búa í þeim þá vona ég bara að þau fái að vera þarna og vera í friði,“ segir Heiða Björg. Um skaðaminnkandi úrræði sé að ræða þar sem heimilisleysi sé skaðlegt. „Það er ekki bara skaðlegt fyrir einstaklinginn sem er heimilislaus. Það er skaðlegt fyrir fjölskylduna hans, vini og bara fyrir samfélagið allt. Ég held að við sem samfélagið, það reynir á að við sýnum hvernig samfélag við erum og hvernig við komum fram við þá sem hefur það erfiðast í okkar samfélagi og þetta er sá hópur sem hefur það einna erfiðast og ég held að við eigum að standa með þeim.“ Félagsmál Reykjavík Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira
Ef áætlanir ganga eftir geta fyrstu íbúar smáhúsa í Gufunesi flutt inn í nóvember en húsin eru ætluð heimilislausu fólki. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heimilisleysi skaðlegt, ekki aðeins fyrir einstaklinginn sem er heimilislaus, heldur einnig fjölskyldu hans, vini og samfélagið allt. Nú reyni á að samfélagið sýni hvernig komið sé fram við þá sem eigi erfiðast í samfélaginu en heimilislausir séu einmitt sá hópur sem eigi einna erfiðast. Heiða Björg ræddi um smáhúsin í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en fyrir helgi var greint frá því á vef Reykjavíkurborgar að fyrstu húsin hefðu verið sett niður í Gufunesi. Á næstu árum er áætlað að í heild rísi tuttugu smáhýsi fyrir heimilislausa í borginni á sjö mismunandi stöðum, meðal annars í Laugardal og miðborginni. Heiða Björg segir húsin vera um 30 fermetra að stærð og að það sé ekki flókið að koma þeim fyrir á sínum stað. Þá séu þau færanleg og því þarf ekki svo að vera að þar sem þeim sé komið fyrir núna sé varanleg staðsetning til áratuga. Leigan verður hófleg. Smáhúsin eru hugsuð fyrir einstaklinga og mögulega pör að sögn Heiðu Bjargar. „Það er ekki þannig að þú þurfir að deila heimili með neinum. Hugsunin er að þarna getur þú eignast þitt eigið heimili, setja nafn þitt á hurðina, fá til þín póst og borga þína leigu og fá til þess stuðning sem þú þarft til þess að halda heimili og læra í raun og veru bara aftur að ganga um og sjá um að allt sé í lagi og það er bara flóknara fyrir marga en maður getur ímyndað sér.“ Um 80 manns sem eru heimilislausir bíða enn eftir að komast í viðeigandi úrræði. Heiða Björg segir vandann mikinn og margir vilji gjarnan fá að leigja svona hús. Það verði hins vegar líka að huga að umhverfinu, hvaðan viðkomandi kemur og annað slíkt. „Þetta verður vandasamt en það verður vandað til verka,“ segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Hafa því miður orðið vör við mótmæli íbúa Aðspurð um mótmæli frá íbúum þeirra hverfa þar sem smáhúsin verða segir Heiða Björg: „Já, við höfum því miður orðið vör við þó nokkuð mikil mótmæli. Það er kannski skiljanlegt að mörgu leyti, fólk þekkir þetta ekki og veit ekki hvað þarna er á ferðinni. Við erum alltaf of hrædd við allt sem við þekkjum ekki. Fólk hefur talað um „not in my backyard“ eða NIMBY-isma í því. Eflaust eru einhverjir þar staddir, vilja bara að allt sé gert fyrir alla en ekki nálægt sér því það er óþægilegt.“ Þá segist hún telja að flestir þekki ekki hversu fjölbreyttur hópur heimilislausir eru. „Þú sérð ekkert endilega utan á fólki úti á götu hver er heimilislaus og hver ekki. Þetta er ekki hættulegra fólk en við hin. Þetta er bara fólk sem hefur misst fótanna í lífi sínu og þarf að fá stað til þess að búa á og ég held að þegar við verðum búin að koma þessum húsum og fólk verður farið að búa í þeim þá vona ég bara að þau fái að vera þarna og vera í friði,“ segir Heiða Björg. Um skaðaminnkandi úrræði sé að ræða þar sem heimilisleysi sé skaðlegt. „Það er ekki bara skaðlegt fyrir einstaklinginn sem er heimilislaus. Það er skaðlegt fyrir fjölskylduna hans, vini og bara fyrir samfélagið allt. Ég held að við sem samfélagið, það reynir á að við sýnum hvernig samfélag við erum og hvernig við komum fram við þá sem hefur það erfiðast í okkar samfélagi og þetta er sá hópur sem hefur það einna erfiðast og ég held að við eigum að standa með þeim.“
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira