Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Sunna Símonardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skrifa 28. september 2020 10:30 Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Löggjöfin skilaði sér í mikilli nýtingu feðra á fæðingarorlofi því þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan óframseljanlegan rétt þá nýta þeir hann. Engu að síður er það svo að mæður nota oftar allan sinn sjálfstæða rétt og í flestum tilvikum einnig nær allan sameiginlegan rétt þannig að fæðingarorlofstaka þeirra er mun lengri en feðra. Nýleg greining sýnir þannig fram á að Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Fyrir þessu eru margar ástæður; kynbundinn launamunur, samfélagslegur þrýstingur og ekki síður gamaldags og hamlandi hugmyndir um foreldrahlutverkið. „Valfrelsi” foreldra um nýtingu orlofs mun ekki stuðla að jafnrétti, því er nauðsynlegt að feður öðlist lengri sjálfstæðan rétt til töku fæðingarorlofs. Feður vilja lengra fæðingarorlof Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um fæðingarorlof kom fram að 70% feðra og mæðra á Norðurlöndunum telja að orlofinu eigi að vera skipt jafnt. Rannsóknir á Íslandi, sem og á hinum Norðurlöndunum, sýna að feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það og fæðingarorlof feðra dregur enn fremur úr tíðni skilnaða og hefur jákvæð áhrif á líðan barna. Sérstakt feðraorlof hefur reynst skilvirkasta leiðin svo karlar verði lengur heima með ungbörnin sín og það hefur svo áhrif á venjur og viðhorf á vinnumarkaði sem og innan fjölskyldunnar. Eyrnamerkt feðraorlof er því lykillinn til að stuðla að jafnri ábyrgð foreldra á umönnun barna, heimilisstörfum og jafnrétti á vinnumarkaði. Dauðafæri til framtíðar Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögunum þar sem réttur foreldra til orlofs er jafn. Það er eðlileg krafa í jafnréttisamfélagi að löggjöf um fæðingarorlof geri ráð fyrir því að feður jafnt sem mæður sinni börnum sínum. Við eigum ekki að smíða löggjöf um það hvernig hlutirnir eru eða hafa verið, heldur hvernig er eðlilegt og réttlátt að þeir séu. Verkaskipting foreldra í uppeldi og umönnun hefur áhrif á alla þætti samfélagsins og skapar ólík hlutverk fyrir konur og karla sem hefur síðan áhrif á samfélagsþátttöku, atvinnuþátttöku og byrði innan heimilisins og svo ótalmargt fleira. Þetta er grundvöllur margskonar ójafnréttis og íþyngjandi kynhlutverka. Löggjöfin þarf að hafa svigrúm þegar sannarlega er aðeins um eitt foreldri að ræða en annars á hún að byggja á þeirri einföldu hugmynd að feður og mæður njóti jafnréttis en sé ekki kerfisbundið mismunað. Það er best fyrir börnin og okkur öll, til skemmri og lengri tíma litið. Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Jafnréttismál Sunna Símonardóttir Þorsteinn V. Einarsson Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Löggjöfin skilaði sér í mikilli nýtingu feðra á fæðingarorlofi því þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan óframseljanlegan rétt þá nýta þeir hann. Engu að síður er það svo að mæður nota oftar allan sinn sjálfstæða rétt og í flestum tilvikum einnig nær allan sameiginlegan rétt þannig að fæðingarorlofstaka þeirra er mun lengri en feðra. Nýleg greining sýnir þannig fram á að Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Fyrir þessu eru margar ástæður; kynbundinn launamunur, samfélagslegur þrýstingur og ekki síður gamaldags og hamlandi hugmyndir um foreldrahlutverkið. „Valfrelsi” foreldra um nýtingu orlofs mun ekki stuðla að jafnrétti, því er nauðsynlegt að feður öðlist lengri sjálfstæðan rétt til töku fæðingarorlofs. Feður vilja lengra fæðingarorlof Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um fæðingarorlof kom fram að 70% feðra og mæðra á Norðurlöndunum telja að orlofinu eigi að vera skipt jafnt. Rannsóknir á Íslandi, sem og á hinum Norðurlöndunum, sýna að feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það og fæðingarorlof feðra dregur enn fremur úr tíðni skilnaða og hefur jákvæð áhrif á líðan barna. Sérstakt feðraorlof hefur reynst skilvirkasta leiðin svo karlar verði lengur heima með ungbörnin sín og það hefur svo áhrif á venjur og viðhorf á vinnumarkaði sem og innan fjölskyldunnar. Eyrnamerkt feðraorlof er því lykillinn til að stuðla að jafnri ábyrgð foreldra á umönnun barna, heimilisstörfum og jafnrétti á vinnumarkaði. Dauðafæri til framtíðar Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögunum þar sem réttur foreldra til orlofs er jafn. Það er eðlileg krafa í jafnréttisamfélagi að löggjöf um fæðingarorlof geri ráð fyrir því að feður jafnt sem mæður sinni börnum sínum. Við eigum ekki að smíða löggjöf um það hvernig hlutirnir eru eða hafa verið, heldur hvernig er eðlilegt og réttlátt að þeir séu. Verkaskipting foreldra í uppeldi og umönnun hefur áhrif á alla þætti samfélagsins og skapar ólík hlutverk fyrir konur og karla sem hefur síðan áhrif á samfélagsþátttöku, atvinnuþátttöku og byrði innan heimilisins og svo ótalmargt fleira. Þetta er grundvöllur margskonar ójafnréttis og íþyngjandi kynhlutverka. Löggjöfin þarf að hafa svigrúm þegar sannarlega er aðeins um eitt foreldri að ræða en annars á hún að byggja á þeirri einföldu hugmynd að feður og mæður njóti jafnréttis en sé ekki kerfisbundið mismunað. Það er best fyrir börnin og okkur öll, til skemmri og lengri tíma litið. Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun