Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2020 21:42 Barrett með Trump forseta við Hvíta húsið í gær. AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Roe gegn Wade er sá dómur sem hefur gefið hvað mest fordæmi fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Amy Coney Barrett, sem Trump tilnefni til Hæstaréttar í gær, hefur ítrekað dæmt þannig í þungunarrofsmálum að aðgengi að þeim hefur verið gert minna. Trump sagðist ekki hafa rætt þungunarrofsmál við Barrett áður en hann tilnefndi hana til dómsins en hann sagði að Barrett hefði sannarlega íhaldssamar skoðanir. Barrett kemur til með að taka sæti Ruth Bader Ginsburg, sem lést 18. september síðastliðinn og var mikil kvenréttindabaráttukona, en Barrett mun þurfa að vera kjörin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Demókratar og kvenréttindabaráttufólk hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar skipunar Barrett, en hún er talin mjög íhaldssöm, og telja margir frjálslyndir að Barrett muni stuðla að því að dómurinn Roe gegn Wade verði afnuminn en hann lögleiddi þungunarrof í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt að þungunarrof verði til mikillar umræðu vegna tilnefningar Barrett Verði tilnefning Barretts staðfest af öldungadeildinni verður hún sjötti íhaldssami dómarinn í Hæstarétti á móti þremur frjálslyndum. Hafa margir bent á að það geti orðið til þess að hugmyndafræði baki dómum næstu áratuga breytist. Trump sagðist hins vegar ekki vera viss um hvernig Barrett myndi kjósa um málið yrði það tekið upp af Hæstarétti að nýju. „Ég er fyrst og fremst að leita að einhverjum sem túlkar stjórnarskrána eins og hún var skrifuð. Hún er mjög ákveðin hvað það varðar,“ sagði Trump í viðtali í umræðuþættinum Fox & Friends í dag. Dómararnir við Hæstarétt Bandaríkjanna eru skipaðir til æviloka og geta dómar þeirra haft áhrif á opinbera stefnu stjórnvalda á flestum sviðum, svo sem skotvopnalöggjöf og þungunarrofslöggjöf. Barrett er þriðji dómarinn sem Trump tilnefnir til Hæstaréttar, en hann skipaði Neil Gorsuch árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Mikil umræða um afstöðu Gorsuch og Kavanaugh til þungunarrofs myndaðist við yfirheyrslur þeirra hjá öldungadeildinni áður en atkvæði voru greidd um tilnefningu þeirra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Roe gegn Wade er sá dómur sem hefur gefið hvað mest fordæmi fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Amy Coney Barrett, sem Trump tilnefni til Hæstaréttar í gær, hefur ítrekað dæmt þannig í þungunarrofsmálum að aðgengi að þeim hefur verið gert minna. Trump sagðist ekki hafa rætt þungunarrofsmál við Barrett áður en hann tilnefndi hana til dómsins en hann sagði að Barrett hefði sannarlega íhaldssamar skoðanir. Barrett kemur til með að taka sæti Ruth Bader Ginsburg, sem lést 18. september síðastliðinn og var mikil kvenréttindabaráttukona, en Barrett mun þurfa að vera kjörin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Demókratar og kvenréttindabaráttufólk hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar skipunar Barrett, en hún er talin mjög íhaldssöm, og telja margir frjálslyndir að Barrett muni stuðla að því að dómurinn Roe gegn Wade verði afnuminn en hann lögleiddi þungunarrof í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt að þungunarrof verði til mikillar umræðu vegna tilnefningar Barrett Verði tilnefning Barretts staðfest af öldungadeildinni verður hún sjötti íhaldssami dómarinn í Hæstarétti á móti þremur frjálslyndum. Hafa margir bent á að það geti orðið til þess að hugmyndafræði baki dómum næstu áratuga breytist. Trump sagðist hins vegar ekki vera viss um hvernig Barrett myndi kjósa um málið yrði það tekið upp af Hæstarétti að nýju. „Ég er fyrst og fremst að leita að einhverjum sem túlkar stjórnarskrána eins og hún var skrifuð. Hún er mjög ákveðin hvað það varðar,“ sagði Trump í viðtali í umræðuþættinum Fox & Friends í dag. Dómararnir við Hæstarétt Bandaríkjanna eru skipaðir til æviloka og geta dómar þeirra haft áhrif á opinbera stefnu stjórnvalda á flestum sviðum, svo sem skotvopnalöggjöf og þungunarrofslöggjöf. Barrett er þriðji dómarinn sem Trump tilnefnir til Hæstaréttar, en hann skipaði Neil Gorsuch árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Mikil umræða um afstöðu Gorsuch og Kavanaugh til þungunarrofs myndaðist við yfirheyrslur þeirra hjá öldungadeildinni áður en atkvæði voru greidd um tilnefningu þeirra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira