Til að lið okkar þroskist þurfum við að fækka mistökum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. september 2020 16:46 Arnar Gunnlaugsson var sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld þó liðið sé enn í leit að sínum fyrsta sigri síðan það lagði ÍA á heimavelli þann 19. júlí Vísir/Bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, var mjög sáttur með spilamennsku sinna manna er liðið náði 2-2 jafntefli gegn ÍA á Akranesi í dag. Honum fannst lið sitt spila frábærlega, sérstaklega í ljósi þess að það vantaði fjölda sterkra leikmanna í raðir Víkinga í dag. Víkingar voru án Davíðs Örn Atlasonar, Kára Árnasonar, Nikolaj Hansen og Helga Guðjónssonar. Þá er Óttar Magnús Karlsson – þeirra helsti markaskorari – farinn til Venezia á Ítalíu. Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliði Víkings í dag en fyrirliðinn fór af velli í dag og undir öðrum kringumstæðum hefði hann aldrei átt að spila leikinn. „Ótrúlega ánægður með strákana. Vorum mjög laskaðir í aðdraganda leiksins og í leiknum sjálfum en vorum frábærir í dag. Veit ekki hvað við vorum mikið með boltann í leiknum og hver sóknin á fætur annarri dundi á Skagavörninni þó við höfum ekki fengið nein teljandi færi. Held að Skaginn hafi komist 2-3 fram yfir miðju allan leikinn en þeir voru samt hættulegir. Eru með Tryggva Hrafn [Haraldsson] frammi, einn af betri leikmönnum deildarinnar. Fyrsta markið var samt slysalegt – sem við fengum á okkur – en jöfnuðum strax og komumst yfir. Annað markið, veit ekki hvort það var víti eða ekki víti, það bara skiptir ekki máli – ég var rosalega ánægður með strákana. Mikið af ungum strákum að spila – úr stöðum líka – meina við vorum ekki með framlínu. Kristall Máni Ingason var þarna frammi, 1.50 á hæð að reyna kljást við Marcus [Johansson] í skallaboltum, það var bara geggjað og mjög flottur leikur hjá okkur,“ sagði stuttorður Arnar að venju aðspurður hvernig sér liði eftir leik. „Fyrra markið var klaufalegt, maður þarf að sjá þessi mörk aftur til að sjá hvað gerðist. Strákarnir tala um að brotið [í vítaspyrnunni sem ÍA fékk] hafi verið aðeins fyrir utan teig en Tryggvi Hrafn gerði þetta mjög vel,“ sagði Arnar um mörk Skagamanna í dag. „Upplegg Skagamanna – eins og flestra liða gegn okkur í sumar – var að bíða eftir mistökum frá okkur. Til þess að liðið okkar þroskist þurfum við að fækka mistökum. Mér finnst auðveldara að þjálfa lið sem er komið þetta langt í að vera góðir á bolta að fækka mistökum. Það hljómar svo einfalt en kannski er það flóknara en það hljómar. Þegar liðið gerir mistök er tvennt sem kemur til greina; Að breyta um leikmenn eða kenna þeim leikmönnum sem fyrir eru að fækka mistökunum. Það er sú leið sem við höfum ákveðið að fara enda eru þetta mjög flottir fótboltamenn sem eru á mjög góðri leið sama hvað gagnrýnendur tauta og raula. Það hefur samt verið dragbítur hjá okkur í sumar að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum og svo fáránleg mörk eins og fyrra mark Skagamanna hér í dag.“ „Hrikalega ánægður fyrir hans hönd, hann hefði getað gert þrjú mörk í dag og ég gæti ekki verið ánægðir fyrir hans hönd. Ég er búinn að segja honum í marga mánuði að hann sé Pepsi Max leikmaður, hann hefur ef til vill ekki alltaf trúað því en hann trúir því í dag,“ sagði Arnar um frammistöðu Halldórs Jóns Sigurðar Þórðarsonar. Ágúst Eðvald Hlynsson fékk einnig hrós frá þjálfara sínum. „Hann var frábær á boltanum og vildi fá boltann, skapa usla og búa til færi. Drengurinn skilar sér alltaf í færi, hann er búinn að vera óheppinn í sumar í mörgum færunum en þetta er það sem hann þarf að gera. Munurinn á honum frá því í fyrra sem leikmaður er frábær að sjá.“ „Þetta er það. Þú vilt fá smá hlé á milli. Sölvi Geir [Ottesen] var bara stríðsmaður í dag, hann átti aldrei að spila þennan leik og fer á hjólastól heim örugglega. Það fer samt allt eftir hvernig leikmannahópurinn er og hvernig liðinu gengur. Fyrir Val, FH og þessi lið sem eru á góðri siglingu þá kemur adrenalínið og jákvæðnin inn við það að vinna leiki. Ef þú ert með lið sem vinnur ekki leiki og er ofan á það laskað þá verður þetta erfitt,“ sagði Arnar að lokum aðspurður hvort það væri til of mikils ætlast af liðum deildarinnar að spila tvo til þrjá leiki á viku. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍA - Víkingur 2-2 | Víkingar enn án sigurs Víkingar eru enn að leita að sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla síðan þeir unnu Skagamenn á heimavelli þann 19. júlí. Lokatölur 2-2 í rigningunni á Akranesi í dag. 27. september 2020 15:50 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, var mjög sáttur með spilamennsku sinna manna er liðið náði 2-2 jafntefli gegn ÍA á Akranesi í dag. Honum fannst lið sitt spila frábærlega, sérstaklega í ljósi þess að það vantaði fjölda sterkra leikmanna í raðir Víkinga í dag. Víkingar voru án Davíðs Örn Atlasonar, Kára Árnasonar, Nikolaj Hansen og Helga Guðjónssonar. Þá er Óttar Magnús Karlsson – þeirra helsti markaskorari – farinn til Venezia á Ítalíu. Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliði Víkings í dag en fyrirliðinn fór af velli í dag og undir öðrum kringumstæðum hefði hann aldrei átt að spila leikinn. „Ótrúlega ánægður með strákana. Vorum mjög laskaðir í aðdraganda leiksins og í leiknum sjálfum en vorum frábærir í dag. Veit ekki hvað við vorum mikið með boltann í leiknum og hver sóknin á fætur annarri dundi á Skagavörninni þó við höfum ekki fengið nein teljandi færi. Held að Skaginn hafi komist 2-3 fram yfir miðju allan leikinn en þeir voru samt hættulegir. Eru með Tryggva Hrafn [Haraldsson] frammi, einn af betri leikmönnum deildarinnar. Fyrsta markið var samt slysalegt – sem við fengum á okkur – en jöfnuðum strax og komumst yfir. Annað markið, veit ekki hvort það var víti eða ekki víti, það bara skiptir ekki máli – ég var rosalega ánægður með strákana. Mikið af ungum strákum að spila – úr stöðum líka – meina við vorum ekki með framlínu. Kristall Máni Ingason var þarna frammi, 1.50 á hæð að reyna kljást við Marcus [Johansson] í skallaboltum, það var bara geggjað og mjög flottur leikur hjá okkur,“ sagði stuttorður Arnar að venju aðspurður hvernig sér liði eftir leik. „Fyrra markið var klaufalegt, maður þarf að sjá þessi mörk aftur til að sjá hvað gerðist. Strákarnir tala um að brotið [í vítaspyrnunni sem ÍA fékk] hafi verið aðeins fyrir utan teig en Tryggvi Hrafn gerði þetta mjög vel,“ sagði Arnar um mörk Skagamanna í dag. „Upplegg Skagamanna – eins og flestra liða gegn okkur í sumar – var að bíða eftir mistökum frá okkur. Til þess að liðið okkar þroskist þurfum við að fækka mistökum. Mér finnst auðveldara að þjálfa lið sem er komið þetta langt í að vera góðir á bolta að fækka mistökum. Það hljómar svo einfalt en kannski er það flóknara en það hljómar. Þegar liðið gerir mistök er tvennt sem kemur til greina; Að breyta um leikmenn eða kenna þeim leikmönnum sem fyrir eru að fækka mistökunum. Það er sú leið sem við höfum ákveðið að fara enda eru þetta mjög flottir fótboltamenn sem eru á mjög góðri leið sama hvað gagnrýnendur tauta og raula. Það hefur samt verið dragbítur hjá okkur í sumar að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum og svo fáránleg mörk eins og fyrra mark Skagamanna hér í dag.“ „Hrikalega ánægður fyrir hans hönd, hann hefði getað gert þrjú mörk í dag og ég gæti ekki verið ánægðir fyrir hans hönd. Ég er búinn að segja honum í marga mánuði að hann sé Pepsi Max leikmaður, hann hefur ef til vill ekki alltaf trúað því en hann trúir því í dag,“ sagði Arnar um frammistöðu Halldórs Jóns Sigurðar Þórðarsonar. Ágúst Eðvald Hlynsson fékk einnig hrós frá þjálfara sínum. „Hann var frábær á boltanum og vildi fá boltann, skapa usla og búa til færi. Drengurinn skilar sér alltaf í færi, hann er búinn að vera óheppinn í sumar í mörgum færunum en þetta er það sem hann þarf að gera. Munurinn á honum frá því í fyrra sem leikmaður er frábær að sjá.“ „Þetta er það. Þú vilt fá smá hlé á milli. Sölvi Geir [Ottesen] var bara stríðsmaður í dag, hann átti aldrei að spila þennan leik og fer á hjólastól heim örugglega. Það fer samt allt eftir hvernig leikmannahópurinn er og hvernig liðinu gengur. Fyrir Val, FH og þessi lið sem eru á góðri siglingu þá kemur adrenalínið og jákvæðnin inn við það að vinna leiki. Ef þú ert með lið sem vinnur ekki leiki og er ofan á það laskað þá verður þetta erfitt,“ sagði Arnar að lokum aðspurður hvort það væri til of mikils ætlast af liðum deildarinnar að spila tvo til þrjá leiki á viku.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍA - Víkingur 2-2 | Víkingar enn án sigurs Víkingar eru enn að leita að sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla síðan þeir unnu Skagamenn á heimavelli þann 19. júlí. Lokatölur 2-2 í rigningunni á Akranesi í dag. 27. september 2020 15:50 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Umfjöllun: ÍA - Víkingur 2-2 | Víkingar enn án sigurs Víkingar eru enn að leita að sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla síðan þeir unnu Skagamenn á heimavelli þann 19. júlí. Lokatölur 2-2 í rigningunni á Akranesi í dag. 27. september 2020 15:50