„Auðvitað vissi ég að þetta var hann“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2020 07:01 Álfheiður Arnardóttir þarf nú að ganga frá ýmsum lausum endum. Búið er að bera kennsl á líkið sem fannst í ágúst í laut í Breiðholti og staðfest að þar var Örn faðir hennar Ingólfsson. visir/vilhelm „Hann einangraði sig og meira eftir því sem eldri hann varð og þá var hann hættur að drekka. Hann hætti alveg síðustu ár. Hafði ekki heilsu í það og gerði grín að því. En hann var mikill túramaður þegar hann var yngri,“ segir Álfheiður Arnardóttir í samtali við Vísi. Hún er að tala um föður sinn heitinn. Eins og fram kom í vikunni var maðurinn sem fannst látinn í Breiðholti, í rjóðri neðan Erluhóla þann 21. ágúst síðastliðinn, Örn Ingólfsson fyrrverandi leigubílstjóri. Hann var 83 ára gamall. Ekki er talið að andlát Arnar hafi borið að með saknæmum hætti. Málið er einstakt að því leyti til, og hefur það af þeim sökum vakið talsverða athygli, að þegar líkið fannst var það óþekkjanlegt með öllu. Skiljanlegt að fólki þyki þetta forvitnilegt Varla þarf að hafa um það mörg orð að þetta hefur reynst talsvert álag fyrir Álfheiði en hún ber sig vel. Segist öllu vön, lífsreynd orðin sextug. Hún þurfti fyrir ekki svo löngu að fylgja manni sínum til grafar, en þau hjónin voru miklir vinir. Hann hafði mátt stríða við alzheimer frá fimmtugsaldri. Að sögn Álfheiðar var Örn fáskiptinn maður svo af bar, hann vildi bara vera einn, en hann var orðheppinn þegar hann vildi svo með hafa.úr einkasafni Það segir Álfheiður hafa verið erfitt en þau voru miklir vinir og samhent við að byggja upp þrjú hús og reka stórt kúabú á Snæfellsnesi. Og hún sagði að það hefði reynst erfitt að kveðja systur sína og fósturföður, sem hún kallaði pabba. „Já, fólk hefur verið að hafa orð á því að ég standi mig en maður er orðinn vanur þessu,“ segir Álfheiður. Hún neitar því ekki, þó málinu hafi fylgt álag og ágangur fjölmiðla nokkur, að vitaskuld sé málið allt hið forvitnilegasta. Ef hún sjálf stæði utan þess hefði það vakið athygli hennar. „Ef þetta væri ekki minn faðir hefði mér fundist þetta sjálfri merkilegt, maður finnst á víðavangi…“ Líkið illa farið Álfheiður segir að hún eigi von á því að vita hvernig andlátið bar að, krufningarskýrsla muni liggja fyrir en sjálf gerir hún ráð fyrir því að um hjartaáfall hafi verið að ræða eða eitthvað slíkt. Faðir hennar hafði verið farinn að kvarta undan vanheilsu sem var ekki háttur hans, það er að kvarta. Ekki liggur heldur fyrir hvenær andlátið bar að. Eins nöturlega og það hljómar þá rímar andlátið og það að líkið hafi verið óþekkjanlegt við það hvernig Örn vildi lifa sínu lífi. Álfheiður segir að sér hafi brugðið í brún þegar óeinkennisklæddir lögreglumenn bönkuðu uppá hjá henni og tjáðu henni að þeir hafi fundið látinn mann en á honum fundust skilríki sem bentu til þess að þar væri faðir hennar.visir/Vilhelm „Auðvitað vissi ég að þetta var hann en gat ekkert sagt fyrr en ég var orðin örugg. Hann var óþekkjanlegur þegar hann fannst. Hann var með falskar tennur, ekkert andlit, engir fingurgómar. Og það var farið að slá vel í hann. Ég þurfti sjálf að fara í DNA-próf vegna málsins uppá Vínlandsleið lögreglunnar. Það tekur fjórar vikur að fá út úr því, en ég get ekki lýst því nákvæmlega, hef ekki sérþekkingu á því hvernig það allt gengur fyrir sig,“ segir Álfheiður. Vissuna, sem þó gat ekki verið annað en grunur fyrr en niðurstöðurnar úr rannsóknum lágu fyrir, má rekja til þess að á líkinu fundust lyklar og svo skilríki. Álfheiður fékk lyklana í hendur í dag en hún hefur ekki enn farið í íbúð föður síns sem var félagsleg íbúð að Írabakka. Álfheiður er enn í talsverðri óvissu með stöðu mála. Hún segist ekki enn búin að fá líkið og hafi ekki verið spurð. Þegar maður hennar féll frá var hún spurð hver myndi sækja líkið og þá þurfti að hafa samband við útfararstofu. „Ég veit ekki meir. Auðvitað er það illa útileikið en, þetta erum bara við, ég og líkið,“ segir Álfheiður sem sér fyrir sér blessun í kapellu, litla og látlausa athöfn. „Og svo skutla honum niður við hliðina á manninum mínum. Ég á frátekna gröf, eina fyrir mig og eina auka,“ segir Álfheiður sem býr einmitt í næsta nágrenni við Grafarvogskirkjugarð. Brá þegar óeinkennisklæddir lögreglumenn bönkuðu uppá Álfheiður segist hafa orðið vör við raddir sem hafa talið einkennilegt að ekki hafi verið lýst eftir Erni miklu fyrr. Hún segir ýmsar skýringar á því. Sjálfri brá henni þegar óeinkennisklæddir lögreglumenn bönkuðu uppá hjá henni. Munirnir sem Álfheiður hefur nú fengið í hendur frá lögreglu; skilríki og lyklar að íbúð Arnar. Hún hleypti þeim inn eftir að þeir höfðu sýnt skilríki. Lögreglumennirnir sögðu henni að þeir hefðu fundið Örn látinn. Hann hefði fundist úti, sem henni fannst strax einkennilegt. Hún hefði talið eðlilegra að hann hefið fundist í íbúð sinni. „Manni bregður við þetta. Úti?“ Álfheiður heyrði reglulega en þó stopult í föður sínum. Hann var einfari og þannig vildi hann hafa það. Þó var á þeim tímapunkti komin óeirð í hana. En hún er þakklát, eftir á að hyggja, að hafa ekki hringt í hann af fyrra bragði. „Hann var ekkert tilbúinn að tala nema hann hringdi sjálfur,“ segir Álfheiður um föður sinn. Hún segir að svo einrænn hafi hann verið. Foreldrar Álfheiðar skildu skiptum þegar hún var ung Álfheiður telur víst að ef Örn hefði verið ungur maður í dag hefði hann fengið einhvers konar greiningu. Og þá meðferð við því. Örn átti níu barnabörn, systir Álfheiðar átti sex börn og hún sjálf þrjú. Örn var ekki í neinum samskiptum við þau. „Hvernig er þetta með þennan Örn? Get ég fengið að hitta hann?“ spurði eitt barnabarn hans Álfheiði. En hún tjáði því að það væri ekki hægt. „Hann vill það ekki. En ég get spurt hann. Og svo gerði ég það en þá var það bara neineineinei.“ Foreldar Álfheiðar voru aldrei gift. Samskipti Álfheiðar við Örn föður sinn voru stopul, Örn var einrænn og vildi halda sig sem mest útaf fyrir sig. En hann gat verið skemmtilegur þegar sá gállinn var á honum.visir/vilhelm „Mamma var svo ung þegar hún átti okkur, mig og systur mína, með honum. Og svo gafst hún svo upp á fylleríinu. Pabbi sagðist hafa drukkið sig út úr djobbinu,“ segir Álfheiður. Það hafi hann sagt í hálfkæringi. Hann hafi lýst því yfir að hann hafi talið það mikla blessun að fósturfaðir þeirra, Skúli, tók við þeim. „Hann var sáttur við það.“ Grallari inni við beinið Eins og áður sagði fluttu þau hjón, Álfheiður og maður hennar heitinn, sig út í sveit. Keyptu sér jörð og voru með stórt kúabú á Snæfellsnesi. Og þá bjó Örn hjá þeim. Álfheiður segir að það hafi verið mikið ævintýri, sem gekk vel þar til maður hennar veiktist. „Börnin vissu ekkert að sá sem sat til borðs með okkur var afi þeirra. Héldu bara að þetta væri eldri maður sem var að starfa hjá okkur. Álfheiður Arnardóttir segir að Örn hafi verið ófáanlegur til að hitta barnabörn sín.visir/vilhelm Hann var heilmikill sveitakall. Hafði verið í sveit ungur hjá afa sínum. Var mjög duglegur, vaknaði klukkan fimm og sópaði frá kúnum, gaf kálfunum og því sem til féll. Var mikil hjálp í honum.“ En Örn var fáskiptinn. Og Álfheiður sagði að hann hafi aldrei tekið utan um sig eða neitt slíkt. Bestur hafi hann verið þegar hann fékk sér í glas. Þá gat hann tjáð sig betur og sagt eitthvað fallegt. Álfheiður sagði að hún hafi leyft honum að drekka meðan hann var hjá sér á býlinu á Snæfellsnesi en þó með ströngum skilyrðum, að hann yrði að fara í rúm ef hann yrði ölvaður. Þegar hann var leigubílstjóri tók hann mikla drykkjutúra. En þó hann væri fáskiptinn, einrænn, þá hafi hann verið orðheppinn. Grallari inni við beinið, að sögn Álfheiðar dóttur hans sem nú þarf að ganga frá ýmsum lausum endum. Andlát Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Nafn mannsins sem fannst látinn Maðurinn sem fannst látinn í Breiðholti, neðan Erluhóla, 21. ágúst síðastliðinn hét Örn Ingólfsson. Hann var 83 ára gamall. 23. september 2020 12:56 Lík fannst á víðavangi í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í Breiðholti í gær vegna líkfundar. 22. ágúst 2020 14:56 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
„Hann einangraði sig og meira eftir því sem eldri hann varð og þá var hann hættur að drekka. Hann hætti alveg síðustu ár. Hafði ekki heilsu í það og gerði grín að því. En hann var mikill túramaður þegar hann var yngri,“ segir Álfheiður Arnardóttir í samtali við Vísi. Hún er að tala um föður sinn heitinn. Eins og fram kom í vikunni var maðurinn sem fannst látinn í Breiðholti, í rjóðri neðan Erluhóla þann 21. ágúst síðastliðinn, Örn Ingólfsson fyrrverandi leigubílstjóri. Hann var 83 ára gamall. Ekki er talið að andlát Arnar hafi borið að með saknæmum hætti. Málið er einstakt að því leyti til, og hefur það af þeim sökum vakið talsverða athygli, að þegar líkið fannst var það óþekkjanlegt með öllu. Skiljanlegt að fólki þyki þetta forvitnilegt Varla þarf að hafa um það mörg orð að þetta hefur reynst talsvert álag fyrir Álfheiði en hún ber sig vel. Segist öllu vön, lífsreynd orðin sextug. Hún þurfti fyrir ekki svo löngu að fylgja manni sínum til grafar, en þau hjónin voru miklir vinir. Hann hafði mátt stríða við alzheimer frá fimmtugsaldri. Að sögn Álfheiðar var Örn fáskiptinn maður svo af bar, hann vildi bara vera einn, en hann var orðheppinn þegar hann vildi svo með hafa.úr einkasafni Það segir Álfheiður hafa verið erfitt en þau voru miklir vinir og samhent við að byggja upp þrjú hús og reka stórt kúabú á Snæfellsnesi. Og hún sagði að það hefði reynst erfitt að kveðja systur sína og fósturföður, sem hún kallaði pabba. „Já, fólk hefur verið að hafa orð á því að ég standi mig en maður er orðinn vanur þessu,“ segir Álfheiður. Hún neitar því ekki, þó málinu hafi fylgt álag og ágangur fjölmiðla nokkur, að vitaskuld sé málið allt hið forvitnilegasta. Ef hún sjálf stæði utan þess hefði það vakið athygli hennar. „Ef þetta væri ekki minn faðir hefði mér fundist þetta sjálfri merkilegt, maður finnst á víðavangi…“ Líkið illa farið Álfheiður segir að hún eigi von á því að vita hvernig andlátið bar að, krufningarskýrsla muni liggja fyrir en sjálf gerir hún ráð fyrir því að um hjartaáfall hafi verið að ræða eða eitthvað slíkt. Faðir hennar hafði verið farinn að kvarta undan vanheilsu sem var ekki háttur hans, það er að kvarta. Ekki liggur heldur fyrir hvenær andlátið bar að. Eins nöturlega og það hljómar þá rímar andlátið og það að líkið hafi verið óþekkjanlegt við það hvernig Örn vildi lifa sínu lífi. Álfheiður segir að sér hafi brugðið í brún þegar óeinkennisklæddir lögreglumenn bönkuðu uppá hjá henni og tjáðu henni að þeir hafi fundið látinn mann en á honum fundust skilríki sem bentu til þess að þar væri faðir hennar.visir/Vilhelm „Auðvitað vissi ég að þetta var hann en gat ekkert sagt fyrr en ég var orðin örugg. Hann var óþekkjanlegur þegar hann fannst. Hann var með falskar tennur, ekkert andlit, engir fingurgómar. Og það var farið að slá vel í hann. Ég þurfti sjálf að fara í DNA-próf vegna málsins uppá Vínlandsleið lögreglunnar. Það tekur fjórar vikur að fá út úr því, en ég get ekki lýst því nákvæmlega, hef ekki sérþekkingu á því hvernig það allt gengur fyrir sig,“ segir Álfheiður. Vissuna, sem þó gat ekki verið annað en grunur fyrr en niðurstöðurnar úr rannsóknum lágu fyrir, má rekja til þess að á líkinu fundust lyklar og svo skilríki. Álfheiður fékk lyklana í hendur í dag en hún hefur ekki enn farið í íbúð föður síns sem var félagsleg íbúð að Írabakka. Álfheiður er enn í talsverðri óvissu með stöðu mála. Hún segist ekki enn búin að fá líkið og hafi ekki verið spurð. Þegar maður hennar féll frá var hún spurð hver myndi sækja líkið og þá þurfti að hafa samband við útfararstofu. „Ég veit ekki meir. Auðvitað er það illa útileikið en, þetta erum bara við, ég og líkið,“ segir Álfheiður sem sér fyrir sér blessun í kapellu, litla og látlausa athöfn. „Og svo skutla honum niður við hliðina á manninum mínum. Ég á frátekna gröf, eina fyrir mig og eina auka,“ segir Álfheiður sem býr einmitt í næsta nágrenni við Grafarvogskirkjugarð. Brá þegar óeinkennisklæddir lögreglumenn bönkuðu uppá Álfheiður segist hafa orðið vör við raddir sem hafa talið einkennilegt að ekki hafi verið lýst eftir Erni miklu fyrr. Hún segir ýmsar skýringar á því. Sjálfri brá henni þegar óeinkennisklæddir lögreglumenn bönkuðu uppá hjá henni. Munirnir sem Álfheiður hefur nú fengið í hendur frá lögreglu; skilríki og lyklar að íbúð Arnar. Hún hleypti þeim inn eftir að þeir höfðu sýnt skilríki. Lögreglumennirnir sögðu henni að þeir hefðu fundið Örn látinn. Hann hefði fundist úti, sem henni fannst strax einkennilegt. Hún hefði talið eðlilegra að hann hefið fundist í íbúð sinni. „Manni bregður við þetta. Úti?“ Álfheiður heyrði reglulega en þó stopult í föður sínum. Hann var einfari og þannig vildi hann hafa það. Þó var á þeim tímapunkti komin óeirð í hana. En hún er þakklát, eftir á að hyggja, að hafa ekki hringt í hann af fyrra bragði. „Hann var ekkert tilbúinn að tala nema hann hringdi sjálfur,“ segir Álfheiður um föður sinn. Hún segir að svo einrænn hafi hann verið. Foreldrar Álfheiðar skildu skiptum þegar hún var ung Álfheiður telur víst að ef Örn hefði verið ungur maður í dag hefði hann fengið einhvers konar greiningu. Og þá meðferð við því. Örn átti níu barnabörn, systir Álfheiðar átti sex börn og hún sjálf þrjú. Örn var ekki í neinum samskiptum við þau. „Hvernig er þetta með þennan Örn? Get ég fengið að hitta hann?“ spurði eitt barnabarn hans Álfheiði. En hún tjáði því að það væri ekki hægt. „Hann vill það ekki. En ég get spurt hann. Og svo gerði ég það en þá var það bara neineineinei.“ Foreldar Álfheiðar voru aldrei gift. Samskipti Álfheiðar við Örn föður sinn voru stopul, Örn var einrænn og vildi halda sig sem mest útaf fyrir sig. En hann gat verið skemmtilegur þegar sá gállinn var á honum.visir/vilhelm „Mamma var svo ung þegar hún átti okkur, mig og systur mína, með honum. Og svo gafst hún svo upp á fylleríinu. Pabbi sagðist hafa drukkið sig út úr djobbinu,“ segir Álfheiður. Það hafi hann sagt í hálfkæringi. Hann hafi lýst því yfir að hann hafi talið það mikla blessun að fósturfaðir þeirra, Skúli, tók við þeim. „Hann var sáttur við það.“ Grallari inni við beinið Eins og áður sagði fluttu þau hjón, Álfheiður og maður hennar heitinn, sig út í sveit. Keyptu sér jörð og voru með stórt kúabú á Snæfellsnesi. Og þá bjó Örn hjá þeim. Álfheiður segir að það hafi verið mikið ævintýri, sem gekk vel þar til maður hennar veiktist. „Börnin vissu ekkert að sá sem sat til borðs með okkur var afi þeirra. Héldu bara að þetta væri eldri maður sem var að starfa hjá okkur. Álfheiður Arnardóttir segir að Örn hafi verið ófáanlegur til að hitta barnabörn sín.visir/vilhelm Hann var heilmikill sveitakall. Hafði verið í sveit ungur hjá afa sínum. Var mjög duglegur, vaknaði klukkan fimm og sópaði frá kúnum, gaf kálfunum og því sem til féll. Var mikil hjálp í honum.“ En Örn var fáskiptinn. Og Álfheiður sagði að hann hafi aldrei tekið utan um sig eða neitt slíkt. Bestur hafi hann verið þegar hann fékk sér í glas. Þá gat hann tjáð sig betur og sagt eitthvað fallegt. Álfheiður sagði að hún hafi leyft honum að drekka meðan hann var hjá sér á býlinu á Snæfellsnesi en þó með ströngum skilyrðum, að hann yrði að fara í rúm ef hann yrði ölvaður. Þegar hann var leigubílstjóri tók hann mikla drykkjutúra. En þó hann væri fáskiptinn, einrænn, þá hafi hann verið orðheppinn. Grallari inni við beinið, að sögn Álfheiðar dóttur hans sem nú þarf að ganga frá ýmsum lausum endum.
Andlát Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Nafn mannsins sem fannst látinn Maðurinn sem fannst látinn í Breiðholti, neðan Erluhóla, 21. ágúst síðastliðinn hét Örn Ingólfsson. Hann var 83 ára gamall. 23. september 2020 12:56 Lík fannst á víðavangi í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í Breiðholti í gær vegna líkfundar. 22. ágúst 2020 14:56 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Nafn mannsins sem fannst látinn Maðurinn sem fannst látinn í Breiðholti, neðan Erluhóla, 21. ágúst síðastliðinn hét Örn Ingólfsson. Hann var 83 ára gamall. 23. september 2020 12:56
Lík fannst á víðavangi í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í Breiðholti í gær vegna líkfundar. 22. ágúst 2020 14:56