„Þá áttaði ég mig á því að þetta væri sprengja og hún væri greinilega virk“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 07:00 Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar fylgist með sprengjunni springa í fjarska. Möl sést þeytast upp í loftið við sprenginguna við enda vegarins fyrir miðri mynd. Skjáskot Rúnar Karl Kristjánsson bifvélavirki kom auga á einkennilegan hlut í vegkanti á leið sinni heim frá vinnu á þriðjudag. Það var ekki fyrr en Rúnar dró hlutinn upp úr jörðinni sem hann áttaði sig á því að um virka sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni væri að ræða. Myndband sem Rúnar tók af því þegar sprengikúlunni var eytt má finna neðst í fréttinni. Rúnar Karl kláraði vinnudag á Selfossi síðdegis á þriðjudag og ók þá sem leið lá heim til Reykjavíkur. Hann segir í samtali við Vísi að eftir leiðindaveður þá um daginn hafi skyndilega ræst úr því á heimleiðinni og hann ákveðið í skyndi að taka örlítinn aukabíltúr. Hann tók því beygju hjá Litlu Kaffistofunni og ók nokkurn spöl, þangað til hann var kominn út á Sandskeið. Rúnar sést hér lengst til vinstri á mynd, ásamt viðbragðsaðilum sem kallaðir voru út vegna sprengikúlunnar.Landhelgisgæslan „Og svo sá ég þennan hlut í moldarbarðinu. Einhverra hluta vegna ákvað ég að stoppa og kanna hvað þetta væri,“ segir Rúnar. Hann kveðst í raun ekki hafa pælt sérstaklega í möguleikanum á því að hluturinn væri sprengja. „Ég sá þetta bara og dró þetta út úr moldinni. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri sprengja og hún væri greinilega virk.“ Rúnar kveðst ekki hafa orðið smeykur þegar það rann upp fyrir honum hvernig í pottinn væri búið. Hann byrjaði á því að hringja í bróður sinn, sem svo heppilega vill til að vinnur hjá Landhelgisgæslunni. Bróðirinn hafi bent honum á að hringja í neyðarlínu og í kjölfarið fór heljarinnar ferli í gang. Sprengjan var um 20-30 sentímetra löng, að sögn Rúnars.Rúnar Karl Kristjánsson Rúnar telur að sprengikúlan hafi verið á bilinu 20 til 30 sentímetrar að lengd. Þá hafi hún verið talsvert þung, enda drjúgt af járni í henni. Rúnar fékk að fylgjast með störfum sprengjusérfræðinga úr séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, sem kallaðir voru út vegna kúlunnar. Ákveðið var að færa hana úr stað til að koma í veg fyrir tjón á háspennulínum og henni eytt í öruggri fjarlægð. „Ég var svo forvitinn að fylgjast með þessu. Það var áhugavert í alla staði að fá að verða vitni að því þegar þetta var sprengt. Það er sett einhver sprengihleðsla utan um þetta og hún sprengd. Hún á auðvitað að springa við högg en henni hefur sennilega verið skotið á sínum tíma og lent í mjúkri moldinni,“ segir Rúnar. Gígurinn sem sprengjan skildi eftir sig.Rúnar Karl Kristjánsson Hann náði myndbandi af því þegar sprengjan var að endingu sprengd. Myndbandið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, var tekið upp í öruggri fjarlægð frá sprengingunni – um þrjú hundruð metrum. „Það var grafin hola þannig að sprengjubrotin færu ekki upp. Þetta var heilmikið ferli,“ segir Rúnar. Landhelgisgæslan Kópavogur Tengdar fréttir Sprengja fannst undir háspennulínum á Sandskeiði Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar færðu sprengikúluna og eyddu henni. 23. september 2020 13:36 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Rúnar Karl Kristjánsson bifvélavirki kom auga á einkennilegan hlut í vegkanti á leið sinni heim frá vinnu á þriðjudag. Það var ekki fyrr en Rúnar dró hlutinn upp úr jörðinni sem hann áttaði sig á því að um virka sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni væri að ræða. Myndband sem Rúnar tók af því þegar sprengikúlunni var eytt má finna neðst í fréttinni. Rúnar Karl kláraði vinnudag á Selfossi síðdegis á þriðjudag og ók þá sem leið lá heim til Reykjavíkur. Hann segir í samtali við Vísi að eftir leiðindaveður þá um daginn hafi skyndilega ræst úr því á heimleiðinni og hann ákveðið í skyndi að taka örlítinn aukabíltúr. Hann tók því beygju hjá Litlu Kaffistofunni og ók nokkurn spöl, þangað til hann var kominn út á Sandskeið. Rúnar sést hér lengst til vinstri á mynd, ásamt viðbragðsaðilum sem kallaðir voru út vegna sprengikúlunnar.Landhelgisgæslan „Og svo sá ég þennan hlut í moldarbarðinu. Einhverra hluta vegna ákvað ég að stoppa og kanna hvað þetta væri,“ segir Rúnar. Hann kveðst í raun ekki hafa pælt sérstaklega í möguleikanum á því að hluturinn væri sprengja. „Ég sá þetta bara og dró þetta út úr moldinni. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri sprengja og hún væri greinilega virk.“ Rúnar kveðst ekki hafa orðið smeykur þegar það rann upp fyrir honum hvernig í pottinn væri búið. Hann byrjaði á því að hringja í bróður sinn, sem svo heppilega vill til að vinnur hjá Landhelgisgæslunni. Bróðirinn hafi bent honum á að hringja í neyðarlínu og í kjölfarið fór heljarinnar ferli í gang. Sprengjan var um 20-30 sentímetra löng, að sögn Rúnars.Rúnar Karl Kristjánsson Rúnar telur að sprengikúlan hafi verið á bilinu 20 til 30 sentímetrar að lengd. Þá hafi hún verið talsvert þung, enda drjúgt af járni í henni. Rúnar fékk að fylgjast með störfum sprengjusérfræðinga úr séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, sem kallaðir voru út vegna kúlunnar. Ákveðið var að færa hana úr stað til að koma í veg fyrir tjón á háspennulínum og henni eytt í öruggri fjarlægð. „Ég var svo forvitinn að fylgjast með þessu. Það var áhugavert í alla staði að fá að verða vitni að því þegar þetta var sprengt. Það er sett einhver sprengihleðsla utan um þetta og hún sprengd. Hún á auðvitað að springa við högg en henni hefur sennilega verið skotið á sínum tíma og lent í mjúkri moldinni,“ segir Rúnar. Gígurinn sem sprengjan skildi eftir sig.Rúnar Karl Kristjánsson Hann náði myndbandi af því þegar sprengjan var að endingu sprengd. Myndbandið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, var tekið upp í öruggri fjarlægð frá sprengingunni – um þrjú hundruð metrum. „Það var grafin hola þannig að sprengjubrotin færu ekki upp. Þetta var heilmikið ferli,“ segir Rúnar.
Landhelgisgæslan Kópavogur Tengdar fréttir Sprengja fannst undir háspennulínum á Sandskeiði Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar færðu sprengikúluna og eyddu henni. 23. september 2020 13:36 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Sprengja fannst undir háspennulínum á Sandskeiði Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar færðu sprengikúluna og eyddu henni. 23. september 2020 13:36