„Þá áttaði ég mig á því að þetta væri sprengja og hún væri greinilega virk“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 07:00 Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar fylgist með sprengjunni springa í fjarska. Möl sést þeytast upp í loftið við sprenginguna við enda vegarins fyrir miðri mynd. Skjáskot Rúnar Karl Kristjánsson bifvélavirki kom auga á einkennilegan hlut í vegkanti á leið sinni heim frá vinnu á þriðjudag. Það var ekki fyrr en Rúnar dró hlutinn upp úr jörðinni sem hann áttaði sig á því að um virka sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni væri að ræða. Myndband sem Rúnar tók af því þegar sprengikúlunni var eytt má finna neðst í fréttinni. Rúnar Karl kláraði vinnudag á Selfossi síðdegis á þriðjudag og ók þá sem leið lá heim til Reykjavíkur. Hann segir í samtali við Vísi að eftir leiðindaveður þá um daginn hafi skyndilega ræst úr því á heimleiðinni og hann ákveðið í skyndi að taka örlítinn aukabíltúr. Hann tók því beygju hjá Litlu Kaffistofunni og ók nokkurn spöl, þangað til hann var kominn út á Sandskeið. Rúnar sést hér lengst til vinstri á mynd, ásamt viðbragðsaðilum sem kallaðir voru út vegna sprengikúlunnar.Landhelgisgæslan „Og svo sá ég þennan hlut í moldarbarðinu. Einhverra hluta vegna ákvað ég að stoppa og kanna hvað þetta væri,“ segir Rúnar. Hann kveðst í raun ekki hafa pælt sérstaklega í möguleikanum á því að hluturinn væri sprengja. „Ég sá þetta bara og dró þetta út úr moldinni. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri sprengja og hún væri greinilega virk.“ Rúnar kveðst ekki hafa orðið smeykur þegar það rann upp fyrir honum hvernig í pottinn væri búið. Hann byrjaði á því að hringja í bróður sinn, sem svo heppilega vill til að vinnur hjá Landhelgisgæslunni. Bróðirinn hafi bent honum á að hringja í neyðarlínu og í kjölfarið fór heljarinnar ferli í gang. Sprengjan var um 20-30 sentímetra löng, að sögn Rúnars.Rúnar Karl Kristjánsson Rúnar telur að sprengikúlan hafi verið á bilinu 20 til 30 sentímetrar að lengd. Þá hafi hún verið talsvert þung, enda drjúgt af járni í henni. Rúnar fékk að fylgjast með störfum sprengjusérfræðinga úr séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, sem kallaðir voru út vegna kúlunnar. Ákveðið var að færa hana úr stað til að koma í veg fyrir tjón á háspennulínum og henni eytt í öruggri fjarlægð. „Ég var svo forvitinn að fylgjast með þessu. Það var áhugavert í alla staði að fá að verða vitni að því þegar þetta var sprengt. Það er sett einhver sprengihleðsla utan um þetta og hún sprengd. Hún á auðvitað að springa við högg en henni hefur sennilega verið skotið á sínum tíma og lent í mjúkri moldinni,“ segir Rúnar. Gígurinn sem sprengjan skildi eftir sig.Rúnar Karl Kristjánsson Hann náði myndbandi af því þegar sprengjan var að endingu sprengd. Myndbandið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, var tekið upp í öruggri fjarlægð frá sprengingunni – um þrjú hundruð metrum. „Það var grafin hola þannig að sprengjubrotin færu ekki upp. Þetta var heilmikið ferli,“ segir Rúnar. Landhelgisgæslan Kópavogur Tengdar fréttir Sprengja fannst undir háspennulínum á Sandskeiði Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar færðu sprengikúluna og eyddu henni. 23. september 2020 13:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Rúnar Karl Kristjánsson bifvélavirki kom auga á einkennilegan hlut í vegkanti á leið sinni heim frá vinnu á þriðjudag. Það var ekki fyrr en Rúnar dró hlutinn upp úr jörðinni sem hann áttaði sig á því að um virka sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni væri að ræða. Myndband sem Rúnar tók af því þegar sprengikúlunni var eytt má finna neðst í fréttinni. Rúnar Karl kláraði vinnudag á Selfossi síðdegis á þriðjudag og ók þá sem leið lá heim til Reykjavíkur. Hann segir í samtali við Vísi að eftir leiðindaveður þá um daginn hafi skyndilega ræst úr því á heimleiðinni og hann ákveðið í skyndi að taka örlítinn aukabíltúr. Hann tók því beygju hjá Litlu Kaffistofunni og ók nokkurn spöl, þangað til hann var kominn út á Sandskeið. Rúnar sést hér lengst til vinstri á mynd, ásamt viðbragðsaðilum sem kallaðir voru út vegna sprengikúlunnar.Landhelgisgæslan „Og svo sá ég þennan hlut í moldarbarðinu. Einhverra hluta vegna ákvað ég að stoppa og kanna hvað þetta væri,“ segir Rúnar. Hann kveðst í raun ekki hafa pælt sérstaklega í möguleikanum á því að hluturinn væri sprengja. „Ég sá þetta bara og dró þetta út úr moldinni. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri sprengja og hún væri greinilega virk.“ Rúnar kveðst ekki hafa orðið smeykur þegar það rann upp fyrir honum hvernig í pottinn væri búið. Hann byrjaði á því að hringja í bróður sinn, sem svo heppilega vill til að vinnur hjá Landhelgisgæslunni. Bróðirinn hafi bent honum á að hringja í neyðarlínu og í kjölfarið fór heljarinnar ferli í gang. Sprengjan var um 20-30 sentímetra löng, að sögn Rúnars.Rúnar Karl Kristjánsson Rúnar telur að sprengikúlan hafi verið á bilinu 20 til 30 sentímetrar að lengd. Þá hafi hún verið talsvert þung, enda drjúgt af járni í henni. Rúnar fékk að fylgjast með störfum sprengjusérfræðinga úr séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, sem kallaðir voru út vegna kúlunnar. Ákveðið var að færa hana úr stað til að koma í veg fyrir tjón á háspennulínum og henni eytt í öruggri fjarlægð. „Ég var svo forvitinn að fylgjast með þessu. Það var áhugavert í alla staði að fá að verða vitni að því þegar þetta var sprengt. Það er sett einhver sprengihleðsla utan um þetta og hún sprengd. Hún á auðvitað að springa við högg en henni hefur sennilega verið skotið á sínum tíma og lent í mjúkri moldinni,“ segir Rúnar. Gígurinn sem sprengjan skildi eftir sig.Rúnar Karl Kristjánsson Hann náði myndbandi af því þegar sprengjan var að endingu sprengd. Myndbandið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, var tekið upp í öruggri fjarlægð frá sprengingunni – um þrjú hundruð metrum. „Það var grafin hola þannig að sprengjubrotin færu ekki upp. Þetta var heilmikið ferli,“ segir Rúnar.
Landhelgisgæslan Kópavogur Tengdar fréttir Sprengja fannst undir háspennulínum á Sandskeiði Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar færðu sprengikúluna og eyddu henni. 23. september 2020 13:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sprengja fannst undir háspennulínum á Sandskeiði Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar færðu sprengikúluna og eyddu henni. 23. september 2020 13:36