Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2020 22:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera úr um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. Trump, sem er sagður ætla að tilkynna hvern hann mun tilnefna á laugardaginn, sagði á blaðamannafundi í dag að tilnefningarferlið yrði stutt. Þingmaðurinn Lindsey Graham, sem stýrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, þyrfti ekki einu sinni að halda nefndarfund vegna tilnefningarinnar. Forsetinn sagðist þó eiga von á því að það yrði gert. Trump hefur ítrekað haldið því fram að svindlað verði á honum í kosningunum í nóvember og hefur hann vísað til aukinnar notkunar póstatkvæða, sem má að miklu leyti rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Trump sjálfur hefur notað póstatkvæði til að taka þátt í kosningum í Flórída, þar sem hann er skráður til heimilis. Hann gerði það sama fyrir kosningarnar 2016 og í rauninni síðan þá. Hann hefur einnig ítrekað haldið því fram á undanförnum árum að svindlað hafi verið á honum 2016. Hann hefði í raun fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans sem fékk um þremur milljónum fleiri atkvæði en hann. Forsetinn og bandamenn hans hafa aldrei getað fært sannanir fyrir ásökunum sínum. Hann hélt ásökununum áfram í kvöld. „Þetta svindl sem Dómkratar eru að framkvæmda, þetta er svindl, svindlið mun fara fyrir Hæstarétt,“ sagði Trump. Trump openly says that he wants to approve RBG's replacement before the election so SCOTUS will have his back when he challenges mail voting"This scam that the Democrats are pulling ... will be before SCOTUS, and I think having a 4-4 situation is not a good situation." pic.twitter.com/8d08UjzrZK— Aaron Rupar (@atrupar) September 23, 2020 Eins og staðan er í dag er útlit fyrir að Repúblikanar muni tilnefna dómara til Hæstaréttar og eiga í engum vandræðum með að staðfesta viðkomandi á öldungadeildinni. Demókratar geta engar varnir veitt. Þetta verður þriðji hæstaréttardómarinn sem Trump tilnefnir á kjörtímabilinu. Eftir það munu sex dómarar hafa verið tilnefndir af Repúblikana og þrír af Demókrata. Í febrúar 2016, rúmu hálfu ári fyrir forsetakosningar, lýstu Repúblikanar yfir að ekki yrði greitt atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar, eftir að Antonin Scalia dó. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, sagði of stutt í kosningar og að nýr forseti ætti að fá að tilnefna í embættið en ekki þáverandi forseti Barack Obama. Ginsburg sjálf hafði sagt að hennar helsta ósk væri að ekki yrði fyllt í stöðuna fyrr en að nýr forseti tæki við embætti. Nú, þegar um einn og hálfur mánuður er í forsetakosningar, segir McConnell að staðan sé önnur og það sé skilda Repúblikana að skipa nýjan dómara í embætti og hefur hann heitið því að atkvæðagreiðsla um tilnefningu Trump fari fram. Demókratar bundu vonir við að einhverjir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins sem standa höllum fæti í kosningabaráttu gætu snúist gegn McConnell en það rættist ekki. Sjá einnig: Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump McConnell stöðvaði einnig tilnefningar allra alríkisdómara á síðasta ári Obama. Um markvissa áætlun Repúblikana er að ræða sem snýr að því að gera dómskerfi Bandaríkjanna íhaldssamara. Árið 2017 sagði Trump á ríkisstjórnarfundi að þessi áætlun myndi hafa áhrif áratugi fram í tímann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00 Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera úr um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. Trump, sem er sagður ætla að tilkynna hvern hann mun tilnefna á laugardaginn, sagði á blaðamannafundi í dag að tilnefningarferlið yrði stutt. Þingmaðurinn Lindsey Graham, sem stýrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, þyrfti ekki einu sinni að halda nefndarfund vegna tilnefningarinnar. Forsetinn sagðist þó eiga von á því að það yrði gert. Trump hefur ítrekað haldið því fram að svindlað verði á honum í kosningunum í nóvember og hefur hann vísað til aukinnar notkunar póstatkvæða, sem má að miklu leyti rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Trump sjálfur hefur notað póstatkvæði til að taka þátt í kosningum í Flórída, þar sem hann er skráður til heimilis. Hann gerði það sama fyrir kosningarnar 2016 og í rauninni síðan þá. Hann hefur einnig ítrekað haldið því fram á undanförnum árum að svindlað hafi verið á honum 2016. Hann hefði í raun fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans sem fékk um þremur milljónum fleiri atkvæði en hann. Forsetinn og bandamenn hans hafa aldrei getað fært sannanir fyrir ásökunum sínum. Hann hélt ásökununum áfram í kvöld. „Þetta svindl sem Dómkratar eru að framkvæmda, þetta er svindl, svindlið mun fara fyrir Hæstarétt,“ sagði Trump. Trump openly says that he wants to approve RBG's replacement before the election so SCOTUS will have his back when he challenges mail voting"This scam that the Democrats are pulling ... will be before SCOTUS, and I think having a 4-4 situation is not a good situation." pic.twitter.com/8d08UjzrZK— Aaron Rupar (@atrupar) September 23, 2020 Eins og staðan er í dag er útlit fyrir að Repúblikanar muni tilnefna dómara til Hæstaréttar og eiga í engum vandræðum með að staðfesta viðkomandi á öldungadeildinni. Demókratar geta engar varnir veitt. Þetta verður þriðji hæstaréttardómarinn sem Trump tilnefnir á kjörtímabilinu. Eftir það munu sex dómarar hafa verið tilnefndir af Repúblikana og þrír af Demókrata. Í febrúar 2016, rúmu hálfu ári fyrir forsetakosningar, lýstu Repúblikanar yfir að ekki yrði greitt atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar, eftir að Antonin Scalia dó. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, sagði of stutt í kosningar og að nýr forseti ætti að fá að tilnefna í embættið en ekki þáverandi forseti Barack Obama. Ginsburg sjálf hafði sagt að hennar helsta ósk væri að ekki yrði fyllt í stöðuna fyrr en að nýr forseti tæki við embætti. Nú, þegar um einn og hálfur mánuður er í forsetakosningar, segir McConnell að staðan sé önnur og það sé skilda Repúblikana að skipa nýjan dómara í embætti og hefur hann heitið því að atkvæðagreiðsla um tilnefningu Trump fari fram. Demókratar bundu vonir við að einhverjir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins sem standa höllum fæti í kosningabaráttu gætu snúist gegn McConnell en það rættist ekki. Sjá einnig: Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump McConnell stöðvaði einnig tilnefningar allra alríkisdómara á síðasta ári Obama. Um markvissa áætlun Repúblikana er að ræða sem snýr að því að gera dómskerfi Bandaríkjanna íhaldssamara. Árið 2017 sagði Trump á ríkisstjórnarfundi að þessi áætlun myndi hafa áhrif áratugi fram í tímann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00 Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37
Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21
Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00
Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48