Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 14:40 Mitt Romney var talinn einn fárra repúblikana sem gæti lagst gegn því að staðfesta nýjan hæstaréttardómara fyrir kosningar. Hann var eini repúblikaninn sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði sakfelldur fyrir embættisbrot í febrúar. AP/J. Scott Applewhite Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. Trump hefur þó enn ekki kynnt dómaraefni sitt. Augu allra voru á Romney sem var síðasti öldungadeildarþingmaður repúblikana sem mögulega var talinn geta lagst gegn því að nýr hæstaréttardómari yrði skipaður fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember. Demókratar krefjast þess að beðið verði með það þar til eftir kosningar svo að kjósendur fái að hafa sitt að segja um ákvörðunina. Vísa þeir þar til þess að repúblikanar neituðu að greiða atkvæði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar hæstaréttardómarasæti losnaði tíu mánuðum fyrir kosningarnar 2016 með þeim rökum að of skammt væri til kosninga. Susan Collins frá Maine og Lisa Murkowski frá Alaska höfðu lýst andstöðu við það en repúblikanar sem eiga í harðri baráttu um sæti sitt eins og Corey Garnder í Colorado og Chuck Grassley í Iowa styðja það. Repúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni gegn 47 demókrötum en einfaldur meirihluti dugir til þess að staðfesta hæstaréttardómara. Þeim dugir jafnframt fimmtíu atkvæði þar sem Mike Pence varaforseti getur greitt atkvæði ef pattstaða kemur upp. „Ef sá tilnefndi nær inn á gólf öldungadeildarinnar ætla ég mér að kjósa á grundvelli hæfni hans,“ sagði Romney í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Styðja dómaraefni sem ekki hefur verið tilnefnt AP-fréttastofan segir að þar með sé nær öruggt að Trump geti skipað nýjan hæstaréttardómara í stað Ruth Bader Ginsburg sem lést á föstudag. Íhaldsmenn verða þá með afgerandi meirihluta í réttinum, sex atkvæði gegn þremur frjálslyndari dómurum. Stefna Hæstaréttar, sem hefur mikil áhrif á bandarísk samfélagsmál, er þannig líkleg til að taka skarpa beygju til hægri til næstu áratuganna. Öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa keppst við að lýsa því yfir að þeir muni greiða atkvæði með dómaraefni Trump jafnvel þó að enn liggi ekki fyrir hvert það verður. Forsetinn segist ætla að kynna það á laugardaginn og að hann ætli sér að velja konu. Fjórar til fimm konur eru sagðar koma til greina. Hæst ber þar nafn Amy Coney Barrett, alríkisdómara við áfrýjunardómstól 7. svæðis. Hún er aðeins 48 ára gömul og gæti því setið lífstíðarskipuð við Hæstarétt langt fram á þessa öld. Trump skipaði hana sem dómara árið 2017 en áður var hún lögfræðiprófessor við Notre Dame-háskóla. Hún er talin afar íhaldssöm og andstæðingur rétts kvenna til þungunarrofs. Trump er sagður hafa rætt um það hann væri að „geyma“ Barrett ef sæti Ginsburg opnaðist. Trump fundaði með Barret í Hvíta húsinu í gær en sagðist ætla að ræða við fleiri möguleg dómaraefni, þar á meðal Barböru Lagoa, dómara frá Flórída, sem einnig hefur verið nefnd oft sem mögulegur eftirmaður Ginsburg undanfarna daga. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. 22. september 2020 08:22 Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. Trump hefur þó enn ekki kynnt dómaraefni sitt. Augu allra voru á Romney sem var síðasti öldungadeildarþingmaður repúblikana sem mögulega var talinn geta lagst gegn því að nýr hæstaréttardómari yrði skipaður fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember. Demókratar krefjast þess að beðið verði með það þar til eftir kosningar svo að kjósendur fái að hafa sitt að segja um ákvörðunina. Vísa þeir þar til þess að repúblikanar neituðu að greiða atkvæði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar hæstaréttardómarasæti losnaði tíu mánuðum fyrir kosningarnar 2016 með þeim rökum að of skammt væri til kosninga. Susan Collins frá Maine og Lisa Murkowski frá Alaska höfðu lýst andstöðu við það en repúblikanar sem eiga í harðri baráttu um sæti sitt eins og Corey Garnder í Colorado og Chuck Grassley í Iowa styðja það. Repúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni gegn 47 demókrötum en einfaldur meirihluti dugir til þess að staðfesta hæstaréttardómara. Þeim dugir jafnframt fimmtíu atkvæði þar sem Mike Pence varaforseti getur greitt atkvæði ef pattstaða kemur upp. „Ef sá tilnefndi nær inn á gólf öldungadeildarinnar ætla ég mér að kjósa á grundvelli hæfni hans,“ sagði Romney í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Styðja dómaraefni sem ekki hefur verið tilnefnt AP-fréttastofan segir að þar með sé nær öruggt að Trump geti skipað nýjan hæstaréttardómara í stað Ruth Bader Ginsburg sem lést á föstudag. Íhaldsmenn verða þá með afgerandi meirihluta í réttinum, sex atkvæði gegn þremur frjálslyndari dómurum. Stefna Hæstaréttar, sem hefur mikil áhrif á bandarísk samfélagsmál, er þannig líkleg til að taka skarpa beygju til hægri til næstu áratuganna. Öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa keppst við að lýsa því yfir að þeir muni greiða atkvæði með dómaraefni Trump jafnvel þó að enn liggi ekki fyrir hvert það verður. Forsetinn segist ætla að kynna það á laugardaginn og að hann ætli sér að velja konu. Fjórar til fimm konur eru sagðar koma til greina. Hæst ber þar nafn Amy Coney Barrett, alríkisdómara við áfrýjunardómstól 7. svæðis. Hún er aðeins 48 ára gömul og gæti því setið lífstíðarskipuð við Hæstarétt langt fram á þessa öld. Trump skipaði hana sem dómara árið 2017 en áður var hún lögfræðiprófessor við Notre Dame-háskóla. Hún er talin afar íhaldssöm og andstæðingur rétts kvenna til þungunarrofs. Trump er sagður hafa rætt um það hann væri að „geyma“ Barrett ef sæti Ginsburg opnaðist. Trump fundaði með Barret í Hvíta húsinu í gær en sagðist ætla að ræða við fleiri möguleg dómaraefni, þar á meðal Barböru Lagoa, dómara frá Flórída, sem einnig hefur verið nefnd oft sem mögulegur eftirmaður Ginsburg undanfarna daga.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. 22. september 2020 08:22 Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. 22. september 2020 08:22
Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21. september 2020 14:37
Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21