Matarkarfan hækkað um 6,3 prósent á níu mánuðum Sylvía Hall skrifar 21. september 2020 17:51 Epli hafa hækkað um 30 prósent frá áramótum. Vísir/Getty Veiking krónunnar hefur leitt til þess að matarkarfan hefur hækkað undanfarna mánuði. Matarkarfan, eins og hún mælist í vísitölu neysluverð, hefur hækkað um 6,3 prósent síðan í desember á síðasta ári en árið áður hækkaði hún um 1,1 prósent milli ára, en krónan var nokkuð stöðug á því tímabili. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar er tekið mið af útgjöldum dæmigerðs íslensks heimilis en stærstu útgjaldaliðirnir í matarkörfunni eru kjöt (19%), mjólk, ostar og egg (18%), brauð og kornvörur (15%) og sykur, súkkulaði, sælgæti o.fl. (9%). Kartöflur hækkað um 23,4 prósent Grænmeti, kartöflur og fleira hafa hækkað um 11,2 prósent frá áramótum samkvæmt tölum Hagsjárinnar. Þessa hækkun megi rekja til þess að kartöflur hafa hækkað um 23,4 prósent síðan um áramót. Epli hafa hækkað umtalsvert, eða um 30,3 prósent frá áramótum. Appelsínur og aðrir nýir ávextir hafa hækkað um 19,5 prósent en egg hafa aðeins hækkað um 1,6 prósent. Olíur og feitmeti hafa hækkað um 9,9 prósent og er hækkun á smjöri 12,4 prósent. Hækkun á mat og drykk meiri en á almennu verðlagi Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,5 prósent síðan um áramót en hækkun á mat og drykkjarvörum er mun meiri en á almennu verðlagi í ár, að því er fram kemur í Hagsjánni. Þó er tekið fram að þetta sé eðlilegt með tilliti til þess að krónan hafi veikst. „Þannig er ekkert óeðlilegt að þegar krónan veikist, eins og það sem af er ári, komi það fyrr og með meira þunga fram í verði á matvörum en í öðrum vörum.“ Vísitalan segi þó ekki alla söguna. Útreikningar á vísitölunni taka ekki inn staðkvæmdarvörur og má því ætla að að ef epli eða kartöflur hækki verulega muni fólk kaupa aðra ávexti eða grænmeti í staðinn. „Þannig er líklegt að þó að matarkarfan eins og hún er í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 6,3% síðan um áramót sé líklegt að matarútgjöld dæmigerðs heimilis hafi ekki hækkað alveg jafn mikið.“ Neytendur Verslun Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Veiking krónunnar hefur leitt til þess að matarkarfan hefur hækkað undanfarna mánuði. Matarkarfan, eins og hún mælist í vísitölu neysluverð, hefur hækkað um 6,3 prósent síðan í desember á síðasta ári en árið áður hækkaði hún um 1,1 prósent milli ára, en krónan var nokkuð stöðug á því tímabili. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar er tekið mið af útgjöldum dæmigerðs íslensks heimilis en stærstu útgjaldaliðirnir í matarkörfunni eru kjöt (19%), mjólk, ostar og egg (18%), brauð og kornvörur (15%) og sykur, súkkulaði, sælgæti o.fl. (9%). Kartöflur hækkað um 23,4 prósent Grænmeti, kartöflur og fleira hafa hækkað um 11,2 prósent frá áramótum samkvæmt tölum Hagsjárinnar. Þessa hækkun megi rekja til þess að kartöflur hafa hækkað um 23,4 prósent síðan um áramót. Epli hafa hækkað umtalsvert, eða um 30,3 prósent frá áramótum. Appelsínur og aðrir nýir ávextir hafa hækkað um 19,5 prósent en egg hafa aðeins hækkað um 1,6 prósent. Olíur og feitmeti hafa hækkað um 9,9 prósent og er hækkun á smjöri 12,4 prósent. Hækkun á mat og drykk meiri en á almennu verðlagi Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,5 prósent síðan um áramót en hækkun á mat og drykkjarvörum er mun meiri en á almennu verðlagi í ár, að því er fram kemur í Hagsjánni. Þó er tekið fram að þetta sé eðlilegt með tilliti til þess að krónan hafi veikst. „Þannig er ekkert óeðlilegt að þegar krónan veikist, eins og það sem af er ári, komi það fyrr og með meira þunga fram í verði á matvörum en í öðrum vörum.“ Vísitalan segi þó ekki alla söguna. Útreikningar á vísitölunni taka ekki inn staðkvæmdarvörur og má því ætla að að ef epli eða kartöflur hækki verulega muni fólk kaupa aðra ávexti eða grænmeti í staðinn. „Þannig er líklegt að þó að matarkarfan eins og hún er í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 6,3% síðan um áramót sé líklegt að matarútgjöld dæmigerðs heimilis hafi ekki hækkað alveg jafn mikið.“
Neytendur Verslun Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira