Samfélagsmiðlablekkingin Gunnar Dan Wiium skrifar 21. september 2020 12:01 Samfélagssundrung er það fyrsta sem kemur upp í huga minn eftir að ég horfði á heimildarmyndina Social Dilemma sem var að koma út á Netflix fyrir stuttu. Þar eru viðtöl við fyrrverandi starfsfólk hinnu ýmsu tæknirisa sem Facebook, Twitter og Google. Þessir einstaklingar fóru yfir það hvernig gervigreindin er tekin yfir hvað varðar aðferðir innan upplýsingaflæðis til notenda þessara miðla. Hvernig þessir svokölluðu samfélagsmiðlar ekki bara ógna geðheilbrigði manneskja á öllum aldri heldur hvernig þeir í raun stuðla að gríðarlegri sundrung innan samfélags og grafa undan lýðræði eins við höfum þekkt það. Með öðrum orðum, það er verið að hafa mig að fífli. Það er verið að nota mig sem varning. En því var einmitt haldið fram að ef ég sem neytandi er ekki að borga fyrir varninginn, þá er ég í raun varningurinn. Það er verið að dæla yfir mig ómarktækum upplýsingum sem á undantekningarlausan hátt þjóna alltaf einhverjum pólitískum eða hugmyndafræðilegum tilgangi. Það er verið að stuðla að einangrun og sundrung með deila okkur upp í ennfremur fleirri ónauðsynlega undirflokka sem svo undir lokin hylja þann eina flokk sem er, mennska. Aðferðunum sem þarna var lýst voru útsmognar og óútreiknanlegar. Ég fann og sá fíkilinn sem ég sjálfur er orðin í notkun, misnotkun minni á vissum samfélagsmiðlum. Hvernig ég leita í síman á morgnana eftir rauðum tölum í bláum bakgrunn. Hvernig hvert einasta ding og dong stuðlar að rafboðum innan heilataugakerfisins og dassi af dópamín er sleppt út kerfið. Tölvan hefur svo löngu tekið fram úr allri minni getu til að velja og hafna, ég á ekki séns í þetta. Scrollið er hannað og alls engum tilviljunum háð. Ég hef verið kortlagður niður í minnsta atóm hvað varðar hegðun og hugsun. Miðlinum er stjórnað af afli sem hindrar gagnsæi og sköpun innan rými nýjunga. Allt er keyrt út frá ýtarlegri kortlagningu. Meira að segja leitarniðurstöður Google eru misjafnar eftir því hver ég er og hvar ég er staddur. Óhugnanlegt ekki satt? Ég ber ábyrgðina hinsvegar sjálfur, get engum kennt um hvernig er farið. Ég gegni hlutverki sem foreldri og ber skylda að vera upplýstur í þeim tilgangi að upplýsa aðra. Ég vill ekki og má í raun ekki vera á miðlum þar sem ég ekki iðka minn frjálsa vilja. Miðillinn verður að ýta undir sköpun,nýjungar og hlutleysi. Ég stend frammi fyrir því eftir ár eða svo að aldurstakmörk dóttur minnar inn á hina og þessa miðla hrynja eitt af öðru. Mér ber skylda að vera hæfur og upplýstur til marktækra umræðu hvað þetta varðar þegar að því kemur. Ekki bara út af því bara, heldur afhverju. Ég verð að geta útskýrt fyrir dóttir minni hugtakið samfélag, miðlun innan samfélags, taugalífræði, sundrung sem og sameining. Í dag byrjaði ég minn undirbúning. Undirbúning út frá upplýsingu, sem snýr að sjálfbærni og frelsi undan samfélagsmiðlafíkn. Fyrstu skref þessa undirbúnings var að spyrja mig spurninga. Hvað nota ég sem verkfæri í þágu raun tengsla við þá vini innan samfélagsmiðla platformsins. Ég í raun komst að þeirri niðurstöðu að svo stöddu að Facebook og Instagram öppin urðu að hverfa úr síma og Ipad. Þar er ég veikastur fyrir og þau eru útfrá heiðarlegri sjálfsskoðun algjörlega tilgangslaus, nema þá einungis til að fóðra eitthvað innra svarthol, svala fíkn, fíkn sem einungis er til staðar ef framboðið er til staðar. Ég hélt eftir Messenger appinu því mér finnst það þjóna raunverulegum tilgangi í tengslum mínum í leik, starfi og félagsmálum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst allt um sjálfbærni. Í þessu tilfelli sjálfbærni hvað varðar sjálfbæra boðefnaframleiðslu, sjálfbæran vilja og sjálfbæra dómgreind. Dómgreind út frá raunverulegum upplýsingum en ekki hugarburði eða áróðri hinna ýmsu hagsmunaaðila. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Samfélagsmiðlar Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Samfélagssundrung er það fyrsta sem kemur upp í huga minn eftir að ég horfði á heimildarmyndina Social Dilemma sem var að koma út á Netflix fyrir stuttu. Þar eru viðtöl við fyrrverandi starfsfólk hinnu ýmsu tæknirisa sem Facebook, Twitter og Google. Þessir einstaklingar fóru yfir það hvernig gervigreindin er tekin yfir hvað varðar aðferðir innan upplýsingaflæðis til notenda þessara miðla. Hvernig þessir svokölluðu samfélagsmiðlar ekki bara ógna geðheilbrigði manneskja á öllum aldri heldur hvernig þeir í raun stuðla að gríðarlegri sundrung innan samfélags og grafa undan lýðræði eins við höfum þekkt það. Með öðrum orðum, það er verið að hafa mig að fífli. Það er verið að nota mig sem varning. En því var einmitt haldið fram að ef ég sem neytandi er ekki að borga fyrir varninginn, þá er ég í raun varningurinn. Það er verið að dæla yfir mig ómarktækum upplýsingum sem á undantekningarlausan hátt þjóna alltaf einhverjum pólitískum eða hugmyndafræðilegum tilgangi. Það er verið að stuðla að einangrun og sundrung með deila okkur upp í ennfremur fleirri ónauðsynlega undirflokka sem svo undir lokin hylja þann eina flokk sem er, mennska. Aðferðunum sem þarna var lýst voru útsmognar og óútreiknanlegar. Ég fann og sá fíkilinn sem ég sjálfur er orðin í notkun, misnotkun minni á vissum samfélagsmiðlum. Hvernig ég leita í síman á morgnana eftir rauðum tölum í bláum bakgrunn. Hvernig hvert einasta ding og dong stuðlar að rafboðum innan heilataugakerfisins og dassi af dópamín er sleppt út kerfið. Tölvan hefur svo löngu tekið fram úr allri minni getu til að velja og hafna, ég á ekki séns í þetta. Scrollið er hannað og alls engum tilviljunum háð. Ég hef verið kortlagður niður í minnsta atóm hvað varðar hegðun og hugsun. Miðlinum er stjórnað af afli sem hindrar gagnsæi og sköpun innan rými nýjunga. Allt er keyrt út frá ýtarlegri kortlagningu. Meira að segja leitarniðurstöður Google eru misjafnar eftir því hver ég er og hvar ég er staddur. Óhugnanlegt ekki satt? Ég ber ábyrgðina hinsvegar sjálfur, get engum kennt um hvernig er farið. Ég gegni hlutverki sem foreldri og ber skylda að vera upplýstur í þeim tilgangi að upplýsa aðra. Ég vill ekki og má í raun ekki vera á miðlum þar sem ég ekki iðka minn frjálsa vilja. Miðillinn verður að ýta undir sköpun,nýjungar og hlutleysi. Ég stend frammi fyrir því eftir ár eða svo að aldurstakmörk dóttur minnar inn á hina og þessa miðla hrynja eitt af öðru. Mér ber skylda að vera hæfur og upplýstur til marktækra umræðu hvað þetta varðar þegar að því kemur. Ekki bara út af því bara, heldur afhverju. Ég verð að geta útskýrt fyrir dóttir minni hugtakið samfélag, miðlun innan samfélags, taugalífræði, sundrung sem og sameining. Í dag byrjaði ég minn undirbúning. Undirbúning út frá upplýsingu, sem snýr að sjálfbærni og frelsi undan samfélagsmiðlafíkn. Fyrstu skref þessa undirbúnings var að spyrja mig spurninga. Hvað nota ég sem verkfæri í þágu raun tengsla við þá vini innan samfélagsmiðla platformsins. Ég í raun komst að þeirri niðurstöðu að svo stöddu að Facebook og Instagram öppin urðu að hverfa úr síma og Ipad. Þar er ég veikastur fyrir og þau eru útfrá heiðarlegri sjálfsskoðun algjörlega tilgangslaus, nema þá einungis til að fóðra eitthvað innra svarthol, svala fíkn, fíkn sem einungis er til staðar ef framboðið er til staðar. Ég hélt eftir Messenger appinu því mér finnst það þjóna raunverulegum tilgangi í tengslum mínum í leik, starfi og félagsmálum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst allt um sjálfbærni. Í þessu tilfelli sjálfbærni hvað varðar sjálfbæra boðefnaframleiðslu, sjálfbæran vilja og sjálfbæra dómgreind. Dómgreind út frá raunverulegum upplýsingum en ekki hugarburði eða áróðri hinna ýmsu hagsmunaaðila. Höfundur er smíðakennari.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun