Samfélagsmiðlablekkingin Gunnar Dan Wiium skrifar 21. september 2020 12:01 Samfélagssundrung er það fyrsta sem kemur upp í huga minn eftir að ég horfði á heimildarmyndina Social Dilemma sem var að koma út á Netflix fyrir stuttu. Þar eru viðtöl við fyrrverandi starfsfólk hinnu ýmsu tæknirisa sem Facebook, Twitter og Google. Þessir einstaklingar fóru yfir það hvernig gervigreindin er tekin yfir hvað varðar aðferðir innan upplýsingaflæðis til notenda þessara miðla. Hvernig þessir svokölluðu samfélagsmiðlar ekki bara ógna geðheilbrigði manneskja á öllum aldri heldur hvernig þeir í raun stuðla að gríðarlegri sundrung innan samfélags og grafa undan lýðræði eins við höfum þekkt það. Með öðrum orðum, það er verið að hafa mig að fífli. Það er verið að nota mig sem varning. En því var einmitt haldið fram að ef ég sem neytandi er ekki að borga fyrir varninginn, þá er ég í raun varningurinn. Það er verið að dæla yfir mig ómarktækum upplýsingum sem á undantekningarlausan hátt þjóna alltaf einhverjum pólitískum eða hugmyndafræðilegum tilgangi. Það er verið að stuðla að einangrun og sundrung með deila okkur upp í ennfremur fleirri ónauðsynlega undirflokka sem svo undir lokin hylja þann eina flokk sem er, mennska. Aðferðunum sem þarna var lýst voru útsmognar og óútreiknanlegar. Ég fann og sá fíkilinn sem ég sjálfur er orðin í notkun, misnotkun minni á vissum samfélagsmiðlum. Hvernig ég leita í síman á morgnana eftir rauðum tölum í bláum bakgrunn. Hvernig hvert einasta ding og dong stuðlar að rafboðum innan heilataugakerfisins og dassi af dópamín er sleppt út kerfið. Tölvan hefur svo löngu tekið fram úr allri minni getu til að velja og hafna, ég á ekki séns í þetta. Scrollið er hannað og alls engum tilviljunum háð. Ég hef verið kortlagður niður í minnsta atóm hvað varðar hegðun og hugsun. Miðlinum er stjórnað af afli sem hindrar gagnsæi og sköpun innan rými nýjunga. Allt er keyrt út frá ýtarlegri kortlagningu. Meira að segja leitarniðurstöður Google eru misjafnar eftir því hver ég er og hvar ég er staddur. Óhugnanlegt ekki satt? Ég ber ábyrgðina hinsvegar sjálfur, get engum kennt um hvernig er farið. Ég gegni hlutverki sem foreldri og ber skylda að vera upplýstur í þeim tilgangi að upplýsa aðra. Ég vill ekki og má í raun ekki vera á miðlum þar sem ég ekki iðka minn frjálsa vilja. Miðillinn verður að ýta undir sköpun,nýjungar og hlutleysi. Ég stend frammi fyrir því eftir ár eða svo að aldurstakmörk dóttur minnar inn á hina og þessa miðla hrynja eitt af öðru. Mér ber skylda að vera hæfur og upplýstur til marktækra umræðu hvað þetta varðar þegar að því kemur. Ekki bara út af því bara, heldur afhverju. Ég verð að geta útskýrt fyrir dóttir minni hugtakið samfélag, miðlun innan samfélags, taugalífræði, sundrung sem og sameining. Í dag byrjaði ég minn undirbúning. Undirbúning út frá upplýsingu, sem snýr að sjálfbærni og frelsi undan samfélagsmiðlafíkn. Fyrstu skref þessa undirbúnings var að spyrja mig spurninga. Hvað nota ég sem verkfæri í þágu raun tengsla við þá vini innan samfélagsmiðla platformsins. Ég í raun komst að þeirri niðurstöðu að svo stöddu að Facebook og Instagram öppin urðu að hverfa úr síma og Ipad. Þar er ég veikastur fyrir og þau eru útfrá heiðarlegri sjálfsskoðun algjörlega tilgangslaus, nema þá einungis til að fóðra eitthvað innra svarthol, svala fíkn, fíkn sem einungis er til staðar ef framboðið er til staðar. Ég hélt eftir Messenger appinu því mér finnst það þjóna raunverulegum tilgangi í tengslum mínum í leik, starfi og félagsmálum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst allt um sjálfbærni. Í þessu tilfelli sjálfbærni hvað varðar sjálfbæra boðefnaframleiðslu, sjálfbæran vilja og sjálfbæra dómgreind. Dómgreind út frá raunverulegum upplýsingum en ekki hugarburði eða áróðri hinna ýmsu hagsmunaaðila. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Samfélagsmiðlar Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Samfélagssundrung er það fyrsta sem kemur upp í huga minn eftir að ég horfði á heimildarmyndina Social Dilemma sem var að koma út á Netflix fyrir stuttu. Þar eru viðtöl við fyrrverandi starfsfólk hinnu ýmsu tæknirisa sem Facebook, Twitter og Google. Þessir einstaklingar fóru yfir það hvernig gervigreindin er tekin yfir hvað varðar aðferðir innan upplýsingaflæðis til notenda þessara miðla. Hvernig þessir svokölluðu samfélagsmiðlar ekki bara ógna geðheilbrigði manneskja á öllum aldri heldur hvernig þeir í raun stuðla að gríðarlegri sundrung innan samfélags og grafa undan lýðræði eins við höfum þekkt það. Með öðrum orðum, það er verið að hafa mig að fífli. Það er verið að nota mig sem varning. En því var einmitt haldið fram að ef ég sem neytandi er ekki að borga fyrir varninginn, þá er ég í raun varningurinn. Það er verið að dæla yfir mig ómarktækum upplýsingum sem á undantekningarlausan hátt þjóna alltaf einhverjum pólitískum eða hugmyndafræðilegum tilgangi. Það er verið að stuðla að einangrun og sundrung með deila okkur upp í ennfremur fleirri ónauðsynlega undirflokka sem svo undir lokin hylja þann eina flokk sem er, mennska. Aðferðunum sem þarna var lýst voru útsmognar og óútreiknanlegar. Ég fann og sá fíkilinn sem ég sjálfur er orðin í notkun, misnotkun minni á vissum samfélagsmiðlum. Hvernig ég leita í síman á morgnana eftir rauðum tölum í bláum bakgrunn. Hvernig hvert einasta ding og dong stuðlar að rafboðum innan heilataugakerfisins og dassi af dópamín er sleppt út kerfið. Tölvan hefur svo löngu tekið fram úr allri minni getu til að velja og hafna, ég á ekki séns í þetta. Scrollið er hannað og alls engum tilviljunum háð. Ég hef verið kortlagður niður í minnsta atóm hvað varðar hegðun og hugsun. Miðlinum er stjórnað af afli sem hindrar gagnsæi og sköpun innan rými nýjunga. Allt er keyrt út frá ýtarlegri kortlagningu. Meira að segja leitarniðurstöður Google eru misjafnar eftir því hver ég er og hvar ég er staddur. Óhugnanlegt ekki satt? Ég ber ábyrgðina hinsvegar sjálfur, get engum kennt um hvernig er farið. Ég gegni hlutverki sem foreldri og ber skylda að vera upplýstur í þeim tilgangi að upplýsa aðra. Ég vill ekki og má í raun ekki vera á miðlum þar sem ég ekki iðka minn frjálsa vilja. Miðillinn verður að ýta undir sköpun,nýjungar og hlutleysi. Ég stend frammi fyrir því eftir ár eða svo að aldurstakmörk dóttur minnar inn á hina og þessa miðla hrynja eitt af öðru. Mér ber skylda að vera hæfur og upplýstur til marktækra umræðu hvað þetta varðar þegar að því kemur. Ekki bara út af því bara, heldur afhverju. Ég verð að geta útskýrt fyrir dóttir minni hugtakið samfélag, miðlun innan samfélags, taugalífræði, sundrung sem og sameining. Í dag byrjaði ég minn undirbúning. Undirbúning út frá upplýsingu, sem snýr að sjálfbærni og frelsi undan samfélagsmiðlafíkn. Fyrstu skref þessa undirbúnings var að spyrja mig spurninga. Hvað nota ég sem verkfæri í þágu raun tengsla við þá vini innan samfélagsmiðla platformsins. Ég í raun komst að þeirri niðurstöðu að svo stöddu að Facebook og Instagram öppin urðu að hverfa úr síma og Ipad. Þar er ég veikastur fyrir og þau eru útfrá heiðarlegri sjálfsskoðun algjörlega tilgangslaus, nema þá einungis til að fóðra eitthvað innra svarthol, svala fíkn, fíkn sem einungis er til staðar ef framboðið er til staðar. Ég hélt eftir Messenger appinu því mér finnst það þjóna raunverulegum tilgangi í tengslum mínum í leik, starfi og félagsmálum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst allt um sjálfbærni. Í þessu tilfelli sjálfbærni hvað varðar sjálfbæra boðefnaframleiðslu, sjálfbæran vilja og sjálfbæra dómgreind. Dómgreind út frá raunverulegum upplýsingum en ekki hugarburði eða áróðri hinna ýmsu hagsmunaaðila. Höfundur er smíðakennari.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar