Segir Trump misnota vald sitt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2020 23:00 Biden vill ekki að Trump fái að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember. Drew Angerer/Getty Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. Á föstudag var greint frá andláti Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómara, og því er nú óskipað eitt níu sæta við réttinn. Trump hefur þegar lýst því yfir að í næstu viku muni hann tilnefna nýjan dómara, sem hann segir að verði kona. Öldungadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvæði um þann sem forsetinn tilnefnir. Margir andstæðingar forsetans hafa lýst sig mótfallna þessum fyrirætlunum forsetans. Verði af þeim munu sex af níu dómurum við réttinn hafa verið skipaðir af Repúblikönum, og hinir þrír af Demókrötum. Ginsburg var skipuð af Demókratanum Bill Clinton árið 1993. Í febrúar 2016, rúmu hálfu ári í forsetakosningar, lýstu Repúblikanar yfir að ekki yrði greitt atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar, eftir að Antonin Scalia dó. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, sagði of stutt í kosningar og að nýr forseti ætti að fá að tilnefna í embættið. Nú, þegar um einn og hálfur mánuður er til kosninga kveður þó við nýjan tón hjá McConnell og hefur hann sagt það skyldu flokksins að skipa nýjan dómara. Hefur heitið því að atkvæðagreiðsla um tilnefningu forsetans fari fram fyrir kosningar. Þá sagði Ginsburg sjálf, skömmu fyrir andlát sitt, að hennar heitasta ósk væri sú að ekki yrði skipað í embætti hennar fyrr en nýr forseti hefði tekið við embætti. Donald Trump vill fá að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember.Alex Wong/Getty Biðlar til þingmanna Repúblikana Joe Biden telur að þessar fyrirætlanir Trump og McConnell, að skipa dómara fyrir kosningar, séu misnotkun valds. Það gerði hann skýrt í ræðu sem hann hélt í Philadelphia í dag. „Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir það að verkum að Bandaríkjamenn eiga þess kost að hlustað sé á þá. Þeir ættu að gera það ljóst að þeir munu ekki samþykkja þessa misnotkun valds.“ Þá biðlaði hann til Repúblikana í öldungadeild þingsins, sem eru í meirihluta, að fylgja sannfæringu sinni og greiða ekki atkvæði með tilnefningu forsetans. Nú þegar hafa tveir þingmenn Repúblikana, þr Lisa Murkowski og Susan Collins, sagst styðja það að atkvæðagreiðslunni yrðu frestað þar til eftir kosningarnar 3. nóvember. Minnst tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikana þyrftu að styðja þær hugmyndir, ef þær ættu að verða að veruleika. Biden sagði einnig að ef hann kæmi til með að vinna kosningarnar yrði að draga tilnefningu Trump til baka. Þá sagðist hann ætla að ráðfæra sig við þingmenn beggja flokka áður en hann myndi tilnefna dómara. Hann bætti því við að hann teldi ekki rétt að hann gæfi opinberlega út lista yfir þá dómara sem hann teldi fýsilegt að skipa í réttinn. Slíkt gæti leitt til þess að umræddir dómarar þyrftu að sæta pólitískum árásum. Hann sagði þó að möguleg útnefning hans myndi brjóta blað í sögunni og verða „fyrsta afrísk-ameríska konan við réttinn.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29 Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Ruth Bader Ginsburg látin Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, er látin. 18. september 2020 23:42 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. Á föstudag var greint frá andláti Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómara, og því er nú óskipað eitt níu sæta við réttinn. Trump hefur þegar lýst því yfir að í næstu viku muni hann tilnefna nýjan dómara, sem hann segir að verði kona. Öldungadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvæði um þann sem forsetinn tilnefnir. Margir andstæðingar forsetans hafa lýst sig mótfallna þessum fyrirætlunum forsetans. Verði af þeim munu sex af níu dómurum við réttinn hafa verið skipaðir af Repúblikönum, og hinir þrír af Demókrötum. Ginsburg var skipuð af Demókratanum Bill Clinton árið 1993. Í febrúar 2016, rúmu hálfu ári í forsetakosningar, lýstu Repúblikanar yfir að ekki yrði greitt atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar, eftir að Antonin Scalia dó. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, sagði of stutt í kosningar og að nýr forseti ætti að fá að tilnefna í embættið. Nú, þegar um einn og hálfur mánuður er til kosninga kveður þó við nýjan tón hjá McConnell og hefur hann sagt það skyldu flokksins að skipa nýjan dómara. Hefur heitið því að atkvæðagreiðsla um tilnefningu forsetans fari fram fyrir kosningar. Þá sagði Ginsburg sjálf, skömmu fyrir andlát sitt, að hennar heitasta ósk væri sú að ekki yrði skipað í embætti hennar fyrr en nýr forseti hefði tekið við embætti. Donald Trump vill fá að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember.Alex Wong/Getty Biðlar til þingmanna Repúblikana Joe Biden telur að þessar fyrirætlanir Trump og McConnell, að skipa dómara fyrir kosningar, séu misnotkun valds. Það gerði hann skýrt í ræðu sem hann hélt í Philadelphia í dag. „Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir það að verkum að Bandaríkjamenn eiga þess kost að hlustað sé á þá. Þeir ættu að gera það ljóst að þeir munu ekki samþykkja þessa misnotkun valds.“ Þá biðlaði hann til Repúblikana í öldungadeild þingsins, sem eru í meirihluta, að fylgja sannfæringu sinni og greiða ekki atkvæði með tilnefningu forsetans. Nú þegar hafa tveir þingmenn Repúblikana, þr Lisa Murkowski og Susan Collins, sagst styðja það að atkvæðagreiðslunni yrðu frestað þar til eftir kosningarnar 3. nóvember. Minnst tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikana þyrftu að styðja þær hugmyndir, ef þær ættu að verða að veruleika. Biden sagði einnig að ef hann kæmi til með að vinna kosningarnar yrði að draga tilnefningu Trump til baka. Þá sagðist hann ætla að ráðfæra sig við þingmenn beggja flokka áður en hann myndi tilnefna dómara. Hann bætti því við að hann teldi ekki rétt að hann gæfi opinberlega út lista yfir þá dómara sem hann teldi fýsilegt að skipa í réttinn. Slíkt gæti leitt til þess að umræddir dómarar þyrftu að sæta pólitískum árásum. Hann sagði þó að möguleg útnefning hans myndi brjóta blað í sögunni og verða „fyrsta afrísk-ameríska konan við réttinn.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29 Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Ruth Bader Ginsburg látin Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, er látin. 18. september 2020 23:42 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48
Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29
Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30
Ruth Bader Ginsburg látin Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, er látin. 18. september 2020 23:42