Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Sylvía Hall skrifar 19. september 2020 17:43 BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu. Vísir/Birgir Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. Á fimmtudag höfðu forsvarsmenn veitingastaðarins fengið upplýsingar frá smitrakningateyminu að að hugsanlega hefði smitaður einstaklingur komið á staðinn fyrir rúmri viku síðan. Greint er frá þessu á Facebook-síðu BrewDog. Eftir símtal frá smitrakningateymi hafi allt starfsfólk verið sent í skimun í gær og var aðeins einn starfsmaður smitaður líkt og áður sagði. Starfsmaðurinn sem smitaðist var á vakt bæði föstudag og laugardag síðustu helgi. Hann hefur ekki komið aftur inn á staðinn síðan en grunur leikur á um að hann hafi smitast af gesti þegar hann var við störf. Þeir sem heimsóttu staðinn dagana 11. og 12. september eru hvattir til þess að fara í skimun. „Í kjölfar þeirrar vitneskju var unnið þétt með smitrakningateyminu og höfum við fengið hrós frá þeim fyrir góða samvinnu. Allir starfsmenn voru sendir í skimun ásamt þeim viðskiptavinum sem smitrakningateymið hafði samband við,“ segir í tilkynningu BrewDog. Stór hluti smita tengjast skemmtistöðum Um þriðjungur þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað tímabundið í fjóra daga, frá því í gær fram til mánudagsins 21. september. Fyrr í vikunni var greint frá því að nokkur fjöldi smita hafði komið upp hjá viðskiptavinum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu þar sem gestir staðarins síðasta föstudag voru beðnir um að fara í skimun vegna veirunnar. Snertifletir virtust bera með sér smit, þó svo að gætt væri að sóttvörnum með reglubundnum hætti. „Þetta eru ekki staðir þar sem fólk er í troðningi heldur situr það á sínum bás og drekkur sinn bjór í rólegheitum, en er síðan smitað. Þess vegna eru það þessir sameiginlegu snertifletir sem er verið að horfa til,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi í dag. „Og þó að sóttvarna sé gætt, borð og hurðahúna þrifnir reglulega, virðist það ekki duga til að koma í veg fyrir smit í gegnum sameiginlega snertifleti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. 18. september 2020 15:59 „Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. 18. september 2020 11:36 Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. 18. september 2020 09:55 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. Á fimmtudag höfðu forsvarsmenn veitingastaðarins fengið upplýsingar frá smitrakningateyminu að að hugsanlega hefði smitaður einstaklingur komið á staðinn fyrir rúmri viku síðan. Greint er frá þessu á Facebook-síðu BrewDog. Eftir símtal frá smitrakningateymi hafi allt starfsfólk verið sent í skimun í gær og var aðeins einn starfsmaður smitaður líkt og áður sagði. Starfsmaðurinn sem smitaðist var á vakt bæði föstudag og laugardag síðustu helgi. Hann hefur ekki komið aftur inn á staðinn síðan en grunur leikur á um að hann hafi smitast af gesti þegar hann var við störf. Þeir sem heimsóttu staðinn dagana 11. og 12. september eru hvattir til þess að fara í skimun. „Í kjölfar þeirrar vitneskju var unnið þétt með smitrakningateyminu og höfum við fengið hrós frá þeim fyrir góða samvinnu. Allir starfsmenn voru sendir í skimun ásamt þeim viðskiptavinum sem smitrakningateymið hafði samband við,“ segir í tilkynningu BrewDog. Stór hluti smita tengjast skemmtistöðum Um þriðjungur þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað tímabundið í fjóra daga, frá því í gær fram til mánudagsins 21. september. Fyrr í vikunni var greint frá því að nokkur fjöldi smita hafði komið upp hjá viðskiptavinum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu þar sem gestir staðarins síðasta föstudag voru beðnir um að fara í skimun vegna veirunnar. Snertifletir virtust bera með sér smit, þó svo að gætt væri að sóttvörnum með reglubundnum hætti. „Þetta eru ekki staðir þar sem fólk er í troðningi heldur situr það á sínum bás og drekkur sinn bjór í rólegheitum, en er síðan smitað. Þess vegna eru það þessir sameiginlegu snertifletir sem er verið að horfa til,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi í dag. „Og þó að sóttvarna sé gætt, borð og hurðahúna þrifnir reglulega, virðist það ekki duga til að koma í veg fyrir smit í gegnum sameiginlega snertifleti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. 18. september 2020 15:59 „Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. 18. september 2020 11:36 Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. 18. september 2020 09:55 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. 18. september 2020 15:59
„Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. 18. september 2020 11:36
Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. 18. september 2020 09:55