Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 22:46 Robert Redfield er forstjóri sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna. Anna Moneymaker/Getty Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. Í síðasta mánuði birtust ráðleggingar á vefsíðu stofnunarinnar þar sem fram kom að einstaklingar sem ekki sýndu einkenni Covid-19 ættu ekki að leitast við að fara í skimun. Nú hefur tilmælunum verið breytt aftur og mælist stofnunin til þess að allir sem komist hafa í tæri við einstakling sem greinist með veiruna ættu að láta taka úr sér sýni. Það var hluti af opinberum leiðbeiningum stofnunarinnar áður en þeim var breytt í síðasta mánuði. Meint óákveðni stofnunarinnar í þessum málum hefur vakið talsverða athygli vestanhafs. Til að mynda hafa borist fréttir af því að ráðleggingunum hafi verið breytt að frumkvæði annarra en sérfræðinga á vegum stofnunarinnar. Sumir ganga svo langt að segja að það hafi verið gert þvert gegn ráðleggingum þeirra. Einhver telja forsetann á bak við breytinguna Samkvæmt frétt BBC hafa einhverjir velt því upp að breytingin í síðasta mánuði hafi verið gerð til þess að þóknast Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hafi viljað draga úr fjölda þeirra sem greinast með því að letja fólk til þess að fara í sýnatöku. Bandaríkin er það land þar sem flestir einstaklingar hafa greinst með veiruna, eða rúmlega 6,9 milljónir. Yfir 200.000 hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur þó ítrekað haldið því fram að vel hafi verið tekist á við faraldurinn og að ástæða þess að flest smit væru greind í Bandaríkjunum væri sú að ekkert ríki hefði prófað fleiri. Það er þó ekki rétt. Til að mynda hafa verið framkvæmd hlutfallslega fleiri próf við veirunni á Íslandi, en þó eru staðfest smit hlutfallslega færri hér á landi en í Bandaríkjunum. Trump forseti hefur sagst áhugasamur um að láta draga úr umfangi skimunar fyrir kórónuveirunni.Alex Wong/Getty Á stuðningsmannafundi í júní greindi Trump frá því að hann hefði beðið embættismenn innan heilbrigðisgeirans í Bandaríkjunum um að draga úr fjölda þeirra sem skimaður er fyrir veirunni. Talsmaður á vegum Hvíta hússins hefur síðan þá sagt að um grín hafi verið að ræða. Þá hafa talsmenn ríkisstjórnar forsetans sagt að breytingin í síðasta mánuði hafi ekki verið gerð með pólitík í huga. Sérfræðingar í sóttvörnum hafa þó fagnað því að hún hafi verið dregin til baka. „Viðsnúningur í átt að vísindalegri nálgun á skimunarleiðbeiningar frá CDC eru góðar fréttir fyrir lýðheilsu og sameinaða baráttu okkar gegn þessum faraldri,“ hefur BBC til að mynda eftir Thomas File, forseta samtaka um smitsjúkdóma í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. Í síðasta mánuði birtust ráðleggingar á vefsíðu stofnunarinnar þar sem fram kom að einstaklingar sem ekki sýndu einkenni Covid-19 ættu ekki að leitast við að fara í skimun. Nú hefur tilmælunum verið breytt aftur og mælist stofnunin til þess að allir sem komist hafa í tæri við einstakling sem greinist með veiruna ættu að láta taka úr sér sýni. Það var hluti af opinberum leiðbeiningum stofnunarinnar áður en þeim var breytt í síðasta mánuði. Meint óákveðni stofnunarinnar í þessum málum hefur vakið talsverða athygli vestanhafs. Til að mynda hafa borist fréttir af því að ráðleggingunum hafi verið breytt að frumkvæði annarra en sérfræðinga á vegum stofnunarinnar. Sumir ganga svo langt að segja að það hafi verið gert þvert gegn ráðleggingum þeirra. Einhver telja forsetann á bak við breytinguna Samkvæmt frétt BBC hafa einhverjir velt því upp að breytingin í síðasta mánuði hafi verið gerð til þess að þóknast Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hafi viljað draga úr fjölda þeirra sem greinast með því að letja fólk til þess að fara í sýnatöku. Bandaríkin er það land þar sem flestir einstaklingar hafa greinst með veiruna, eða rúmlega 6,9 milljónir. Yfir 200.000 hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur þó ítrekað haldið því fram að vel hafi verið tekist á við faraldurinn og að ástæða þess að flest smit væru greind í Bandaríkjunum væri sú að ekkert ríki hefði prófað fleiri. Það er þó ekki rétt. Til að mynda hafa verið framkvæmd hlutfallslega fleiri próf við veirunni á Íslandi, en þó eru staðfest smit hlutfallslega færri hér á landi en í Bandaríkjunum. Trump forseti hefur sagst áhugasamur um að láta draga úr umfangi skimunar fyrir kórónuveirunni.Alex Wong/Getty Á stuðningsmannafundi í júní greindi Trump frá því að hann hefði beðið embættismenn innan heilbrigðisgeirans í Bandaríkjunum um að draga úr fjölda þeirra sem skimaður er fyrir veirunni. Talsmaður á vegum Hvíta hússins hefur síðan þá sagt að um grín hafi verið að ræða. Þá hafa talsmenn ríkisstjórnar forsetans sagt að breytingin í síðasta mánuði hafi ekki verið gerð með pólitík í huga. Sérfræðingar í sóttvörnum hafa þó fagnað því að hún hafi verið dregin til baka. „Viðsnúningur í átt að vísindalegri nálgun á skimunarleiðbeiningar frá CDC eru góðar fréttir fyrir lýðheilsu og sameinaða baráttu okkar gegn þessum faraldri,“ hefur BBC til að mynda eftir Thomas File, forseta samtaka um smitsjúkdóma í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00
Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19
Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44