Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 22:46 Robert Redfield er forstjóri sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna. Anna Moneymaker/Getty Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. Í síðasta mánuði birtust ráðleggingar á vefsíðu stofnunarinnar þar sem fram kom að einstaklingar sem ekki sýndu einkenni Covid-19 ættu ekki að leitast við að fara í skimun. Nú hefur tilmælunum verið breytt aftur og mælist stofnunin til þess að allir sem komist hafa í tæri við einstakling sem greinist með veiruna ættu að láta taka úr sér sýni. Það var hluti af opinberum leiðbeiningum stofnunarinnar áður en þeim var breytt í síðasta mánuði. Meint óákveðni stofnunarinnar í þessum málum hefur vakið talsverða athygli vestanhafs. Til að mynda hafa borist fréttir af því að ráðleggingunum hafi verið breytt að frumkvæði annarra en sérfræðinga á vegum stofnunarinnar. Sumir ganga svo langt að segja að það hafi verið gert þvert gegn ráðleggingum þeirra. Einhver telja forsetann á bak við breytinguna Samkvæmt frétt BBC hafa einhverjir velt því upp að breytingin í síðasta mánuði hafi verið gerð til þess að þóknast Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hafi viljað draga úr fjölda þeirra sem greinast með því að letja fólk til þess að fara í sýnatöku. Bandaríkin er það land þar sem flestir einstaklingar hafa greinst með veiruna, eða rúmlega 6,9 milljónir. Yfir 200.000 hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur þó ítrekað haldið því fram að vel hafi verið tekist á við faraldurinn og að ástæða þess að flest smit væru greind í Bandaríkjunum væri sú að ekkert ríki hefði prófað fleiri. Það er þó ekki rétt. Til að mynda hafa verið framkvæmd hlutfallslega fleiri próf við veirunni á Íslandi, en þó eru staðfest smit hlutfallslega færri hér á landi en í Bandaríkjunum. Trump forseti hefur sagst áhugasamur um að láta draga úr umfangi skimunar fyrir kórónuveirunni.Alex Wong/Getty Á stuðningsmannafundi í júní greindi Trump frá því að hann hefði beðið embættismenn innan heilbrigðisgeirans í Bandaríkjunum um að draga úr fjölda þeirra sem skimaður er fyrir veirunni. Talsmaður á vegum Hvíta hússins hefur síðan þá sagt að um grín hafi verið að ræða. Þá hafa talsmenn ríkisstjórnar forsetans sagt að breytingin í síðasta mánuði hafi ekki verið gerð með pólitík í huga. Sérfræðingar í sóttvörnum hafa þó fagnað því að hún hafi verið dregin til baka. „Viðsnúningur í átt að vísindalegri nálgun á skimunarleiðbeiningar frá CDC eru góðar fréttir fyrir lýðheilsu og sameinaða baráttu okkar gegn þessum faraldri,“ hefur BBC til að mynda eftir Thomas File, forseta samtaka um smitsjúkdóma í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. Í síðasta mánuði birtust ráðleggingar á vefsíðu stofnunarinnar þar sem fram kom að einstaklingar sem ekki sýndu einkenni Covid-19 ættu ekki að leitast við að fara í skimun. Nú hefur tilmælunum verið breytt aftur og mælist stofnunin til þess að allir sem komist hafa í tæri við einstakling sem greinist með veiruna ættu að láta taka úr sér sýni. Það var hluti af opinberum leiðbeiningum stofnunarinnar áður en þeim var breytt í síðasta mánuði. Meint óákveðni stofnunarinnar í þessum málum hefur vakið talsverða athygli vestanhafs. Til að mynda hafa borist fréttir af því að ráðleggingunum hafi verið breytt að frumkvæði annarra en sérfræðinga á vegum stofnunarinnar. Sumir ganga svo langt að segja að það hafi verið gert þvert gegn ráðleggingum þeirra. Einhver telja forsetann á bak við breytinguna Samkvæmt frétt BBC hafa einhverjir velt því upp að breytingin í síðasta mánuði hafi verið gerð til þess að þóknast Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hafi viljað draga úr fjölda þeirra sem greinast með því að letja fólk til þess að fara í sýnatöku. Bandaríkin er það land þar sem flestir einstaklingar hafa greinst með veiruna, eða rúmlega 6,9 milljónir. Yfir 200.000 hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur þó ítrekað haldið því fram að vel hafi verið tekist á við faraldurinn og að ástæða þess að flest smit væru greind í Bandaríkjunum væri sú að ekkert ríki hefði prófað fleiri. Það er þó ekki rétt. Til að mynda hafa verið framkvæmd hlutfallslega fleiri próf við veirunni á Íslandi, en þó eru staðfest smit hlutfallslega færri hér á landi en í Bandaríkjunum. Trump forseti hefur sagst áhugasamur um að láta draga úr umfangi skimunar fyrir kórónuveirunni.Alex Wong/Getty Á stuðningsmannafundi í júní greindi Trump frá því að hann hefði beðið embættismenn innan heilbrigðisgeirans í Bandaríkjunum um að draga úr fjölda þeirra sem skimaður er fyrir veirunni. Talsmaður á vegum Hvíta hússins hefur síðan þá sagt að um grín hafi verið að ræða. Þá hafa talsmenn ríkisstjórnar forsetans sagt að breytingin í síðasta mánuði hafi ekki verið gerð með pólitík í huga. Sérfræðingar í sóttvörnum hafa þó fagnað því að hún hafi verið dregin til baka. „Viðsnúningur í átt að vísindalegri nálgun á skimunarleiðbeiningar frá CDC eru góðar fréttir fyrir lýðheilsu og sameinaða baráttu okkar gegn þessum faraldri,“ hefur BBC til að mynda eftir Thomas File, forseta samtaka um smitsjúkdóma í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00
Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19
Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44