Líðan hins slasaða sögð stöðug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2020 11:01 Rafmagnslínur á hálendinu. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Líðan karlmanns sem slasaðist í alvarlegu slysi við tengivirki í Breiðadal fyrir botni Öndunarfjarðar í gær er sögð stöðug. Maðurinn fékk í sig mikinn straum og féll úr töluverðri hæð. Fulltrúar Mannvirkjastofnunar og vinnueftirlitsins rannsaka tildrög slyssins. Karlmaðurinn, sem er á sextugsaldri, var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar og í framhaldinu með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Hann liggur inni á Landspítalanum og er líðan hans stöðug að sögn Elíasar Jónatanssonar, orkubússtjóra á Vestfjörðum. Hann segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið og bendir á að slysið hafi orðið í kerfishluta Landsnets. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, staðfestir að óháð rannsókn Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlits standi yfir á atvikinu. „Það er verið að taka út atburðina og fara yfir hvað gerðist,“ segir Steinunn. Á meðan geti hún lítið tjáð sig um málið. „Hræðilegt þegar svona gerist“ Um er að ræða 66 kV flutningskerfi sem geta borið allt að 66 þúsund volt. Steinunn segir að straumur hafi ekki verið á línunni en þó á tengiverkinu eins og eðlilegt sé. Aðspurð hvort slys sem þessi hafi komið upp áður segir hún fyrirtækið hafa verið heppið en það leggi líka mikið upp úr öryggismálum. „Bæði Landsnet og Orkubú eru fyrirtæki sem leggja rosalega mikla áherslu á öryggismál. Allt okkar fólk fær mikla þjálfun og er þrautþjálfað að vinna við svona aðstæður. Sem betur fer hafa ekki orðið mörg slys við svona aðstæður.“ Hún segir hug fyrirtækisins hjá samstarfsfólki sínu hjá Orkubúinu. „Það er alltaf hræðilegt þegar svona gerist.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Landsnets. Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður. 17. september 2020 17:33 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Líðan karlmanns sem slasaðist í alvarlegu slysi við tengivirki í Breiðadal fyrir botni Öndunarfjarðar í gær er sögð stöðug. Maðurinn fékk í sig mikinn straum og féll úr töluverðri hæð. Fulltrúar Mannvirkjastofnunar og vinnueftirlitsins rannsaka tildrög slyssins. Karlmaðurinn, sem er á sextugsaldri, var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar og í framhaldinu með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Hann liggur inni á Landspítalanum og er líðan hans stöðug að sögn Elíasar Jónatanssonar, orkubússtjóra á Vestfjörðum. Hann segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið og bendir á að slysið hafi orðið í kerfishluta Landsnets. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, staðfestir að óháð rannsókn Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlits standi yfir á atvikinu. „Það er verið að taka út atburðina og fara yfir hvað gerðist,“ segir Steinunn. Á meðan geti hún lítið tjáð sig um málið. „Hræðilegt þegar svona gerist“ Um er að ræða 66 kV flutningskerfi sem geta borið allt að 66 þúsund volt. Steinunn segir að straumur hafi ekki verið á línunni en þó á tengiverkinu eins og eðlilegt sé. Aðspurð hvort slys sem þessi hafi komið upp áður segir hún fyrirtækið hafa verið heppið en það leggi líka mikið upp úr öryggismálum. „Bæði Landsnet og Orkubú eru fyrirtæki sem leggja rosalega mikla áherslu á öryggismál. Allt okkar fólk fær mikla þjálfun og er þrautþjálfað að vinna við svona aðstæður. Sem betur fer hafa ekki orðið mörg slys við svona aðstæður.“ Hún segir hug fyrirtækisins hjá samstarfsfólki sínu hjá Orkubúinu. „Það er alltaf hræðilegt þegar svona gerist.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Landsnets.
Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður. 17. september 2020 17:33 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður. 17. september 2020 17:33