Segir að ekki sé horft til heilsu leikmanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 07:00 Eric Dier í leiknum gegn Everton um síðustu helgi. Charlotte Wilson/ Getty Images Vegna kórónufaraldursins þá fengu fótboltamenn í stærstu liðum Evrópu nær ekkert sumarfrí. Þá var Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, hluti af leikmannahóp Englands sem mætti Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni. Dier hefur nú gagnrýnt það mikla leikjaálag sem sett er á stærstu lið ensku úrvalsdeildarinnar – og þar af leiðandi leikmenn þeirra – í upphafi móts. Hann segir að forráðamenn úrvalsdeildarinnar séu ekki með hagsmuni leikmanna að leiðarljósi. BBC greindi frá. Dier er sem stendur með Tottenham í Búlgaríu þar sem liðið mætir Lokomotiv Plovdiv í undankeppni Evrópudeildarinnar. Liðið gæti spilað alla þriðjudaga og fimmtudaga næstu þrjár vikurnar fari það svo að það fari áfram í Evrópudeildinni sem og enska deildarbikarnum. „Ef þú horfir á leikjaniðuröðunina þá er ljóst að velferð leikmanna er ekki höfð að leiðarljósi,“ sagði Dier en Tottenham á fjóra leiki á næstu átta dögum. Spurs face the possibility of nine matches in 21 days and Eric Dier says he is concerned about the danger to player welfare. Full story: https://t.co/Xe3P33mr9N pic.twitter.com/3KDlwJSaQn— BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2020 Þá hjálpar það ekki að leikmannahópur liðsins er þunnskipaður og José Mourinho – þjálfari liðsins – er ekki mikið fyrir að breyta liði sínu milli leikja. Dier er reyndar ekki á sama máli en hann telur að liðið hafi „frábæra breidd og mikil gæði“ í leikmannahópi sínum. Alls gæti Tottenham spilað níu leiki frá 13. september til 3. október. Það telur Dier fásinnu. „Þetta er almenn skynsemi ef þú hugsar út í það. Það er eins og þeim sé alveg sama um leikmennina,“ segir hann að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira
Vegna kórónufaraldursins þá fengu fótboltamenn í stærstu liðum Evrópu nær ekkert sumarfrí. Þá var Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, hluti af leikmannahóp Englands sem mætti Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni. Dier hefur nú gagnrýnt það mikla leikjaálag sem sett er á stærstu lið ensku úrvalsdeildarinnar – og þar af leiðandi leikmenn þeirra – í upphafi móts. Hann segir að forráðamenn úrvalsdeildarinnar séu ekki með hagsmuni leikmanna að leiðarljósi. BBC greindi frá. Dier er sem stendur með Tottenham í Búlgaríu þar sem liðið mætir Lokomotiv Plovdiv í undankeppni Evrópudeildarinnar. Liðið gæti spilað alla þriðjudaga og fimmtudaga næstu þrjár vikurnar fari það svo að það fari áfram í Evrópudeildinni sem og enska deildarbikarnum. „Ef þú horfir á leikjaniðuröðunina þá er ljóst að velferð leikmanna er ekki höfð að leiðarljósi,“ sagði Dier en Tottenham á fjóra leiki á næstu átta dögum. Spurs face the possibility of nine matches in 21 days and Eric Dier says he is concerned about the danger to player welfare. Full story: https://t.co/Xe3P33mr9N pic.twitter.com/3KDlwJSaQn— BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2020 Þá hjálpar það ekki að leikmannahópur liðsins er þunnskipaður og José Mourinho – þjálfari liðsins – er ekki mikið fyrir að breyta liði sínu milli leikja. Dier er reyndar ekki á sama máli en hann telur að liðið hafi „frábæra breidd og mikil gæði“ í leikmannahópi sínum. Alls gæti Tottenham spilað níu leiki frá 13. september til 3. október. Það telur Dier fásinnu. „Þetta er almenn skynsemi ef þú hugsar út í það. Það er eins og þeim sé alveg sama um leikmennina,“ segir hann að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira