Enski boltinn

„Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lærisveinar Amorim náðu í stig á Anfield.
Lærisveinar Amorim náðu í stig á Anfield. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN

Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, var eðlilega nokkuð ánægður með stigið sem hans menn náðu í þegar þeir heimsóttu topplið Liverpool. Hann vill samt sjá meira frá sínum mönnum sem hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið.

Rauðu djöflarnir sóttu Anfield heim í kuldanum í Liverpool. Leikurinn var frábær skemmtun og var ekki að sjá að heimamenn væru með góða forystu á toppnum á meðan gestirnir eru í neðri hluta töflunnar.

„Það ætti að vera stóra vandamálið fyrir leikmenn okkar að aðeins ein manneskja þarna úti telji okkur hafa hæfileikana en ekki karakterinn til að spila fyrir félagið. Við þurfum að berjast til að breyta þeirri ímynd.“

„Ég tel það nokkuð augljóst að þegar við erum einbeittir, þegar við berjumst um alla lausa bolta, þegar við þjáumst saman og þegar við erum þreyttir þegar leik lýkur þá erum við gott lið.“

„Ef við gerum það ekki allar stundir þá munum við tapa leikjum. Það sjá það allir. Við stýrðum hraða leiksins vel í dag. Eftir að Liverpool fékk færi þá náðum við tökum á boltanum þó ekki nema í örskamma stund. Það gerir gæfumuninn.“

„Við þjáðumst ekki frá upphafi til enda þar sem við náðum stjórn á boltanum, stundum með því að vinna aukaspyrnur eða með því að stýra skyndisóknum þeirra. Þetta var góður leikur.“

„Fyrir mér skiptir ekki máli að Harry Maguire hafi brennt af færi eða ekki spilað boltanum fullkomlega. Fyrir mér skiptir máli að Harry hafi gefið allt sem hann á. Það er mikilvægast.“

„Það er ljóst. Öllum líður þannig. Við verðum einn daginn að fara sýna meiri stöðugleika, ekki aðeins í spilamennsku heldur hvernig við nálgumst andstæðinginn. Byrjum á því í dag,“ sagði Amorim að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×