Enski boltinn

Willum Þór skoraði þegar Birming­ham tyllti sér á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Willum Þór hefur skorað fimm mörk og lagt upp jafn mörg í 22 leikjum í ensku C-deildinni.
Willum Þór hefur skorað fimm mörk og lagt upp jafn mörg í 22 leikjum í ensku C-deildinni. Vísir/Getty

Birmingham City stefnir hraðbyr á sæti í ensku B-deild karla í fótbolta. Liðið vann 3-0 útisigur á Wigan Athletic í dag þar sem Willum Þór Willumsson skoraði þriðja mark gestanna.

Willum Þór var á sínum stað í byrjunarliði Birmingham og skoraði þriðja mark liðsins eftir rúmlega klukkustund en Alfie May hafði skorað fyrri tvö mörkin í fyrri hálfleik.

Alfons Sampsted var ekki með Birmingham í dag vegna meiðsla.

Sigurinn lyftir Birmingham upp fyrir Wycombe í 1. sæti C-deildar með 53 stig að loknum 23 leikjum. Wycombe er með 51 stig líkt og Wrexham í 2. og 3. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×