Þórdís Kolbrún, ég vil sjá orkustefnu fyrir Ísland Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 17. september 2020 08:00 Íslendingar standa mjög framarlega í orkumálum. Við höldum þó fram á veginn og nú stefnum við að því að hætta alfarið að nota jarðefnaeldsneyti en það er einn partur af þeim breytingum sem við verðum að tileinka okkur til að takast á við loftslagsbreytingar. Sumir gleyma þar að taka inn í myndina að breytingarnar sem okkar er krafist eru einnig betri nýting og aukin sjálfbærni. Einhvern tímann verðum við að stoppa og hugsa um það hvernig við notum orkuna. Í rauninni hefðum við þurft að gera það fyrir löngu. Oftar en einusinni hefur verið sett á fót nefnd með hið stóra verkefni að gera orkustefnu fyrir Ísland. Síðast átti orkustefnunefnd að skila af sér heilmótaðri stefnu í árslok 2018 samkvæmt vefsíðu stjórnarráðsins. Sú vinna dróst á langinn og nú hefur ekkert heyrst frá téðri nefnd í meira en ár. Þetta er flókið verkefni því hagsmunaaðilar eru margir og samspil þeirra flókið. Hægt er að gera sér í hugalund hvernig þetta samspil virkar í handbók í hagsmunagæslu fyrir umhverfið sem félag Ungra umhverfissinna gaf út í ár. Hagsmunaaðilar sem geta ekki tjáð sig eins og náttúran sjálf eiga oft til að verða undir í umræðunni. Aðeins framíðin mun leiða í ljós hversu verðmæt víðerni (e. wilderness) eru í raun og veru. Ekki endilega verðmæt í beinhörðum peningum heldur einfaldlega í tilveru sinni. Við viljum geta sagt framtíðar kynslóðum landsins að sú orka sem við framleiddum með öllum þeim fórnarkostnaði sem henni fylgir hafi verið skynsamlega varið á sjálfbæran hátt. Um þetta skrifuðu Ungir umhverfissinnar í umsögn sinni til 1. áfanga orkustefnu í febrúar 2019. Hvergi er þó til neitt plan um hvað á að gera við orkuna sem kannski mun verða til eða kannski mun losna þegar stóriðnaður á Íslandi breytist. Upplýsingarnar sem hægt er að nálgast eru misvísandi og til þess fallnar að hagsmunaaðilar geti valið það úr sem þeim hentar. ·Samkvæmt deildarstjóri kerfisstýringar hjá RARIK, þurfum við að virkja 300 MW ef við ætlum að ná fram orkuskiptum á landi fyrir 2030. ·Samkvæmt forstjóra orkuveitunnar eru 7,5% af núverandi rafmagni sem við framleiðum ekki í notkun og því engin ástæða til að virkja. ·Samkvæmt aðgerðaráætlun í stjórnvalda í loftslagsmálum 2020 skal hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi vera komið upp í 30% árið 2030. ·Samkvæmt grænni sviðsmynd í orkuspá orkustofnunnar er gert ráð fyrir 40% endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum á landi árið 2050. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að eiga neinar málefnalegar umræður um stöðu mála þegar slíkt stefnuleysi ríkir. Mismunandi er í hvaða tölur er vísað og orkuspá samræmist ekki aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Ég kalla eftir orkustefnu svo hægt sé að ræða um orkumál á Íslandi af alvöru. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íslendingar standa mjög framarlega í orkumálum. Við höldum þó fram á veginn og nú stefnum við að því að hætta alfarið að nota jarðefnaeldsneyti en það er einn partur af þeim breytingum sem við verðum að tileinka okkur til að takast á við loftslagsbreytingar. Sumir gleyma þar að taka inn í myndina að breytingarnar sem okkar er krafist eru einnig betri nýting og aukin sjálfbærni. Einhvern tímann verðum við að stoppa og hugsa um það hvernig við notum orkuna. Í rauninni hefðum við þurft að gera það fyrir löngu. Oftar en einusinni hefur verið sett á fót nefnd með hið stóra verkefni að gera orkustefnu fyrir Ísland. Síðast átti orkustefnunefnd að skila af sér heilmótaðri stefnu í árslok 2018 samkvæmt vefsíðu stjórnarráðsins. Sú vinna dróst á langinn og nú hefur ekkert heyrst frá téðri nefnd í meira en ár. Þetta er flókið verkefni því hagsmunaaðilar eru margir og samspil þeirra flókið. Hægt er að gera sér í hugalund hvernig þetta samspil virkar í handbók í hagsmunagæslu fyrir umhverfið sem félag Ungra umhverfissinna gaf út í ár. Hagsmunaaðilar sem geta ekki tjáð sig eins og náttúran sjálf eiga oft til að verða undir í umræðunni. Aðeins framíðin mun leiða í ljós hversu verðmæt víðerni (e. wilderness) eru í raun og veru. Ekki endilega verðmæt í beinhörðum peningum heldur einfaldlega í tilveru sinni. Við viljum geta sagt framtíðar kynslóðum landsins að sú orka sem við framleiddum með öllum þeim fórnarkostnaði sem henni fylgir hafi verið skynsamlega varið á sjálfbæran hátt. Um þetta skrifuðu Ungir umhverfissinnar í umsögn sinni til 1. áfanga orkustefnu í febrúar 2019. Hvergi er þó til neitt plan um hvað á að gera við orkuna sem kannski mun verða til eða kannski mun losna þegar stóriðnaður á Íslandi breytist. Upplýsingarnar sem hægt er að nálgast eru misvísandi og til þess fallnar að hagsmunaaðilar geti valið það úr sem þeim hentar. ·Samkvæmt deildarstjóri kerfisstýringar hjá RARIK, þurfum við að virkja 300 MW ef við ætlum að ná fram orkuskiptum á landi fyrir 2030. ·Samkvæmt forstjóra orkuveitunnar eru 7,5% af núverandi rafmagni sem við framleiðum ekki í notkun og því engin ástæða til að virkja. ·Samkvæmt aðgerðaráætlun í stjórnvalda í loftslagsmálum 2020 skal hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi vera komið upp í 30% árið 2030. ·Samkvæmt grænni sviðsmynd í orkuspá orkustofnunnar er gert ráð fyrir 40% endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum á landi árið 2050. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að eiga neinar málefnalegar umræður um stöðu mála þegar slíkt stefnuleysi ríkir. Mismunandi er í hvaða tölur er vísað og orkuspá samræmist ekki aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Ég kalla eftir orkustefnu svo hægt sé að ræða um orkumál á Íslandi af alvöru. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun