Óttaðist að mæta nauðgara sínum á fæðingardeildinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. september 2020 09:30 Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var mjög meðvituð um að hún ætti hættu á að fá meðgöngu- eða fæðingarþunglyndi þar sem hún er þolandi kynferðisofbeldis. Vísir/Vilhelm Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. Hún hafði því náð að vinna úr áfallinu og búa til sterkan grunn áður en hún gekk í gegnum meðgöngu og fæðingu nokkrum árum síðar, sem getur oft verið mjög erfið reynsla fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Að leita sér hjálpar er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú og það er ógeðslega erfitt,“ segir Guðlaug, aðspurð um ráð fyrir konur í sömu stöðu. Andrea Eyland ræddi við Guðlaugu í hlaðvarpinu Kviknar, í þætti sem heitir Upprisan. Þáttinn má finna hér neðar í fréttinni. Gat ekki grátið eða hlegið Guðlaug kærði og maðurinn sem braut gegn henni var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði til hæstaréttar og þá þurfti Guðlaug að mæta honum aftur í dómsal en á sama tíma hafði hún fundið ástina og var þetta því flókinn og erfiður tími. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og dómurinn þyngdur í tvö og hálft ár. „Mér var svo létt að ég get eiginlega ekki lýst því. Ég þurfti að segja barnsföður mínum því að við vorum að kynnast á þessum tíma. Ég þurfti bara að bauna því út úr mér hvað var að ske. Ég var með í maganum, ég var með líkamlegan kvíða fyrir því að hann myndi bara fara.“ Það var henni mikill léttir að segja honum frá því sem hún var að ganga í gegnum. „Ég gat ekkert grátið og gat ekkert hlegið, ég var eiginlega svona dofin en ég fann bara hvernig þetta var smá sigurtilfinning,“ segir Guðlaug um niðurstöðu hæstaréttar. Hún hélt áfram að vinna úr áfallinu, hélt áfram um lífið og tveimur árum síðar varð hún ófrísk af sínu fyrsta barni. Guðlaug segir mikilvægt fyrir konur í sömu stöðu að leita sér aðstoðar hjá fagaðila og reyna, ef hægt er, að vinna úr áfallinu áður en þær ganga í gegnum meðgöngu og fæðingu.Vísir/Vilhelm „Ég varð strax meðvituð um að þar sem ég er með sögu um þunglyndi, kvíða og áfallastreyturöskun að ég gæti fundið fyrir meðgönguþunglyndi eða fengið fæðingarþunglyndi, þannig að ég ákvað sjálf að hafa samband við sálfræðing.“ En annað áfall dundi svo yfir þegar Guðlaug komst að því að maðurinn sem nauðgaði henni, átti einnig von á barni á sama tíma og hún. Hún átti þá hættu á því að hitta hann á fæðingardeildinni á Akranesi á tíma sem átti að vera sá hamingjusamasti í hennar lífi. Einlægt viðtal Andreu Eyland við Guðlaugu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum Upprisan ræddi Andrea Eyland þáttastjórnandi einnig við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður um það hvernig ljósmæður vinna með þolendum kynferðisofbeldis í tengslum við meðgöngu og fæðingu. TW þessi þáttur fjallar um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir. Klippa: Kviknar Upprisan Frjósemi Kynferðisofbeldi Kviknar Tengdar fréttir Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 „Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11 Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Sjá meira
Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. Hún hafði því náð að vinna úr áfallinu og búa til sterkan grunn áður en hún gekk í gegnum meðgöngu og fæðingu nokkrum árum síðar, sem getur oft verið mjög erfið reynsla fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Að leita sér hjálpar er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú og það er ógeðslega erfitt,“ segir Guðlaug, aðspurð um ráð fyrir konur í sömu stöðu. Andrea Eyland ræddi við Guðlaugu í hlaðvarpinu Kviknar, í þætti sem heitir Upprisan. Þáttinn má finna hér neðar í fréttinni. Gat ekki grátið eða hlegið Guðlaug kærði og maðurinn sem braut gegn henni var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði til hæstaréttar og þá þurfti Guðlaug að mæta honum aftur í dómsal en á sama tíma hafði hún fundið ástina og var þetta því flókinn og erfiður tími. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og dómurinn þyngdur í tvö og hálft ár. „Mér var svo létt að ég get eiginlega ekki lýst því. Ég þurfti að segja barnsföður mínum því að við vorum að kynnast á þessum tíma. Ég þurfti bara að bauna því út úr mér hvað var að ske. Ég var með í maganum, ég var með líkamlegan kvíða fyrir því að hann myndi bara fara.“ Það var henni mikill léttir að segja honum frá því sem hún var að ganga í gegnum. „Ég gat ekkert grátið og gat ekkert hlegið, ég var eiginlega svona dofin en ég fann bara hvernig þetta var smá sigurtilfinning,“ segir Guðlaug um niðurstöðu hæstaréttar. Hún hélt áfram að vinna úr áfallinu, hélt áfram um lífið og tveimur árum síðar varð hún ófrísk af sínu fyrsta barni. Guðlaug segir mikilvægt fyrir konur í sömu stöðu að leita sér aðstoðar hjá fagaðila og reyna, ef hægt er, að vinna úr áfallinu áður en þær ganga í gegnum meðgöngu og fæðingu.Vísir/Vilhelm „Ég varð strax meðvituð um að þar sem ég er með sögu um þunglyndi, kvíða og áfallastreyturöskun að ég gæti fundið fyrir meðgönguþunglyndi eða fengið fæðingarþunglyndi, þannig að ég ákvað sjálf að hafa samband við sálfræðing.“ En annað áfall dundi svo yfir þegar Guðlaug komst að því að maðurinn sem nauðgaði henni, átti einnig von á barni á sama tíma og hún. Hún átti þá hættu á því að hitta hann á fæðingardeildinni á Akranesi á tíma sem átti að vera sá hamingjusamasti í hennar lífi. Einlægt viðtal Andreu Eyland við Guðlaugu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum Upprisan ræddi Andrea Eyland þáttastjórnandi einnig við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður um það hvernig ljósmæður vinna með þolendum kynferðisofbeldis í tengslum við meðgöngu og fæðingu. TW þessi þáttur fjallar um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir. Klippa: Kviknar Upprisan
Frjósemi Kynferðisofbeldi Kviknar Tengdar fréttir Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 „Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11 Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Sjá meira
Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33
„Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11