„Alvarlegt brot“ á siðareglum að nafngreina Andreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2020 13:51 Skjáskot af frétt Fótbolta.net. Skjáskot Framkvæmdastjóri og ritstjórar Fótbolta.net brutu siðareglur Blaðamannafélags Íslands með því að nafngreina Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur leikmann Breiðabliks í frétt um að hún hefði greinst með kórónuveiruna. Brotið telst alvarlegt að mati siðanefndar. Andrea kom heim frá Bandaríkjunum 17. júní, spilaði leik með liði sínu daginn eftir og annan 23. júní. Eftir síðari leikinn greindist hún með kórónuveiruna en hafði verið einkennalaus fram að því. Þann 25. júní, tveimur dögum eftir síðari leikinn, birti Fótbolti.net frétt þar sem fram kemur að leikmaður Breiðabliks hafi greinst með veiruna og Íslandsmótið í knattspyrnu í uppnámi af þeim sökum. Andrea var nafngreind í fréttinni og mynd af henni einnig birt. Fleiri miðlar fjölluðu um málið í kjölfarið og nafngreindu Andreu með vísan til fréttar Fótbolta.net, þar á meðal Vísir. Fram kemur í úrskurði siðanefndar að kvartað hafi verið til Fótbolta.net strax sama dag og fréttin birtist og þess krafist að nafn Andreu og mynd yrðu strax afmáð úr fréttinni. Ekki hafi verið orðið við því af hálfu Fótbolta.net. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net.Vísir/vilhelm Málið var kært til siðanefndar fyrir hönd Andreu í júlí. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net og sá sem skrifaður er fyrir umræddri frétt, var kærður persónulega, auk þess sem Magnús Már Einarsson og Elvar Geir Magnússon ritstjórar voru kærðir fyrir hönd miðilsins. Í úrskurði sínum segir siðanefnd að hún telji meginatriði málsins vera þau að nafn Andreu var birt „í heimildarleysi“ ásamt mynd af henni og frá því greint að hún hafi verið sú smitaða. Ekki verði séð að „sérstök nauðsyn hafi borið til“ að upplýsa um nafn hennar og birta mynd af henni í tengslum við fréttaflutninginn. Það sé álit siðanefndar að þremenningarnir sem stóðu að fréttinni hafi brotið gegn siðareglum Blaðamannafélagsins með birtingu hennar. Þá teljist brotið alvarlegt. Nefndin segir jafnframt að ekki séu ákvæði í siðareglum um að önnur sjónarmið eigi að gilda ef viðfangsefni fréttar teljist opinber persóna. Sjónarmið sem að því lúta eigi þannig ekki við í málinu en verði þó metin blaðamönnunum til málsbóta við ákvörðun um eðli brotsins. Nafngreiningin kom mjög illa við Andreu. Hún lýsti því í samtali við Mbl í sumar að hún hefði brotnað saman þegar hún sá nafn sitt og mynd á forsíðu Fótbolta.net. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Framkvæmdastjóri og ritstjórar Fótbolta.net brutu siðareglur Blaðamannafélags Íslands með því að nafngreina Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur leikmann Breiðabliks í frétt um að hún hefði greinst með kórónuveiruna. Brotið telst alvarlegt að mati siðanefndar. Andrea kom heim frá Bandaríkjunum 17. júní, spilaði leik með liði sínu daginn eftir og annan 23. júní. Eftir síðari leikinn greindist hún með kórónuveiruna en hafði verið einkennalaus fram að því. Þann 25. júní, tveimur dögum eftir síðari leikinn, birti Fótbolti.net frétt þar sem fram kemur að leikmaður Breiðabliks hafi greinst með veiruna og Íslandsmótið í knattspyrnu í uppnámi af þeim sökum. Andrea var nafngreind í fréttinni og mynd af henni einnig birt. Fleiri miðlar fjölluðu um málið í kjölfarið og nafngreindu Andreu með vísan til fréttar Fótbolta.net, þar á meðal Vísir. Fram kemur í úrskurði siðanefndar að kvartað hafi verið til Fótbolta.net strax sama dag og fréttin birtist og þess krafist að nafn Andreu og mynd yrðu strax afmáð úr fréttinni. Ekki hafi verið orðið við því af hálfu Fótbolta.net. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net.Vísir/vilhelm Málið var kært til siðanefndar fyrir hönd Andreu í júlí. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net og sá sem skrifaður er fyrir umræddri frétt, var kærður persónulega, auk þess sem Magnús Már Einarsson og Elvar Geir Magnússon ritstjórar voru kærðir fyrir hönd miðilsins. Í úrskurði sínum segir siðanefnd að hún telji meginatriði málsins vera þau að nafn Andreu var birt „í heimildarleysi“ ásamt mynd af henni og frá því greint að hún hafi verið sú smitaða. Ekki verði séð að „sérstök nauðsyn hafi borið til“ að upplýsa um nafn hennar og birta mynd af henni í tengslum við fréttaflutninginn. Það sé álit siðanefndar að þremenningarnir sem stóðu að fréttinni hafi brotið gegn siðareglum Blaðamannafélagsins með birtingu hennar. Þá teljist brotið alvarlegt. Nefndin segir jafnframt að ekki séu ákvæði í siðareglum um að önnur sjónarmið eigi að gilda ef viðfangsefni fréttar teljist opinber persóna. Sjónarmið sem að því lúta eigi þannig ekki við í málinu en verði þó metin blaðamönnunum til málsbóta við ákvörðun um eðli brotsins. Nafngreiningin kom mjög illa við Andreu. Hún lýsti því í samtali við Mbl í sumar að hún hefði brotnað saman þegar hún sá nafn sitt og mynd á forsíðu Fótbolta.net.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
„Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42