Vanmáttartilfinningin sigruð Brynhildur Bolladóttir skrifar 15. september 2020 14:30 Mörg okkar hafa fylgst með fréttum sl. daga og fundið fyrir kunnuglegri vanmáttartilfinningu sem gerir alltof oft vart við sig. Fregnir af brottvísun fjölskyldu frá landinu nísta inn að hjartarótum, myndir af eldum sem geisa í Moria búðunum í Grikklandi eru óhugsandi. Börn flýja eina heimilið sem þau þekkja, tjaldbúðir með þúsundum annarra þar sem 167 einstaklingar deila klósetti og 242 sturtu. Stundum hugsa ég um hvernig mér hefur liðið að lokinni útilegu eða ferð á tónlistarhátíð, þar sem ég fór í þeim eina tilgangi að hafa gaman en hef alltaf þakkað fyrir rúmið mitt og sturtuna að skemmtun lokinni. Fólk sem býr í flóttamannabúðum er svo sannarlega ekki í skemmtiferð og það veit ekkert hvar heima verður í framtíðinni. Það eygir von um að eignast betra líf á friðsælum stað, en allra helst myndi það vilja búa þar sem það átti heima. Þar sem það átti vini og fjölskyldu, menninguna sína og lífsviðurværi. En öryggi heimilisins eða jafnvel landsins alls var ógnað svo það lagði á flótta og býr nú í ómannsæmandi aðstæðum. Fréttamyndir frá Sýrlandi, Jemen, Palestínu, Grikklandi og Miðjarðarhafinu og fleiri og fleiri löndum sitja í mér. Hvað get ég gert héðan af heimili mínu í Laugardalnum? Úr vinnunni minni í Efstaleiti í litlu Reykjavík? Mörg grípa til aðgerða, fara erlendis sem sendifulltrúar á vegum félaga líkt og Rauða krossins eða annarra. Ekki öll hafa tækifæri, vilja eða getu til þess að aðstoða á vettvangi enda reynir það virkilega á líkama og sál en það eru hins vegar ótal tækifæri til þess að styðja við fólk og rétta út hjálparhönd. Láta gott af sér leiða en læra líka óskaplega margt í leiðinni. Eitt það gagnlegasta sem þú getur gert er að gerast sjálfboðaliði og styðja fólk sem komið er hingað til lands í leit að vernd. Rauði krossinn er með fjölmörg verkefni um allt land sem snúa m.a. að því að veita aðstoð en ekki síst vináttu til fólks sem flúið hefur heimkynni sín. Þá eru einnig ýmis verkefni sem snúa að því að koma í veg fyrir einmanaleika og fleira. Tími er gjarnan af skornum skammti en sjálfboðaliðastarf gefur fólki oftast mun meira en það tekur og lærdómurinn, gleðin og ánægjan skila sér. Kannski er líka bara hægt að horfa saman á Netflix í staðinn fyrir að gera það ein? Látum þetta verða haustið þar sem við sigrum vanmáttartilfinninguna og gerum eitthvað í því að gera heiminn að betri stað. Skráðu þig sem sjálfboðaliða strax í dag á raudikrossinn.is Sjálfboðastarf þitt getur breytt lífum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Hælisleitendur Félagasamtök Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Mörg okkar hafa fylgst með fréttum sl. daga og fundið fyrir kunnuglegri vanmáttartilfinningu sem gerir alltof oft vart við sig. Fregnir af brottvísun fjölskyldu frá landinu nísta inn að hjartarótum, myndir af eldum sem geisa í Moria búðunum í Grikklandi eru óhugsandi. Börn flýja eina heimilið sem þau þekkja, tjaldbúðir með þúsundum annarra þar sem 167 einstaklingar deila klósetti og 242 sturtu. Stundum hugsa ég um hvernig mér hefur liðið að lokinni útilegu eða ferð á tónlistarhátíð, þar sem ég fór í þeim eina tilgangi að hafa gaman en hef alltaf þakkað fyrir rúmið mitt og sturtuna að skemmtun lokinni. Fólk sem býr í flóttamannabúðum er svo sannarlega ekki í skemmtiferð og það veit ekkert hvar heima verður í framtíðinni. Það eygir von um að eignast betra líf á friðsælum stað, en allra helst myndi það vilja búa þar sem það átti heima. Þar sem það átti vini og fjölskyldu, menninguna sína og lífsviðurværi. En öryggi heimilisins eða jafnvel landsins alls var ógnað svo það lagði á flótta og býr nú í ómannsæmandi aðstæðum. Fréttamyndir frá Sýrlandi, Jemen, Palestínu, Grikklandi og Miðjarðarhafinu og fleiri og fleiri löndum sitja í mér. Hvað get ég gert héðan af heimili mínu í Laugardalnum? Úr vinnunni minni í Efstaleiti í litlu Reykjavík? Mörg grípa til aðgerða, fara erlendis sem sendifulltrúar á vegum félaga líkt og Rauða krossins eða annarra. Ekki öll hafa tækifæri, vilja eða getu til þess að aðstoða á vettvangi enda reynir það virkilega á líkama og sál en það eru hins vegar ótal tækifæri til þess að styðja við fólk og rétta út hjálparhönd. Láta gott af sér leiða en læra líka óskaplega margt í leiðinni. Eitt það gagnlegasta sem þú getur gert er að gerast sjálfboðaliði og styðja fólk sem komið er hingað til lands í leit að vernd. Rauði krossinn er með fjölmörg verkefni um allt land sem snúa m.a. að því að veita aðstoð en ekki síst vináttu til fólks sem flúið hefur heimkynni sín. Þá eru einnig ýmis verkefni sem snúa að því að koma í veg fyrir einmanaleika og fleira. Tími er gjarnan af skornum skammti en sjálfboðaliðastarf gefur fólki oftast mun meira en það tekur og lærdómurinn, gleðin og ánægjan skila sér. Kannski er líka bara hægt að horfa saman á Netflix í staðinn fyrir að gera það ein? Látum þetta verða haustið þar sem við sigrum vanmáttartilfinninguna og gerum eitthvað í því að gera heiminn að betri stað. Skráðu þig sem sjálfboðaliða strax í dag á raudikrossinn.is Sjálfboðastarf þitt getur breytt lífum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun