Vanmáttartilfinningin sigruð Brynhildur Bolladóttir skrifar 15. september 2020 14:30 Mörg okkar hafa fylgst með fréttum sl. daga og fundið fyrir kunnuglegri vanmáttartilfinningu sem gerir alltof oft vart við sig. Fregnir af brottvísun fjölskyldu frá landinu nísta inn að hjartarótum, myndir af eldum sem geisa í Moria búðunum í Grikklandi eru óhugsandi. Börn flýja eina heimilið sem þau þekkja, tjaldbúðir með þúsundum annarra þar sem 167 einstaklingar deila klósetti og 242 sturtu. Stundum hugsa ég um hvernig mér hefur liðið að lokinni útilegu eða ferð á tónlistarhátíð, þar sem ég fór í þeim eina tilgangi að hafa gaman en hef alltaf þakkað fyrir rúmið mitt og sturtuna að skemmtun lokinni. Fólk sem býr í flóttamannabúðum er svo sannarlega ekki í skemmtiferð og það veit ekkert hvar heima verður í framtíðinni. Það eygir von um að eignast betra líf á friðsælum stað, en allra helst myndi það vilja búa þar sem það átti heima. Þar sem það átti vini og fjölskyldu, menninguna sína og lífsviðurværi. En öryggi heimilisins eða jafnvel landsins alls var ógnað svo það lagði á flótta og býr nú í ómannsæmandi aðstæðum. Fréttamyndir frá Sýrlandi, Jemen, Palestínu, Grikklandi og Miðjarðarhafinu og fleiri og fleiri löndum sitja í mér. Hvað get ég gert héðan af heimili mínu í Laugardalnum? Úr vinnunni minni í Efstaleiti í litlu Reykjavík? Mörg grípa til aðgerða, fara erlendis sem sendifulltrúar á vegum félaga líkt og Rauða krossins eða annarra. Ekki öll hafa tækifæri, vilja eða getu til þess að aðstoða á vettvangi enda reynir það virkilega á líkama og sál en það eru hins vegar ótal tækifæri til þess að styðja við fólk og rétta út hjálparhönd. Láta gott af sér leiða en læra líka óskaplega margt í leiðinni. Eitt það gagnlegasta sem þú getur gert er að gerast sjálfboðaliði og styðja fólk sem komið er hingað til lands í leit að vernd. Rauði krossinn er með fjölmörg verkefni um allt land sem snúa m.a. að því að veita aðstoð en ekki síst vináttu til fólks sem flúið hefur heimkynni sín. Þá eru einnig ýmis verkefni sem snúa að því að koma í veg fyrir einmanaleika og fleira. Tími er gjarnan af skornum skammti en sjálfboðaliðastarf gefur fólki oftast mun meira en það tekur og lærdómurinn, gleðin og ánægjan skila sér. Kannski er líka bara hægt að horfa saman á Netflix í staðinn fyrir að gera það ein? Látum þetta verða haustið þar sem við sigrum vanmáttartilfinninguna og gerum eitthvað í því að gera heiminn að betri stað. Skráðu þig sem sjálfboðaliða strax í dag á raudikrossinn.is Sjálfboðastarf þitt getur breytt lífum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Hælisleitendur Félagasamtök Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Mörg okkar hafa fylgst með fréttum sl. daga og fundið fyrir kunnuglegri vanmáttartilfinningu sem gerir alltof oft vart við sig. Fregnir af brottvísun fjölskyldu frá landinu nísta inn að hjartarótum, myndir af eldum sem geisa í Moria búðunum í Grikklandi eru óhugsandi. Börn flýja eina heimilið sem þau þekkja, tjaldbúðir með þúsundum annarra þar sem 167 einstaklingar deila klósetti og 242 sturtu. Stundum hugsa ég um hvernig mér hefur liðið að lokinni útilegu eða ferð á tónlistarhátíð, þar sem ég fór í þeim eina tilgangi að hafa gaman en hef alltaf þakkað fyrir rúmið mitt og sturtuna að skemmtun lokinni. Fólk sem býr í flóttamannabúðum er svo sannarlega ekki í skemmtiferð og það veit ekkert hvar heima verður í framtíðinni. Það eygir von um að eignast betra líf á friðsælum stað, en allra helst myndi það vilja búa þar sem það átti heima. Þar sem það átti vini og fjölskyldu, menninguna sína og lífsviðurværi. En öryggi heimilisins eða jafnvel landsins alls var ógnað svo það lagði á flótta og býr nú í ómannsæmandi aðstæðum. Fréttamyndir frá Sýrlandi, Jemen, Palestínu, Grikklandi og Miðjarðarhafinu og fleiri og fleiri löndum sitja í mér. Hvað get ég gert héðan af heimili mínu í Laugardalnum? Úr vinnunni minni í Efstaleiti í litlu Reykjavík? Mörg grípa til aðgerða, fara erlendis sem sendifulltrúar á vegum félaga líkt og Rauða krossins eða annarra. Ekki öll hafa tækifæri, vilja eða getu til þess að aðstoða á vettvangi enda reynir það virkilega á líkama og sál en það eru hins vegar ótal tækifæri til þess að styðja við fólk og rétta út hjálparhönd. Láta gott af sér leiða en læra líka óskaplega margt í leiðinni. Eitt það gagnlegasta sem þú getur gert er að gerast sjálfboðaliði og styðja fólk sem komið er hingað til lands í leit að vernd. Rauði krossinn er með fjölmörg verkefni um allt land sem snúa m.a. að því að veita aðstoð en ekki síst vináttu til fólks sem flúið hefur heimkynni sín. Þá eru einnig ýmis verkefni sem snúa að því að koma í veg fyrir einmanaleika og fleira. Tími er gjarnan af skornum skammti en sjálfboðaliðastarf gefur fólki oftast mun meira en það tekur og lærdómurinn, gleðin og ánægjan skila sér. Kannski er líka bara hægt að horfa saman á Netflix í staðinn fyrir að gera það ein? Látum þetta verða haustið þar sem við sigrum vanmáttartilfinninguna og gerum eitthvað í því að gera heiminn að betri stað. Skráðu þig sem sjálfboðaliða strax í dag á raudikrossinn.is Sjálfboðastarf þitt getur breytt lífum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun