Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2020 07:50 Slökkviliðsmaður í Kaliforníu horfir á tré sem kviknað hefur í. Tugir þúsunda slökkviliðsmanna hafa verið kallaðir út til að berjast við eldana í nokkrum ríkjum í vesturhluta Bandaríkjanna. AP Photo/Nic Coury Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. Þúsundir heimila hafa eyðilagst og tugir þúsunda neyðst til að yfirgefa heimili sín. Eldarnir hafa nú brennt svæði á stærð við New Jersey, samkvæmt yfirvöldum á svæðinu. Það eru um 22.000 ferkílómetrar. Reykmengunin af völdum eldanna hefur valdið því að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði í heiminum. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforní og Seattle í Washington. Minnst 22 hafa látist af völdum eldanna í Kaliforníu síðan 15. ágúst. Tugir þúsunda íbúa ríkisins hafa þurft að yfirgefa heimili sín og tæplega 15.000 slökkviliðsmenn berjast nú við 28 stóra elda. Í Oregon er svipaða sögu að segja. Minnst 16 stórir eldar loga á svæðinu og 40.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Samkvæmt yfirvöldum hafa 10 látist, en óttast er að tala látinna sé mun hærri. Stærsti eldurinn sem logar þar, í Almeda-sýslu, er rannsakaður sem möguleg íkveikja. Í Washington-ríki eru 15 stórir eldar. Fyrr í vikunni lést eins árs drengur. Foreldar hans liggja þungt haldnir á spítala. Biden skýtur á forsetann vegna ástandsins Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, gerði eldana að umtalsefni sínu í gær. Hann sagði þá stafa af loftslagsbreytingum, sem hann sagði vera „yfirvofandi ógn við tilvist og lifnaðarhætti okkar.“ Þá sakaði Biden mótframbjóðanda sinn, Donald Trump forseta, um að neita að horfast í augu við þann veruleika. Trump hefur ítrekað sagst efast um loftslagsbreytingar af mannavöldum og telur, í það minnsta opinberlega, að eldarnir séu afleiðing lélegrar umhirðu skóga. Trump segir eldana stafa af lélegri umhirðu skóga.AP Photo/Andrew Harnik „Þú verður að þrífa skógana þína. Þar er margra, margra ára virði af laufum og brotnum trjám og þau eru svo eldfim. Ég er búinn að tala um þetta í þrjú ár en það vill enginn hlusta,“ sagði Trump á einum stuðningsmannafunda sinna í síðasta mánuði. Í nóvember 2018 lét Trump hafa eftir sér svipuð ummæli, en þá geisuðu einnig miklir eldar í Kaliforníu. Hann sagði þá að skógareldar væru ekki vandamál í Finnlandi þar sem finnsk stjórnvöld létu raka skógarbotna til að draga úr eldhættu. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, vildi á sínum tíma ekki kannast við þetta og sagði að Trump hefði mögulega misskilið hann á fundi starfsbræðranna 11. nóvember 2018. Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 „Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. Þúsundir heimila hafa eyðilagst og tugir þúsunda neyðst til að yfirgefa heimili sín. Eldarnir hafa nú brennt svæði á stærð við New Jersey, samkvæmt yfirvöldum á svæðinu. Það eru um 22.000 ferkílómetrar. Reykmengunin af völdum eldanna hefur valdið því að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði í heiminum. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforní og Seattle í Washington. Minnst 22 hafa látist af völdum eldanna í Kaliforníu síðan 15. ágúst. Tugir þúsunda íbúa ríkisins hafa þurft að yfirgefa heimili sín og tæplega 15.000 slökkviliðsmenn berjast nú við 28 stóra elda. Í Oregon er svipaða sögu að segja. Minnst 16 stórir eldar loga á svæðinu og 40.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Samkvæmt yfirvöldum hafa 10 látist, en óttast er að tala látinna sé mun hærri. Stærsti eldurinn sem logar þar, í Almeda-sýslu, er rannsakaður sem möguleg íkveikja. Í Washington-ríki eru 15 stórir eldar. Fyrr í vikunni lést eins árs drengur. Foreldar hans liggja þungt haldnir á spítala. Biden skýtur á forsetann vegna ástandsins Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, gerði eldana að umtalsefni sínu í gær. Hann sagði þá stafa af loftslagsbreytingum, sem hann sagði vera „yfirvofandi ógn við tilvist og lifnaðarhætti okkar.“ Þá sakaði Biden mótframbjóðanda sinn, Donald Trump forseta, um að neita að horfast í augu við þann veruleika. Trump hefur ítrekað sagst efast um loftslagsbreytingar af mannavöldum og telur, í það minnsta opinberlega, að eldarnir séu afleiðing lélegrar umhirðu skóga. Trump segir eldana stafa af lélegri umhirðu skóga.AP Photo/Andrew Harnik „Þú verður að þrífa skógana þína. Þar er margra, margra ára virði af laufum og brotnum trjám og þau eru svo eldfim. Ég er búinn að tala um þetta í þrjú ár en það vill enginn hlusta,“ sagði Trump á einum stuðningsmannafunda sinna í síðasta mánuði. Í nóvember 2018 lét Trump hafa eftir sér svipuð ummæli, en þá geisuðu einnig miklir eldar í Kaliforníu. Hann sagði þá að skógareldar væru ekki vandamál í Finnlandi þar sem finnsk stjórnvöld létu raka skógarbotna til að draga úr eldhættu. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, vildi á sínum tíma ekki kannast við þetta og sagði að Trump hefði mögulega misskilið hann á fundi starfsbræðranna 11. nóvember 2018.
Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 „Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11
„Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17