Lætur gott heita eftir hálfa öld af bakstri: „Einhvern tímann tekur allt enda“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. september 2020 12:52 Árni bakari þakkar góðu og duglegu starfsólki langlífi fyrirtækisins. Einhvern tímann tekur allt enda. Það er gangur lífsins. Þetta segir Árni Aðalbjarnarson, bakari á Ísafirði, sem hyggst loka næstelsta bakaríi landsins í nóvember. Starfsfólki hefur verið sagt upp og óhætt er að segja að um tímamót sé að ræða fyrir Ísfirðinga. Gamla bakaríið, sem stendur við Aðalstræti í hjarta Ísafjarðar, hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í heila öld. Árni hefur áhyggjur af því að ganga í svefni um miðjar nætur, halda niður í bakarí til að baka brauð fyrir daginn af gömlum vana. Árni er ellilífeyrisþegi en það hefur reynst honum erfiðara en áður að vakna eldsnemma til að baka brauð og bakkelsi fyrir bæjarbúa. Hann ætlar nú á næstu mánuðum að láta gott heita eftir fimmtíu ár af bakstri. Fjölskyldubakarí í heila öld „Ég er búinn að vera hérna yfir fimmtíu ár í Gamla bakaríinu. Ég byrjaði að læra að læra hérna 1969 og hef verið hérna síðan. Svoleiðis að það er nú bara eins og það er. Allt tekur einhvern tímann enda,“ segir Árni sem bætir við að kórónuveirufaraldurinn hafi líka sett strik í reikninginn. „Þetta Covid hefur verið hundleiðinlegt og langdregið. Það hefur líka ýtt undir þá hugsun að þetta sé nú ekki allt endalaust.“ Gamla bakaríið var stofnað árið 1871 af Þorsteini Þorsteinssyni og er næstelsta bakarí landsins. Það hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í heila öld. Aðeins Bernhöftsbakarí á sér lengri sögu. Gamla handbragðið í fersku minni sem og þýsku uppskriftirnar Fjölskyldan hans Árna tók fyrst við bakaríinu árið 1920 en tveimur árum áður kom upp eldur í húsi sem stóð fyrir framan húsnæðið sem áður hýsti bakaríið. Eldurinn frá húsinu fyrir framan smitaðist út í húsnæði bakarísins líka. „Tryggvi Jóakimsson, afi minn, kaupir brunarústirnar, lagar þetta og byggir þetta hús upp og setur upp bakarí niður í kjallarann þar sem bakaríið hafði verið áður og rekur þetta fram til 1950. Hann fær mág sinn, sem var þýskur og hét Hans Håsler, til að vinna með sér. Hans vann hjá honum fyrstu tólf árin.“ Gamla handbragðið hefur síður en svo gleymst en Árni bakar enn ýmislegt upp úr gömlum uppskriftum frá Hanz og ber þar helst að nefna þýska Stollen jólabrauðið. Faðir Árna tekur við bakaríinu þegar hann snýr heim frá námi í Kaupmannahöfn og rekur það fram til 1970 þegar Aðalbjörn fellur frá. Gamla bakaríið stendur við Aðalstræti, í hjarta Ísafjarðar.Vísir/Vilhelm Vonar að unga kynslóðin taki við keflinu Árni sjálfur tók við rekstrinum ásamt systkinum sínum, móður og eiginkonu. Hann bindur nú vonir við að ný kynslóð taki við keflinu. En þótt Árni verði feginn hvíldinni eru tilfinningarnar sannarlega blendnar eftir fimmtíu ár í faginu. „Já, þetta tekur mjög á. Ég er mest hræddur um að ég eigi eftir að ganga í svefni bara og fara hingað niður í bakarí. En ég vona bara að það komi einhver og kaupi þetta svo að líf verið áfram á torginu og hérna í kringum þetta.“ En hvernig er líf bakarans? Er það gott líf? „Það er svolítið erfitt líf. Maður þarf alltaf að fara snemma að sofa og það er erfitt að fara í frí. Sumrin, þau halda þessu uppi því veturinn er oft mjög erfiður, mikið snjóar og svona og ekkert ferðafólk en þegar mest er að gera þá kemst maður ekki frá. […] Menn þreytast náttúrulega á því að vakna klukkan þrjú, fjögur á nóttunni til að baka brauð. Maður er ekki alltaf sautján ára,“ segir Árni og skellir upp úr. Hann kveðst vera sáttur við sinn hlut og æðrulaus. „Þetta er bara gangur lífsins.“ Hvað skýrir langlífi og velgengni þessa fjölskyldufyrirtækis? Hundrað ár er langur tími. „Ég tel að langlífi fyrirtækja byggist á góðu starfsfólki sem hefur fylgt mér alla tíð.“ Tímamót Verslun Ísafjarðarbær Bakarí Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Einhvern tímann tekur allt enda. Það er gangur lífsins. Þetta segir Árni Aðalbjarnarson, bakari á Ísafirði, sem hyggst loka næstelsta bakaríi landsins í nóvember. Starfsfólki hefur verið sagt upp og óhætt er að segja að um tímamót sé að ræða fyrir Ísfirðinga. Gamla bakaríið, sem stendur við Aðalstræti í hjarta Ísafjarðar, hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í heila öld. Árni hefur áhyggjur af því að ganga í svefni um miðjar nætur, halda niður í bakarí til að baka brauð fyrir daginn af gömlum vana. Árni er ellilífeyrisþegi en það hefur reynst honum erfiðara en áður að vakna eldsnemma til að baka brauð og bakkelsi fyrir bæjarbúa. Hann ætlar nú á næstu mánuðum að láta gott heita eftir fimmtíu ár af bakstri. Fjölskyldubakarí í heila öld „Ég er búinn að vera hérna yfir fimmtíu ár í Gamla bakaríinu. Ég byrjaði að læra að læra hérna 1969 og hef verið hérna síðan. Svoleiðis að það er nú bara eins og það er. Allt tekur einhvern tímann enda,“ segir Árni sem bætir við að kórónuveirufaraldurinn hafi líka sett strik í reikninginn. „Þetta Covid hefur verið hundleiðinlegt og langdregið. Það hefur líka ýtt undir þá hugsun að þetta sé nú ekki allt endalaust.“ Gamla bakaríið var stofnað árið 1871 af Þorsteini Þorsteinssyni og er næstelsta bakarí landsins. Það hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í heila öld. Aðeins Bernhöftsbakarí á sér lengri sögu. Gamla handbragðið í fersku minni sem og þýsku uppskriftirnar Fjölskyldan hans Árna tók fyrst við bakaríinu árið 1920 en tveimur árum áður kom upp eldur í húsi sem stóð fyrir framan húsnæðið sem áður hýsti bakaríið. Eldurinn frá húsinu fyrir framan smitaðist út í húsnæði bakarísins líka. „Tryggvi Jóakimsson, afi minn, kaupir brunarústirnar, lagar þetta og byggir þetta hús upp og setur upp bakarí niður í kjallarann þar sem bakaríið hafði verið áður og rekur þetta fram til 1950. Hann fær mág sinn, sem var þýskur og hét Hans Håsler, til að vinna með sér. Hans vann hjá honum fyrstu tólf árin.“ Gamla handbragðið hefur síður en svo gleymst en Árni bakar enn ýmislegt upp úr gömlum uppskriftum frá Hanz og ber þar helst að nefna þýska Stollen jólabrauðið. Faðir Árna tekur við bakaríinu þegar hann snýr heim frá námi í Kaupmannahöfn og rekur það fram til 1970 þegar Aðalbjörn fellur frá. Gamla bakaríið stendur við Aðalstræti, í hjarta Ísafjarðar.Vísir/Vilhelm Vonar að unga kynslóðin taki við keflinu Árni sjálfur tók við rekstrinum ásamt systkinum sínum, móður og eiginkonu. Hann bindur nú vonir við að ný kynslóð taki við keflinu. En þótt Árni verði feginn hvíldinni eru tilfinningarnar sannarlega blendnar eftir fimmtíu ár í faginu. „Já, þetta tekur mjög á. Ég er mest hræddur um að ég eigi eftir að ganga í svefni bara og fara hingað niður í bakarí. En ég vona bara að það komi einhver og kaupi þetta svo að líf verið áfram á torginu og hérna í kringum þetta.“ En hvernig er líf bakarans? Er það gott líf? „Það er svolítið erfitt líf. Maður þarf alltaf að fara snemma að sofa og það er erfitt að fara í frí. Sumrin, þau halda þessu uppi því veturinn er oft mjög erfiður, mikið snjóar og svona og ekkert ferðafólk en þegar mest er að gera þá kemst maður ekki frá. […] Menn þreytast náttúrulega á því að vakna klukkan þrjú, fjögur á nóttunni til að baka brauð. Maður er ekki alltaf sautján ára,“ segir Árni og skellir upp úr. Hann kveðst vera sáttur við sinn hlut og æðrulaus. „Þetta er bara gangur lífsins.“ Hvað skýrir langlífi og velgengni þessa fjölskyldufyrirtækis? Hundrað ár er langur tími. „Ég tel að langlífi fyrirtækja byggist á góðu starfsfólki sem hefur fylgt mér alla tíð.“
Tímamót Verslun Ísafjarðarbær Bakarí Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira