Lífið

Ást við fyrstu sýn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega skemmtilega saga hvernig Ýr og Anthony kynntust. 
Einstaklega skemmtilega saga hvernig Ýr og Anthony kynntust. 

Apple hönnuðurinn Anthony Bacigalupo kom í frí til Íslands fyrir nokkrum árum. Hann álpaðist inná Kaffibarinn og varð þar ástfanginn af Ýr Káradóttur hönnuði og við það breyttist allt hans líf. Hann vildi í framhaldinu lifa hamingjusömu lífi hér á Íslandi.

Í dag eiga þau tvö börn og búa í Hafnarfirði þar sem þau eru með hönnunarverslun The Shed í uppgerðum bílskúr og þau hafa einnig hannað ævintýralegan verðlaunagarð þar sem sjá má hugmyndir og garðlausnir sem ekki hafa sést áður hér á landi. 

Vala Matt fór í Íslandi í dag og skoðaði þennan ævintýraheim hjónanna á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Það er oft svo týpískt að þegar maður er ekki að leita sér að sambandi þá gerast hlutirnir einmitt,“ segir Ýr um kvöldið þegar þau hittust fyrst á Kaffibarnum fyrir tíu árum.

Vala hitti þau á fallegum sumardegi.

„Nú erum við komin með tvö börn, alltaf að skoða að fá okkur hund og eigum þrjár hænur. Þetta var ást við fyrstu sýn,“ segir Ýr.

Ýr og Anthony búa nú í fallegu húsi við Suðurgötu í Hafnarfirði þar sem þau eru með ævintýralegan verðlaunagarð og hönnunarverslun og verkstæði sem kallast The Shed. Þau eru með fallegan pall fyrir utan húsið sem þau gerðu úr brettum sem Anthony fékk í Bónus og Krónunni.

„Þetta var ódýrasta leiðin til að smíða pall. Ég fór daglega í Bónus og Krónuna og spurði hvort ég mætti fá bretti lánuð,“ segir Anthony og hlær.

Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag um ástfangna parið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.