Handbolti

Mikið áfall fyrir Birki og Aftureldingu

Sindri Sverrisson skrifar
Birkir Benediktsson átti mjög gott tímabil með Aftureldingu síðasta vetur.
Birkir Benediktsson átti mjög gott tímabil með Aftureldingu síðasta vetur. VÍSIR/BÁRA

Birkir Benediktsson mun að öllum líkindum ekkert spila með Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í vetur vegna alvarlegra meiðsla.

Þessu greinir handbolti.is , nýr fréttavefur um handbolta, frá í kvöld. Þar segir að Birkir hafi meiðst á æfingu Aftureldingar í kvöld og allt útlit sé fyrir að hann hafi slitið hásin, þegar aðeins sólarhringur er í fyrsta leik liðsins í Olís-deildinni.

Birkir hefur ekki haft heppnina með sér hvað meiðsli varðar en hann brotnaði til að mynda þrisvar sinnum á þumalfingri á einu og hálfu ári og glímdi einnig við meiðsli í mjöðm þar til hann fór í aðgerð í fyrra. 

Birkir átti hins vegar frábært tímabil í fyrra, skoraði til að mynda 108 mörk í 20 deildarleikjum og var næstmarkahæstur hjá Aftureldingu, og var nálægt því að fara í atvinnumennsku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×