Auknar ráðstöfunartekjur heimila snúa hjólum samfélagsins Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 9. september 2020 13:00 Nú er efsta lag samfélagsins farið að kalla eftir því að almennt launafólk “axli ábyrgð” á stöðunni. Efsta lag samfélagsins vill að almennt launafólk gefi eftir og eða fresti launahækkunum sem framundan eru (haldi samningar gildi sínu). Þarna tala einstaklingar sem telja sig hafa sannleikann í höndum sér. Samtök atvinnulífsins hafa tekið þá stefnu að hámarka neikvætt tal og reyna þannig að magna upp enn verra ástand en það raunverulega er. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir erfiðleika og þrengingar þá eru aðstæður misjafnar í samfélaginu, misjafnar eftir atvinnugreinum. Ferðaþjónustan er líklega í verstu stöðunni þar sem nánast öll lönd í kringum okkur hafa lokað landamærum sínum eða krefjast þess að ferðamenn fari í sóttkví við komu til landanna (svipað og hér á landi). Það hefur í raun stöðvað straum ferðamanna á milli landa. Sviðslistagreinar berjast einnig en vonandi horfir til betri vegar þar í haust. En hvað er mikilvægast þegar við förum inn á erfið samdráttarskeið? Jú það er einmitt að hjól samfélagsins gangi sem best. Það eru ekki bara hjól atvinnulífsins heldur þurfa hjól samfélagsins að snúast. Við erum í einstaklega góðri stöðu að halda þeim gangandi meðal annars með einkaneyslu fólksins. Verslun getur gengið vel ef fólk heldur áfram að kaupa vöru. Framleiðsla getur gengið vel ef neytendur kaupa vörurnar o.s.frv. Við sjáum að innlend verslun hefur gengið vonum framar að undanförnu. En nú er reynt að leggja ofuráherslu á að styðja þurfi við fyrirtæki landsins. Samtök atvinnulífsins hafa lagst af fullum þunga gegn hækkun á atvinnuleysisbótum en fagna öllu óheftu fjárstreymi til fyrirtækjanna sem ekki er augljóst hverju skili síðan áfram til almennings. Það sýnir hversu ósvífin þessi samtök eru með þessari framkomu að leggjast gegn fólkinu. Við sjáum nú þegar að vöruverð og gjaldskrár hafa verið að hækka að undanförnu. Sem betur fer er það ekki algilt en sífellt fleiri tilfelli sjást þar sem vöruverð hefur hækkað. En á sama tíma og fyrirtækin hækka vöruverð þá virðist sem svo að þau ætli sér að leggjast gegn hækkun launa. Þegar þetta tvennt leggst saman þá mun það gera það að verkum að einkaneysla mun dragast verulega saman, fólk hefur ekki efni á því að kaupa vörur og hjól samfélagsins hægja verulega á sér. Já þá er búið að búa til heimatilbúna dýpri kreppu. Mikilvægi þess að tryggja heimilunum nægar ráðstöfunartekjur þrátt fyrir samdrátt hefur sjaldan ef nokkurn tímann verið jafn mikilvægt. Hækkun atvinnuleysisbóta mun því skila sér í færri gjaldþrotum heimila. Hækkun atvinnuleysisbóta mun skila sér í bættri stöðu fyrirtækja þar sem fólk getur, þrátt fyrir atvinnumissi, haldið áfram að kaupa nauðsynjavörur og staðið við sínar skuldbindingar. Hækkun launa og hækkun atvinnuleysisbóta mun jafnframt skila sér í auknum skatttekjum ríkisins. Aukið fjármagn sem fer til óskilgreindra óljósra ráðstafana inn í fyrirtækin skilar ekki meiri skattgreiðslum frá fyrirtækjunum, þau greiða einfaldlega tiltölulega litla skatta til samfélagsins, það er launafólk sem greiðir mestu skattana. Það er í formi tekjuskatts og skatta sem lagðir eru á vörur og þjónustu. Förum að hugsa út frá hagsmunum heimilanna, út frá hagsmunum launafólks. Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni! Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Nú er efsta lag samfélagsins farið að kalla eftir því að almennt launafólk “axli ábyrgð” á stöðunni. Efsta lag samfélagsins vill að almennt launafólk gefi eftir og eða fresti launahækkunum sem framundan eru (haldi samningar gildi sínu). Þarna tala einstaklingar sem telja sig hafa sannleikann í höndum sér. Samtök atvinnulífsins hafa tekið þá stefnu að hámarka neikvætt tal og reyna þannig að magna upp enn verra ástand en það raunverulega er. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir erfiðleika og þrengingar þá eru aðstæður misjafnar í samfélaginu, misjafnar eftir atvinnugreinum. Ferðaþjónustan er líklega í verstu stöðunni þar sem nánast öll lönd í kringum okkur hafa lokað landamærum sínum eða krefjast þess að ferðamenn fari í sóttkví við komu til landanna (svipað og hér á landi). Það hefur í raun stöðvað straum ferðamanna á milli landa. Sviðslistagreinar berjast einnig en vonandi horfir til betri vegar þar í haust. En hvað er mikilvægast þegar við förum inn á erfið samdráttarskeið? Jú það er einmitt að hjól samfélagsins gangi sem best. Það eru ekki bara hjól atvinnulífsins heldur þurfa hjól samfélagsins að snúast. Við erum í einstaklega góðri stöðu að halda þeim gangandi meðal annars með einkaneyslu fólksins. Verslun getur gengið vel ef fólk heldur áfram að kaupa vöru. Framleiðsla getur gengið vel ef neytendur kaupa vörurnar o.s.frv. Við sjáum að innlend verslun hefur gengið vonum framar að undanförnu. En nú er reynt að leggja ofuráherslu á að styðja þurfi við fyrirtæki landsins. Samtök atvinnulífsins hafa lagst af fullum þunga gegn hækkun á atvinnuleysisbótum en fagna öllu óheftu fjárstreymi til fyrirtækjanna sem ekki er augljóst hverju skili síðan áfram til almennings. Það sýnir hversu ósvífin þessi samtök eru með þessari framkomu að leggjast gegn fólkinu. Við sjáum nú þegar að vöruverð og gjaldskrár hafa verið að hækka að undanförnu. Sem betur fer er það ekki algilt en sífellt fleiri tilfelli sjást þar sem vöruverð hefur hækkað. En á sama tíma og fyrirtækin hækka vöruverð þá virðist sem svo að þau ætli sér að leggjast gegn hækkun launa. Þegar þetta tvennt leggst saman þá mun það gera það að verkum að einkaneysla mun dragast verulega saman, fólk hefur ekki efni á því að kaupa vörur og hjól samfélagsins hægja verulega á sér. Já þá er búið að búa til heimatilbúna dýpri kreppu. Mikilvægi þess að tryggja heimilunum nægar ráðstöfunartekjur þrátt fyrir samdrátt hefur sjaldan ef nokkurn tímann verið jafn mikilvægt. Hækkun atvinnuleysisbóta mun því skila sér í færri gjaldþrotum heimila. Hækkun atvinnuleysisbóta mun skila sér í bættri stöðu fyrirtækja þar sem fólk getur, þrátt fyrir atvinnumissi, haldið áfram að kaupa nauðsynjavörur og staðið við sínar skuldbindingar. Hækkun launa og hækkun atvinnuleysisbóta mun jafnframt skila sér í auknum skatttekjum ríkisins. Aukið fjármagn sem fer til óskilgreindra óljósra ráðstafana inn í fyrirtækin skilar ekki meiri skattgreiðslum frá fyrirtækjunum, þau greiða einfaldlega tiltölulega litla skatta til samfélagsins, það er launafólk sem greiðir mestu skattana. Það er í formi tekjuskatts og skatta sem lagðir eru á vörur og þjónustu. Förum að hugsa út frá hagsmunum heimilanna, út frá hagsmunum launafólks. Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni! Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun