Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2020 23:24 Slökkviliðsmenn að störfum í Kaliforníu. AP/Noah Berger Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. Mennirnir voru staddir nærri Nacimiento í Los Padres þjóðgarðinum þegar eldurinn tók völdin. Fjórtán slökkviliðsmenn og vinnumenn á jarðýtu reyndu að hlífa sér í þar til gerðum neyðarskýlum. Margir þeirra fengu brunasár og reykeitrun. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús og minnst einn þeirra í alvarlegu ástandi. Annars staðar í ríkinu þurftu flugmenn herþyrlna að koma 164 manneskjum til bjargar sem höfðu orðið innlyksa vegna gróðurelda. Hlýr og þurr vindur hefur í dag orðið til þess að þeir fjölmörgu gróðureldar sem loga nú í Kaliforníu hafa breitt hratt úr sér. Fyrr í dag gaf stofnunin Cal Fire, sem heldur utan um gróðurelda í ríkinu, út að alls loguðu 25 stórir eldar. Fjórtán þúsund slökkviliðsmenn væru við störf. Today 14,000 firefighters are battling 25 major wildfires statewide. CAL FIRE has increased staffing in preparation for critical fire weather in multiple areas of the State. More information at: https://t.co/cJ4J6rn4AX Photo courtesy of Jeremy Ulloa. pic.twitter.com/Rm1AX0AZIj— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 8, 2020 Alls hafa nærri því 2,3 milljónir ekra brunnið í Kaliforníu á þessu ári. Ástandið hefur ekki verið svo slæmt frá því mælingar hófust en versta tímabilið varðandi gróðurelda í ríkinu er ekki hafið enn. Áður var það mesta sem hafði brunnið 1,96 milljónir ekra árið 2018. Þá loga tveir af þremur stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu nú við San Francisco flóa. Í frétt LA Times segir að ástandið gæti versnað til muna á næstu dögum þar sem búist er við frekari vindi. Orkufyrirtæki ætla að taka rafmagnið af einhverjum svæðum í Kaliforníu til að reyna að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikna. Fyrr í vikunni var gripið til þess að loka þjóðgörðum og tjaldsvæðum svo fólk kveikti ekki elda af slysni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í dag að á þessu ári hefðu slökkviliðsmenn átt við 7.606 gróðurelda. Þeir hefðu brennt 2,3 milljónir ekra. Á sama tíma í fyrra voru eldarnir 4.927 og ekrurnar 118 þúsund. Hann sagði ástandið vera sögulegt. Intense fires raged in several western states over the Labor Day weekend. https://t.co/wVPuFgHLdn pic.twitter.com/MHdL09kvNx— NASA Earth (@NASAEarth) September 8, 2020 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. Mennirnir voru staddir nærri Nacimiento í Los Padres þjóðgarðinum þegar eldurinn tók völdin. Fjórtán slökkviliðsmenn og vinnumenn á jarðýtu reyndu að hlífa sér í þar til gerðum neyðarskýlum. Margir þeirra fengu brunasár og reykeitrun. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús og minnst einn þeirra í alvarlegu ástandi. Annars staðar í ríkinu þurftu flugmenn herþyrlna að koma 164 manneskjum til bjargar sem höfðu orðið innlyksa vegna gróðurelda. Hlýr og þurr vindur hefur í dag orðið til þess að þeir fjölmörgu gróðureldar sem loga nú í Kaliforníu hafa breitt hratt úr sér. Fyrr í dag gaf stofnunin Cal Fire, sem heldur utan um gróðurelda í ríkinu, út að alls loguðu 25 stórir eldar. Fjórtán þúsund slökkviliðsmenn væru við störf. Today 14,000 firefighters are battling 25 major wildfires statewide. CAL FIRE has increased staffing in preparation for critical fire weather in multiple areas of the State. More information at: https://t.co/cJ4J6rn4AX Photo courtesy of Jeremy Ulloa. pic.twitter.com/Rm1AX0AZIj— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 8, 2020 Alls hafa nærri því 2,3 milljónir ekra brunnið í Kaliforníu á þessu ári. Ástandið hefur ekki verið svo slæmt frá því mælingar hófust en versta tímabilið varðandi gróðurelda í ríkinu er ekki hafið enn. Áður var það mesta sem hafði brunnið 1,96 milljónir ekra árið 2018. Þá loga tveir af þremur stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu nú við San Francisco flóa. Í frétt LA Times segir að ástandið gæti versnað til muna á næstu dögum þar sem búist er við frekari vindi. Orkufyrirtæki ætla að taka rafmagnið af einhverjum svæðum í Kaliforníu til að reyna að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikna. Fyrr í vikunni var gripið til þess að loka þjóðgörðum og tjaldsvæðum svo fólk kveikti ekki elda af slysni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í dag að á þessu ári hefðu slökkviliðsmenn átt við 7.606 gróðurelda. Þeir hefðu brennt 2,3 milljónir ekra. Á sama tíma í fyrra voru eldarnir 4.927 og ekrurnar 118 þúsund. Hann sagði ástandið vera sögulegt. Intense fires raged in several western states over the Labor Day weekend. https://t.co/wVPuFgHLdn pic.twitter.com/MHdL09kvNx— NASA Earth (@NASAEarth) September 8, 2020
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira