Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2020 23:24 Slökkviliðsmenn að störfum í Kaliforníu. AP/Noah Berger Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. Mennirnir voru staddir nærri Nacimiento í Los Padres þjóðgarðinum þegar eldurinn tók völdin. Fjórtán slökkviliðsmenn og vinnumenn á jarðýtu reyndu að hlífa sér í þar til gerðum neyðarskýlum. Margir þeirra fengu brunasár og reykeitrun. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús og minnst einn þeirra í alvarlegu ástandi. Annars staðar í ríkinu þurftu flugmenn herþyrlna að koma 164 manneskjum til bjargar sem höfðu orðið innlyksa vegna gróðurelda. Hlýr og þurr vindur hefur í dag orðið til þess að þeir fjölmörgu gróðureldar sem loga nú í Kaliforníu hafa breitt hratt úr sér. Fyrr í dag gaf stofnunin Cal Fire, sem heldur utan um gróðurelda í ríkinu, út að alls loguðu 25 stórir eldar. Fjórtán þúsund slökkviliðsmenn væru við störf. Today 14,000 firefighters are battling 25 major wildfires statewide. CAL FIRE has increased staffing in preparation for critical fire weather in multiple areas of the State. More information at: https://t.co/cJ4J6rn4AX Photo courtesy of Jeremy Ulloa. pic.twitter.com/Rm1AX0AZIj— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 8, 2020 Alls hafa nærri því 2,3 milljónir ekra brunnið í Kaliforníu á þessu ári. Ástandið hefur ekki verið svo slæmt frá því mælingar hófust en versta tímabilið varðandi gróðurelda í ríkinu er ekki hafið enn. Áður var það mesta sem hafði brunnið 1,96 milljónir ekra árið 2018. Þá loga tveir af þremur stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu nú við San Francisco flóa. Í frétt LA Times segir að ástandið gæti versnað til muna á næstu dögum þar sem búist er við frekari vindi. Orkufyrirtæki ætla að taka rafmagnið af einhverjum svæðum í Kaliforníu til að reyna að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikna. Fyrr í vikunni var gripið til þess að loka þjóðgörðum og tjaldsvæðum svo fólk kveikti ekki elda af slysni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í dag að á þessu ári hefðu slökkviliðsmenn átt við 7.606 gróðurelda. Þeir hefðu brennt 2,3 milljónir ekra. Á sama tíma í fyrra voru eldarnir 4.927 og ekrurnar 118 þúsund. Hann sagði ástandið vera sögulegt. Intense fires raged in several western states over the Labor Day weekend. https://t.co/wVPuFgHLdn pic.twitter.com/MHdL09kvNx— NASA Earth (@NASAEarth) September 8, 2020 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. Mennirnir voru staddir nærri Nacimiento í Los Padres þjóðgarðinum þegar eldurinn tók völdin. Fjórtán slökkviliðsmenn og vinnumenn á jarðýtu reyndu að hlífa sér í þar til gerðum neyðarskýlum. Margir þeirra fengu brunasár og reykeitrun. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús og minnst einn þeirra í alvarlegu ástandi. Annars staðar í ríkinu þurftu flugmenn herþyrlna að koma 164 manneskjum til bjargar sem höfðu orðið innlyksa vegna gróðurelda. Hlýr og þurr vindur hefur í dag orðið til þess að þeir fjölmörgu gróðureldar sem loga nú í Kaliforníu hafa breitt hratt úr sér. Fyrr í dag gaf stofnunin Cal Fire, sem heldur utan um gróðurelda í ríkinu, út að alls loguðu 25 stórir eldar. Fjórtán þúsund slökkviliðsmenn væru við störf. Today 14,000 firefighters are battling 25 major wildfires statewide. CAL FIRE has increased staffing in preparation for critical fire weather in multiple areas of the State. More information at: https://t.co/cJ4J6rn4AX Photo courtesy of Jeremy Ulloa. pic.twitter.com/Rm1AX0AZIj— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 8, 2020 Alls hafa nærri því 2,3 milljónir ekra brunnið í Kaliforníu á þessu ári. Ástandið hefur ekki verið svo slæmt frá því mælingar hófust en versta tímabilið varðandi gróðurelda í ríkinu er ekki hafið enn. Áður var það mesta sem hafði brunnið 1,96 milljónir ekra árið 2018. Þá loga tveir af þremur stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu nú við San Francisco flóa. Í frétt LA Times segir að ástandið gæti versnað til muna á næstu dögum þar sem búist er við frekari vindi. Orkufyrirtæki ætla að taka rafmagnið af einhverjum svæðum í Kaliforníu til að reyna að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikna. Fyrr í vikunni var gripið til þess að loka þjóðgörðum og tjaldsvæðum svo fólk kveikti ekki elda af slysni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í dag að á þessu ári hefðu slökkviliðsmenn átt við 7.606 gróðurelda. Þeir hefðu brennt 2,3 milljónir ekra. Á sama tíma í fyrra voru eldarnir 4.927 og ekrurnar 118 þúsund. Hann sagði ástandið vera sögulegt. Intense fires raged in several western states over the Labor Day weekend. https://t.co/wVPuFgHLdn pic.twitter.com/MHdL09kvNx— NASA Earth (@NASAEarth) September 8, 2020
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira