Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2020 11:00 Gas brennur yfir strompum olíuhreinsistöðvar í Hvíta-Rússlandi. Verksmiðjur stöðvuðust og bíla- og flugumferð dróst verulega saman þegar takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins voru sem strangastar í vor. Nú stefnir losun gróðurhúsalofttegunda aftur á móti aftur í svipað horf og áður. Vísir/Getty Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir nú í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári. Fyrirsjáanlegur samdráttur í losun á þessu ári mun aðeins hægja lítillega á vaxandi styrk koltvísýrings í lofthjúpi jarðar samkvæmt nýrri alþjóðlegri skýrslu. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og takmarkanir sem ríki heims hafa gripið til hafa raskað samfélagi manna gríðarlega og dregið verulega úr efnahagsumsvifum á þessu ári. Áætlað er að þegar höft sem komið var á vegna faraldursins voru sem ströngust í byrjun apríl hafi dagleg losun vegna bruna á jarðefnaeldsneyti dregist saman um 17% borið saman við metárið 2019. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu alþjóðlegra stofnana, „Sameinuð í vísindum 2020“, sem kynnt var í dag. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) hafði umsjón með skýrslunni en auk hennar komu breska veðurstofan, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna og fleiri stofnanir að henni. Þrátt fyrir að samdrátturinn þegar hann var sem mestur sé fordæmalaus var losunin engu að síður sambærileg við þá sem mannkynið stundaði árið 2006. Alþjóðlega kolefnisverkefnið (GCP), sem átti þátt í skýrslunni, segir þetta sýna svart á hvítu hversu hröð aukning hefur orðið í losun gróðurhúsalofttegunda undanfarin ár og hversu háð jarðefnaeldsneyti ríki heims eru um orku. Samdrátturinn færir losunina aðeins aftur um nokkur ár Þegar komið var fram í byrjun júní var dagleg losun um 5% minni en í fyrra. Horfur eru taldar á að losun koltvísýrings dragist saman um fjögur til sjö prósent á þessu ári vegna takmarkana í faraldrinum. Lokaniðurstaðan er talin munu ráðast af framþróun faraldursins til ársloka og viðbrögðum stjórnvalda við honum. Þó að samdrátturinn í losun vegna heimsfaraldursins á þessu ári verði sögulega mikill mun varla sjá högg á vatni í vaxandi styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Koltvísýringur lifir lengi í andrúmsloftinu og er styrkur hans nú afleiðing losunar manna yfir áratuga- og aldaskeið. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi aukist um 1-2% á ári undanfarin ár. Samdrátturinn í ár færi þannig losunina í horf sem væri sambærilegt við árið 2013. Það dugi ekki til að munur sjáist á hnattrænni hlýnun. „Styrkur gróðurhúsalofttegunda er ekkert að minnka því þó að losun fari aftur til ársins 2013 var hnattræn hlýnun samt vandamál þá,“ segir hann við Vísi. Til þess að hægja á loftslagsbreytingum þurfi að draga miklu meira úr losun og yfir lengri tíma, að sögn Halldórs. Þegar kolefnisjöfnuður næðist þyrfti að finna leiðir til að binda kolefni úr lofthjúpnum, til dæmis með skógrækt og öðrum aðferðum. Halldór Björnsson, loftslagsvísindamaður við Veðurstofuna, segir að draga þurfi mun meira úr losun en stefnir í að gerist vegna faraldursins á þessu ári til þess að hægja á loftslagsbreytingum af völdum manna.Vísir/Vilhelm Sagan eftir fyrri kreppur gefur ekki tilefni til bjartsýni Alls voru um 36,7 milljarða tonna koltvísýrings losuð í fyrra og hefur magnið aldrei verið meira frá upphafi iðnbyltingarinnar. Losunin er nú 62% meiri en þegar þjóðarleiðtogar byrjuðu að karpa um hvernig þeir ættu að bregðast við loftslagsbreytingum árið 1990. Nú er svo komið að styrkur koltvísýrings í andrúmslofti jarðar mælist yfir 410 hlutum af milljón (ppm). Styrkurinn hefur aldrei mælst meiri frá því að beinar mælingar hófust og hefur hann líklega ekki verið hærri í þrjár milljónir ára. Ætli menn sér að ná metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C fyrir lok aldarinnar, borið saman við viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu, þyrfti að draga úr losun um 7,6% á hverju ári á milli 2020 og 2030. Það er enn meiri samdráttur en fyrirsjáanlegur er vegna heimsfaraldurs sem hefur dregið hundruð þúsunda jarðarbúa til dauða. Halldór bendir á að sagan gefi ekki tilefni til bjartsýni varðandi framtíðarþróun losunar eftir heimskreppu eins og þá sem nú ríkir. Síðast hafi losun á heimsvísu dregist saman kreppuárið 2009 en þó mun minna en búist er við á þessu ári. Árið eftir hafi losunin aftur á móti aukist aftur um 3,1%. „Sagan bendir engan veginn til þess, alls ekki,“ svarar Halldór spurður að því hvort að líklegt sé að losun haldi áfram að dragast saman eftir að faraldrinum slotar. Líkur á að hlýnun nái 1,5°C á næstu fimm árum Sögulega hár styrkur gróðurhúsalofttegunda er þess valdandi að meðalhiti jarðar þokast stöðugt upp á við. Halldór segir að útlit sé fyrir að árið í ár verði mögulega það næsthlýjasta frá upphafi mælinga og mjög líklega í þremur efstu sætunum. Þannig stefnir fimm ára tímabilið frá 2016 til 2020 í að verða það hlýjasta frá því að mælingar hófust. Meðalhitinn á tímabilinu verður um 1,1°C hærri en meðaltalið á milli 1850-900, áður en iðnbyltingin hóf innreið sína af fullum krafti. „Þetta eru árin fimm eftir að skrifað var undir Parísarsamkomulagið,“ bendir Halldór á en þjóðarleiðtogar innsigluðu það í París í desember árið 2015. Á næstu fimm árum, fram til 2024, telur breska veðurstofan rétt tæplega fjórðungs líkur á að því að eitt ár að minnsta kosti verði 1,5°C hlýrra borið saman við viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu. Aðeins um 3% líkur eru taldar á að fimm ára tímabilið 2020-2024 í heild nái því að fara yfir 1,5°C markmiðið. Hlýnun jarðar af völdum manna hefur nú þegar umfangsmikil áhrif á umhverfi hennar. Hennar sjást skýr merki í mörgum þeirra ofsafengnu veðurviðburða sem hafa átt sér stað að undanförnu, að sögn WMO og bresku veðurstofunnar. „Stór hluti Síberíu hefur séð langa og merkilega hitabylgju á fyrri helmingi 2020 sem hefði verið afar ólíkleg án loftslagsbreytinga af völdum manna,“ er haft eftir Petteri Taalas, forstjóra WMO. Borgarstarfsmenn í Gangneung í Suður-Kóreu dæla flóðavatni sem fylgdi fellibylnum Haishen í vikunni. Skýrsluhöfundar vara við því að veðuröfgar verði tíðari með áframhaldandi loftslagsbreytingum og að fólki sem býr við flóðahættu í heiminum muni fjölga um 400 milljónir fyrir miðja öldina.AP/Yang Ji-woong/Yonhap Áhrif í lofti, láði og legi Á norðurslóðum hefur hlýnun jarðar gengið tvöfalt og allt að þrefalt hraðar fyrir sig en annars staðar. Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu hefur verið undir meðaltali á hverju ári frá 2016 og aldrei hafa jöklar og ísbreiður jarðar tapað meiri massa á einu tímabili frá 1950 en undanfarin fimm ár. Tíðari gróðureldar og þiðnun sífrera auk breytinga á norðurskautinu og vatnasviði fjalla er sögð raska vistkerfum æ meira. Höf jarðar halda áfram að hlýna en þau hafa drukkið í sig um 90% þess umframhita sem aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur haldið við yfirborð jarðar. Hraði hlýnunarinnar er sagður hafa tvöfaldast frá 1993. Hitabylgjur í hafinu eru nú taldar tvöfalt tíðari en áður og þær vara lengur. Höfin hafa einnig tekið við 20-30% af þeim koltvísýringi sem menn hafa losað frá 9. áratugnum en það veldur súrnun sjávar. Yfirborð sjávar heldur áfram að hækka vegna varmaútþenslu þess og bráðnunar íss á landi. Hraði hækkunarinnar hefur aukist á þessari öld. Bráðun jökla og aðrar breytingar á vatnasviði eru taldar líklegar til að setja líf milljóna manna úr skorðum á næstu áratugum og öldum. Fólki býr við flóðahættu er sagt fjölga um 400 milljónir fyrir miðja öldina þeir sem búa við vatnsskort gætu verið á bilinu 2,7-3,2 milljarðar árið 2050. Talið er að affall frá bráðnandi jöklum nái hámarki í síðasta lagi rétt fyrir aldamót. Eftir það muni það vatn sem berst frá jöklum, sem stór hluti mannkyns reiðir sig á, fara minnkandi. Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Vísindi Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. 20. júlí 2020 16:25 Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir nú í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári. Fyrirsjáanlegur samdráttur í losun á þessu ári mun aðeins hægja lítillega á vaxandi styrk koltvísýrings í lofthjúpi jarðar samkvæmt nýrri alþjóðlegri skýrslu. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og takmarkanir sem ríki heims hafa gripið til hafa raskað samfélagi manna gríðarlega og dregið verulega úr efnahagsumsvifum á þessu ári. Áætlað er að þegar höft sem komið var á vegna faraldursins voru sem ströngust í byrjun apríl hafi dagleg losun vegna bruna á jarðefnaeldsneyti dregist saman um 17% borið saman við metárið 2019. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu alþjóðlegra stofnana, „Sameinuð í vísindum 2020“, sem kynnt var í dag. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) hafði umsjón með skýrslunni en auk hennar komu breska veðurstofan, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna og fleiri stofnanir að henni. Þrátt fyrir að samdrátturinn þegar hann var sem mestur sé fordæmalaus var losunin engu að síður sambærileg við þá sem mannkynið stundaði árið 2006. Alþjóðlega kolefnisverkefnið (GCP), sem átti þátt í skýrslunni, segir þetta sýna svart á hvítu hversu hröð aukning hefur orðið í losun gróðurhúsalofttegunda undanfarin ár og hversu háð jarðefnaeldsneyti ríki heims eru um orku. Samdrátturinn færir losunina aðeins aftur um nokkur ár Þegar komið var fram í byrjun júní var dagleg losun um 5% minni en í fyrra. Horfur eru taldar á að losun koltvísýrings dragist saman um fjögur til sjö prósent á þessu ári vegna takmarkana í faraldrinum. Lokaniðurstaðan er talin munu ráðast af framþróun faraldursins til ársloka og viðbrögðum stjórnvalda við honum. Þó að samdrátturinn í losun vegna heimsfaraldursins á þessu ári verði sögulega mikill mun varla sjá högg á vatni í vaxandi styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Koltvísýringur lifir lengi í andrúmsloftinu og er styrkur hans nú afleiðing losunar manna yfir áratuga- og aldaskeið. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi aukist um 1-2% á ári undanfarin ár. Samdrátturinn í ár færi þannig losunina í horf sem væri sambærilegt við árið 2013. Það dugi ekki til að munur sjáist á hnattrænni hlýnun. „Styrkur gróðurhúsalofttegunda er ekkert að minnka því þó að losun fari aftur til ársins 2013 var hnattræn hlýnun samt vandamál þá,“ segir hann við Vísi. Til þess að hægja á loftslagsbreytingum þurfi að draga miklu meira úr losun og yfir lengri tíma, að sögn Halldórs. Þegar kolefnisjöfnuður næðist þyrfti að finna leiðir til að binda kolefni úr lofthjúpnum, til dæmis með skógrækt og öðrum aðferðum. Halldór Björnsson, loftslagsvísindamaður við Veðurstofuna, segir að draga þurfi mun meira úr losun en stefnir í að gerist vegna faraldursins á þessu ári til þess að hægja á loftslagsbreytingum af völdum manna.Vísir/Vilhelm Sagan eftir fyrri kreppur gefur ekki tilefni til bjartsýni Alls voru um 36,7 milljarða tonna koltvísýrings losuð í fyrra og hefur magnið aldrei verið meira frá upphafi iðnbyltingarinnar. Losunin er nú 62% meiri en þegar þjóðarleiðtogar byrjuðu að karpa um hvernig þeir ættu að bregðast við loftslagsbreytingum árið 1990. Nú er svo komið að styrkur koltvísýrings í andrúmslofti jarðar mælist yfir 410 hlutum af milljón (ppm). Styrkurinn hefur aldrei mælst meiri frá því að beinar mælingar hófust og hefur hann líklega ekki verið hærri í þrjár milljónir ára. Ætli menn sér að ná metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C fyrir lok aldarinnar, borið saman við viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu, þyrfti að draga úr losun um 7,6% á hverju ári á milli 2020 og 2030. Það er enn meiri samdráttur en fyrirsjáanlegur er vegna heimsfaraldurs sem hefur dregið hundruð þúsunda jarðarbúa til dauða. Halldór bendir á að sagan gefi ekki tilefni til bjartsýni varðandi framtíðarþróun losunar eftir heimskreppu eins og þá sem nú ríkir. Síðast hafi losun á heimsvísu dregist saman kreppuárið 2009 en þó mun minna en búist er við á þessu ári. Árið eftir hafi losunin aftur á móti aukist aftur um 3,1%. „Sagan bendir engan veginn til þess, alls ekki,“ svarar Halldór spurður að því hvort að líklegt sé að losun haldi áfram að dragast saman eftir að faraldrinum slotar. Líkur á að hlýnun nái 1,5°C á næstu fimm árum Sögulega hár styrkur gróðurhúsalofttegunda er þess valdandi að meðalhiti jarðar þokast stöðugt upp á við. Halldór segir að útlit sé fyrir að árið í ár verði mögulega það næsthlýjasta frá upphafi mælinga og mjög líklega í þremur efstu sætunum. Þannig stefnir fimm ára tímabilið frá 2016 til 2020 í að verða það hlýjasta frá því að mælingar hófust. Meðalhitinn á tímabilinu verður um 1,1°C hærri en meðaltalið á milli 1850-900, áður en iðnbyltingin hóf innreið sína af fullum krafti. „Þetta eru árin fimm eftir að skrifað var undir Parísarsamkomulagið,“ bendir Halldór á en þjóðarleiðtogar innsigluðu það í París í desember árið 2015. Á næstu fimm árum, fram til 2024, telur breska veðurstofan rétt tæplega fjórðungs líkur á að því að eitt ár að minnsta kosti verði 1,5°C hlýrra borið saman við viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu. Aðeins um 3% líkur eru taldar á að fimm ára tímabilið 2020-2024 í heild nái því að fara yfir 1,5°C markmiðið. Hlýnun jarðar af völdum manna hefur nú þegar umfangsmikil áhrif á umhverfi hennar. Hennar sjást skýr merki í mörgum þeirra ofsafengnu veðurviðburða sem hafa átt sér stað að undanförnu, að sögn WMO og bresku veðurstofunnar. „Stór hluti Síberíu hefur séð langa og merkilega hitabylgju á fyrri helmingi 2020 sem hefði verið afar ólíkleg án loftslagsbreytinga af völdum manna,“ er haft eftir Petteri Taalas, forstjóra WMO. Borgarstarfsmenn í Gangneung í Suður-Kóreu dæla flóðavatni sem fylgdi fellibylnum Haishen í vikunni. Skýrsluhöfundar vara við því að veðuröfgar verði tíðari með áframhaldandi loftslagsbreytingum og að fólki sem býr við flóðahættu í heiminum muni fjölga um 400 milljónir fyrir miðja öldina.AP/Yang Ji-woong/Yonhap Áhrif í lofti, láði og legi Á norðurslóðum hefur hlýnun jarðar gengið tvöfalt og allt að þrefalt hraðar fyrir sig en annars staðar. Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu hefur verið undir meðaltali á hverju ári frá 2016 og aldrei hafa jöklar og ísbreiður jarðar tapað meiri massa á einu tímabili frá 1950 en undanfarin fimm ár. Tíðari gróðureldar og þiðnun sífrera auk breytinga á norðurskautinu og vatnasviði fjalla er sögð raska vistkerfum æ meira. Höf jarðar halda áfram að hlýna en þau hafa drukkið í sig um 90% þess umframhita sem aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur haldið við yfirborð jarðar. Hraði hlýnunarinnar er sagður hafa tvöfaldast frá 1993. Hitabylgjur í hafinu eru nú taldar tvöfalt tíðari en áður og þær vara lengur. Höfin hafa einnig tekið við 20-30% af þeim koltvísýringi sem menn hafa losað frá 9. áratugnum en það veldur súrnun sjávar. Yfirborð sjávar heldur áfram að hækka vegna varmaútþenslu þess og bráðnunar íss á landi. Hraði hækkunarinnar hefur aukist á þessari öld. Bráðun jökla og aðrar breytingar á vatnasviði eru taldar líklegar til að setja líf milljóna manna úr skorðum á næstu áratugum og öldum. Fólki býr við flóðahættu er sagt fjölga um 400 milljónir fyrir miðja öldina þeir sem búa við vatnsskort gætu verið á bilinu 2,7-3,2 milljarðar árið 2050. Talið er að affall frá bráðnandi jöklum nái hámarki í síðasta lagi rétt fyrir aldamót. Eftir það muni það vatn sem berst frá jöklum, sem stór hluti mannkyns reiðir sig á, fara minnkandi.
Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Vísindi Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. 20. júlí 2020 16:25 Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. 20. júlí 2020 16:25
Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23