Eyjamenn með fleiri bikarsigra en deildarsigra á síðustu 42 dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2020 14:00 Það reynir núna á Helga Sigurðsson, þjálfara ÍBV, að keyra Eyjalestina aftur í gang í Lengjudeildinni. Vísir/Daníel Það bjuggust allir við því að Eyjamenn færu sannfærandi upp úr Lengjudeild karla í sumar og myndi endurheimta sætið sitt í Pepsi Max deildinni. Miðað við úrslitin á undanförnu þarf Eyjaliðið hins vegar að fara að landa fleiri stigum ef svo á að fara. ÍBV var með 18 stig eftir 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík 27. júlí síðastliðinn en hefur síðan aðeins bætt við sjö stigum. ÍBV liðið er nú í fjórða sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Fram. Keflvíkingar eru síðan ekki aðeins tveimur stigum á undan Eyjamönnum því þeir eiga líka einn leiki inni á ÍBV. Eyjamenn hafa aðeins náð í 39 prósent stiga út úr síðustu sex deildarleikjum sínum eftir jafnteflið í Grindavík í gær eða sjö stig af átján. Þetta var fjórða jafntefli Eyjaliðsins í síðustu sex leikjum liðsins í Lengjudeildinni. Nú er svo komið að Eyjamenn eru með fleiri bikarsigra en deildarsigra á síðustu 42 dögum og það þrátt fyrir að hafa spilað þrisvar sinnum fleiri leiki í Lengjudeildinni. Eyjamenn hafa nefnilega gert vel í Mjólkurbikarnum þar sem þeir urðu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar í ár. Jafnteflisleikir Eyjaliðsins hafa meðal annars komið á móti liðunum sem eru núna í 9. sæti (Víkingur Ó.) og 12. sæti (Magni) deildarinnar og þau fjögur töpuðu stig gæti orðið Eyjamönnum dýr. Næstu þrír leikir eru liðinu gríðarlega mikilvægir eftir þetta hökt því framundan eru þrír heimaleikir á aðeins níu dögum eða frá leiknum við Keflavík á laugardaginn 12. september til leikins á móti Þór sunnudaginn 20. september. Báðir leikir fara fram á Hásteinsvellinum sem og leikur á móti Leikni F. miðvikudaginn 16. september. Leikir ÍBV í Lengjudeild og Mjólkurbikar síðustu 42 daga: 3-1 sigur á KA í Mjólkurbikarnum 4-4 jafntefli við Fram í Lengjudeildinni 1-0 sigur á Aftureldingu í Lengjudeildinni 0-0 jafntefli við Magna í Lengjudeildinni 2-1 sigur á Fram í Mjólkurbikarnum 1-1 jafntefli við Víking Ó. í Lengjudeildinni 2-0 tap fyrir Leiknir R. í í Lengjudeildinni 1-1 jafntefli við Grindavík í Lengjudeildinni Pepsi Max-deild karla ÍBV Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Sjá meira
Það bjuggust allir við því að Eyjamenn færu sannfærandi upp úr Lengjudeild karla í sumar og myndi endurheimta sætið sitt í Pepsi Max deildinni. Miðað við úrslitin á undanförnu þarf Eyjaliðið hins vegar að fara að landa fleiri stigum ef svo á að fara. ÍBV var með 18 stig eftir 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík 27. júlí síðastliðinn en hefur síðan aðeins bætt við sjö stigum. ÍBV liðið er nú í fjórða sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Fram. Keflvíkingar eru síðan ekki aðeins tveimur stigum á undan Eyjamönnum því þeir eiga líka einn leiki inni á ÍBV. Eyjamenn hafa aðeins náð í 39 prósent stiga út úr síðustu sex deildarleikjum sínum eftir jafnteflið í Grindavík í gær eða sjö stig af átján. Þetta var fjórða jafntefli Eyjaliðsins í síðustu sex leikjum liðsins í Lengjudeildinni. Nú er svo komið að Eyjamenn eru með fleiri bikarsigra en deildarsigra á síðustu 42 dögum og það þrátt fyrir að hafa spilað þrisvar sinnum fleiri leiki í Lengjudeildinni. Eyjamenn hafa nefnilega gert vel í Mjólkurbikarnum þar sem þeir urðu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar í ár. Jafnteflisleikir Eyjaliðsins hafa meðal annars komið á móti liðunum sem eru núna í 9. sæti (Víkingur Ó.) og 12. sæti (Magni) deildarinnar og þau fjögur töpuðu stig gæti orðið Eyjamönnum dýr. Næstu þrír leikir eru liðinu gríðarlega mikilvægir eftir þetta hökt því framundan eru þrír heimaleikir á aðeins níu dögum eða frá leiknum við Keflavík á laugardaginn 12. september til leikins á móti Þór sunnudaginn 20. september. Báðir leikir fara fram á Hásteinsvellinum sem og leikur á móti Leikni F. miðvikudaginn 16. september. Leikir ÍBV í Lengjudeild og Mjólkurbikar síðustu 42 daga: 3-1 sigur á KA í Mjólkurbikarnum 4-4 jafntefli við Fram í Lengjudeildinni 1-0 sigur á Aftureldingu í Lengjudeildinni 0-0 jafntefli við Magna í Lengjudeildinni 2-1 sigur á Fram í Mjólkurbikarnum 1-1 jafntefli við Víking Ó. í Lengjudeildinni 2-0 tap fyrir Leiknir R. í í Lengjudeildinni 1-1 jafntefli við Grindavík í Lengjudeildinni
Leikir ÍBV í Lengjudeild og Mjólkurbikar síðustu 42 daga: 3-1 sigur á KA í Mjólkurbikarnum 4-4 jafntefli við Fram í Lengjudeildinni 1-0 sigur á Aftureldingu í Lengjudeildinni 0-0 jafntefli við Magna í Lengjudeildinni 2-1 sigur á Fram í Mjólkurbikarnum 1-1 jafntefli við Víking Ó. í Lengjudeildinni 2-0 tap fyrir Leiknir R. í í Lengjudeildinni 1-1 jafntefli við Grindavík í Lengjudeildinni
Pepsi Max-deild karla ÍBV Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Sjá meira