Ríkisútvarpið braut ekki lög með ráðningu Stefáns Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. september 2020 06:55 Kristín Þorsteinsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir sóttu báðar um starf útvarpsstjóra. Samsett Ríkisútvarpið braut ekki jafnréttislög þegar Stefán Eiríksson var ráðinn í starf útvarpsstjóra í janúar síðastliðnum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Þær Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra, og Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri 365 Miðla kærðu báðar ákvörðunina og töldu að ráðning Stefáns bryti í bága við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og einnig við lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að mati nefndarinnar skiptir máli í samhenginu að RÚV er opinbert hlutafélag sem lýtur reglum hins almenna vinnumarkaðar og nýtur því aukins svigrúms í þessum málum samanborið við aðrar opinberar stofnanir sem ekki eru hlutafélög. Þar fyrir utan komst nefndin einnig að þeirri niðurstöðu að hvorki Kristín né Kolbrún hafi náð að leiða að því líkum að þeim hafi verið mismunað við ráðningu í starf útvarpsstjóra. Þó setti nefndin fram ákveðnar aðfinnslur í tilviki þeirra beggja við mat RÚV á menntun þeirra og einnig við mat RÚV á Kristínu í matsflokknum „Fjölmiðlar, menningar og samfélagsmál.“ Alls sótti 41 umsækjandi um starf útvarpsstjóra. Nítján komust í starfsviðtal og fjórir undirgengust persónuleikapróf og var Kolbrún á meðal þeirra. Stefán Eiríksson þáverandi borgarritari var að endingu ráðinn útvarpsstjóri í janúar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Jafnréttismál Tengdar fréttir Nærmynd af Stefáni Eiríkssyni: Partýkall sem tekur alltaf Duran Duran og elskar að brjóta Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins til næstu fimm ára. 17. febrúar 2020 20:51 Kolbrún skoðar að kæra ráðningu Stefáns Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og leikhússtjóri, hefur til skoðunar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra til kærunefndar jafnréttismála. 10. febrúar 2020 13:14 Kristín fær ekki rökstuðning frá RÚV Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins, hefur fengið neitun frá Ríkisútvarpinu við beiðni sinni um rökstuðning á ráðningu nýs útvarpsstjóra, Stefáns Eiríkssonar. 10. febrúar 2020 06:50 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Ríkisútvarpið braut ekki jafnréttislög þegar Stefán Eiríksson var ráðinn í starf útvarpsstjóra í janúar síðastliðnum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Þær Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra, og Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri 365 Miðla kærðu báðar ákvörðunina og töldu að ráðning Stefáns bryti í bága við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og einnig við lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að mati nefndarinnar skiptir máli í samhenginu að RÚV er opinbert hlutafélag sem lýtur reglum hins almenna vinnumarkaðar og nýtur því aukins svigrúms í þessum málum samanborið við aðrar opinberar stofnanir sem ekki eru hlutafélög. Þar fyrir utan komst nefndin einnig að þeirri niðurstöðu að hvorki Kristín né Kolbrún hafi náð að leiða að því líkum að þeim hafi verið mismunað við ráðningu í starf útvarpsstjóra. Þó setti nefndin fram ákveðnar aðfinnslur í tilviki þeirra beggja við mat RÚV á menntun þeirra og einnig við mat RÚV á Kristínu í matsflokknum „Fjölmiðlar, menningar og samfélagsmál.“ Alls sótti 41 umsækjandi um starf útvarpsstjóra. Nítján komust í starfsviðtal og fjórir undirgengust persónuleikapróf og var Kolbrún á meðal þeirra. Stefán Eiríksson þáverandi borgarritari var að endingu ráðinn útvarpsstjóri í janúar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Jafnréttismál Tengdar fréttir Nærmynd af Stefáni Eiríkssyni: Partýkall sem tekur alltaf Duran Duran og elskar að brjóta Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins til næstu fimm ára. 17. febrúar 2020 20:51 Kolbrún skoðar að kæra ráðningu Stefáns Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og leikhússtjóri, hefur til skoðunar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra til kærunefndar jafnréttismála. 10. febrúar 2020 13:14 Kristín fær ekki rökstuðning frá RÚV Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins, hefur fengið neitun frá Ríkisútvarpinu við beiðni sinni um rökstuðning á ráðningu nýs útvarpsstjóra, Stefáns Eiríkssonar. 10. febrúar 2020 06:50 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Nærmynd af Stefáni Eiríkssyni: Partýkall sem tekur alltaf Duran Duran og elskar að brjóta Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins til næstu fimm ára. 17. febrúar 2020 20:51
Kolbrún skoðar að kæra ráðningu Stefáns Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og leikhússtjóri, hefur til skoðunar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra til kærunefndar jafnréttismála. 10. febrúar 2020 13:14
Kristín fær ekki rökstuðning frá RÚV Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins, hefur fengið neitun frá Ríkisútvarpinu við beiðni sinni um rökstuðning á ráðningu nýs útvarpsstjóra, Stefáns Eiríkssonar. 10. febrúar 2020 06:50
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent