Rekja gróðureld til kynafhjúpunarteitis í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 11:37 Þyrla býr sig undir að sleppa vatni yfir El Dorado-gróðureldinn í Yucaipa austan við Los Angeles í Kaliforníu. AP/Ringo H.W. Chiu Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda. El Dorado-eldurinn sem kviknaði austur af Los Angeles á laugardagsmorgun hefur þegar brennt um rúma tólf ferkílómetra trjá- og kjarrlendis, að sögn Skóga- og eldvarnastofnunar Kaliforníu. Hún rekur upptök eldsins til reykvélar sem var notuð í kynafhjúpunarteiti og bendir á að fólk sem kveikir elda geti átt yfir höfði sér sektir eða jafnvel saksókn. #ElDoradoFire | SAN BERNARDINO/ INYO/ MONO UNIT | El Dorado Fire Cause pic.twitter.com/PNBQWMXMwK— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 7, 2020 Fordæmi eru fyrir því í Bandaríkjunum. Faðir sem kom af stað gróðureldi sem geisaði á stóru svæði í Arizona í heila viku þegar hann afhjúpaði kyn væntanlegs barns hans í apríl árið 2017 hlaut fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og var dæmdur til að greiða meira en 1,1 milljarð króna í skaðabætur. Miklir gróðureldar hafa geisað í hita- og þurrkatíðinni í Kaliforníu. Frá því um miðjan ágúst hafa hátt í þúsund slíkir eldar kviknað, oft út frá eldingum. Gavin Newsom, ríkisstjóri, lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna í fimm sýslum í gær. Skyldurýmingar eru nú í gildi á nokkrum svæðum í Madera-sýslu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eins og í brennsluofni Ástandið í Kaliforníu nú er fordæmalaust. Hitamet var slegið í Los Angeles þegar mælar sýndu 49,4°C, Bandaríska veðurstofan segir að gærdagurinn hafi verið sá heitasti frá því að veðurathuganir hófust í stórum hluta suðvestanverðrar Kaliforníu. Fyrr í hitabylgjunni mældust 54,4°C í Dauðadalnum í Kaliforníu sem er jafnvel talinn hæsti hiti sem mælst hefur með áreiðanlegum hætti á jörðinni. Auk hitaviðvarana er hæsta viðbúnaðarstig vegna gróðurelda í gildi víða í Kaliforníu. Washington Post segir að ekki aðeins hafi hitinn í gær mæst sé hæsti frá upphafi í septembermánuði á mörgum stöðum heldur hafi hann sums staðar verið sá hæsti óháð mánuði. Veðustofan líkti aðstæðum í gær við „brennsluofn“. Hitabylgjan væri hættuleg og jafnvel banvæn. Bjarga þurfti fleiri en tvö hundruð manns sem urðu innlyksa vegna eldanna með þyrlum í Sierra-fjöllum utan við Fresno. Um tuttugu þeirra voru slasaðir, sumir með brunasár. Átta manns hafa látist í eldunum til þessa og um 3.300 byggingar eyðilagst. Skóga- og eldvarnastofnunin segir að 14.800 slökkviliðsmenn glími við 23 meiriháttar elda í ríkinu. Rafmagnsnotkun hefur aukist gífurlega í hitabylgjunni. Yfirvöld hafa varað íbúa í Kaliforníu við því að skammta þurfti rafmagn dragi þeir ekki úr notkuninni. Enn hefur ekki komið til þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Skæðari hitabylgjur og þurrkar eru ástæða þess að tíðari gróðureldar eru taldir á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hlýnunin nemur nú þegar um einni gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á kolum, olíu og gasi. Haldi núverandi losun áfram er óttast að hlýnunin gæti náð allt að 3-4°C fyrir lok aldarinnar. Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda. El Dorado-eldurinn sem kviknaði austur af Los Angeles á laugardagsmorgun hefur þegar brennt um rúma tólf ferkílómetra trjá- og kjarrlendis, að sögn Skóga- og eldvarnastofnunar Kaliforníu. Hún rekur upptök eldsins til reykvélar sem var notuð í kynafhjúpunarteiti og bendir á að fólk sem kveikir elda geti átt yfir höfði sér sektir eða jafnvel saksókn. #ElDoradoFire | SAN BERNARDINO/ INYO/ MONO UNIT | El Dorado Fire Cause pic.twitter.com/PNBQWMXMwK— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 7, 2020 Fordæmi eru fyrir því í Bandaríkjunum. Faðir sem kom af stað gróðureldi sem geisaði á stóru svæði í Arizona í heila viku þegar hann afhjúpaði kyn væntanlegs barns hans í apríl árið 2017 hlaut fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og var dæmdur til að greiða meira en 1,1 milljarð króna í skaðabætur. Miklir gróðureldar hafa geisað í hita- og þurrkatíðinni í Kaliforníu. Frá því um miðjan ágúst hafa hátt í þúsund slíkir eldar kviknað, oft út frá eldingum. Gavin Newsom, ríkisstjóri, lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna í fimm sýslum í gær. Skyldurýmingar eru nú í gildi á nokkrum svæðum í Madera-sýslu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eins og í brennsluofni Ástandið í Kaliforníu nú er fordæmalaust. Hitamet var slegið í Los Angeles þegar mælar sýndu 49,4°C, Bandaríska veðurstofan segir að gærdagurinn hafi verið sá heitasti frá því að veðurathuganir hófust í stórum hluta suðvestanverðrar Kaliforníu. Fyrr í hitabylgjunni mældust 54,4°C í Dauðadalnum í Kaliforníu sem er jafnvel talinn hæsti hiti sem mælst hefur með áreiðanlegum hætti á jörðinni. Auk hitaviðvarana er hæsta viðbúnaðarstig vegna gróðurelda í gildi víða í Kaliforníu. Washington Post segir að ekki aðeins hafi hitinn í gær mæst sé hæsti frá upphafi í septembermánuði á mörgum stöðum heldur hafi hann sums staðar verið sá hæsti óháð mánuði. Veðustofan líkti aðstæðum í gær við „brennsluofn“. Hitabylgjan væri hættuleg og jafnvel banvæn. Bjarga þurfti fleiri en tvö hundruð manns sem urðu innlyksa vegna eldanna með þyrlum í Sierra-fjöllum utan við Fresno. Um tuttugu þeirra voru slasaðir, sumir með brunasár. Átta manns hafa látist í eldunum til þessa og um 3.300 byggingar eyðilagst. Skóga- og eldvarnastofnunin segir að 14.800 slökkviliðsmenn glími við 23 meiriháttar elda í ríkinu. Rafmagnsnotkun hefur aukist gífurlega í hitabylgjunni. Yfirvöld hafa varað íbúa í Kaliforníu við því að skammta þurfti rafmagn dragi þeir ekki úr notkuninni. Enn hefur ekki komið til þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Skæðari hitabylgjur og þurrkar eru ástæða þess að tíðari gróðureldar eru taldir á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hlýnunin nemur nú þegar um einni gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á kolum, olíu og gasi. Haldi núverandi losun áfram er óttast að hlýnunin gæti náð allt að 3-4°C fyrir lok aldarinnar.
Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira