Birta myndskeið af meintum árásarmanni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 23:31 Árásarmaðurinn meinti í myndbrotinu sem birt var af lögreglu. YouTube/West Midlands Police Myndskeið úr öryggismyndavélum af manni sem grunaður er að hafa myrt einn og sært sjö í eggvopnsárásum í miðborg Birmingham á Bretlandi hefur verið birt af lögreglu. Lögreglan hefur leitað mannsins af mikilli áfergju frá því í nótt. Árásirnar voru gerðar miðsvæðis í Birmingham þar sem mikið er um skemmtistaði. Sá sem lést var 23 ára gamall maður og dó hann á Irving stræti klukkan 01:50 í nótt að staðartíma. Maður og kona, 19 og 32 ára, hlutu alvarlega áverka og eru sögð í lífshættu. Fimm önnur, á aldrinum 23 til 33 ára, særðust einnig í árásinni. Voru þau öll flutt á sjúkrahús og hafa tvö nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Árásirnar voru gerðar á fjórum mismunandi stöðum milli klukkan hálf eitt og hálf þrjú í nótt að staðartíma. Í myndbrotinu sem náðist á öryggismyndavél sést maður með derhúfu á höfði og í dökkri hettupeysu. Þá er hann klæddur í dökkar buxur og dökka skó en hann sést standa við og ganga fyrir horn. „Á þessum tímapunkti teljum við árásirnar hafa verið gerðar af handahófi og við höfum engar vísbendingar um að nokkur ástæða hafi verið að baki þeim,“ sagði Steve Graham, yfirlögregluþjónn í Birmingham, og hvatti hann almenning að vera á tánum. „Við biðlum til fólks sem gæti kannast við manninn sem sést á upptökunni til að hafa samband við okkur eins fljótt og auðið er. Ef þið sjáið hann, vinsamlegast nálgist hann ekki, en hringið þegar í stað í neyðarlínuna,“ bætti hann við. Hafa fundið hníf en of snemmt að vita hvort hann hafi verið notaður í árásunum Lögreglan var fyrst kölluð út að Constitution Hill þar sem maður var alvarlega særður rétt eftir klukkan hálf eitt að staðartíma. Þá var hún kölluð út að Livery Street um tuttugu mínútum síðar þar sem nítján ára maður særðist alvarlega og kona var einnig særð. Um klukkutíma síðar, klukkan 01:50 að staðartíma, var lögregla kölluð út að Irving Street, þar sem 23 ára gamall maður lést og annar maður særðist alvarlega. Tíu mínútum síðar var lögregla kölluð út að Hurst Street þar sem 32 ára gömul kona særðist alvarlega og tveir menn særðust. Lögreglan telur árásirnar ekki tengdar hryðjuverkastarfsemi eða starfsemi skipulagðra glæpahópa. Atvikið var flokkað sem alvarlegt atvik af lögreglu um leið og ljóst var hve stórvægilegt það væri. Þá hefur lögreglan unnið linnulaust frá því í nótt að því að finna árásarmanninn og er atvikið nú rannsakað sem morð. Fjöldi fólks varð vitni að árásunum og lýsti eitt vitnanna, sem er eigandi veitingastaðar, því hvernig árásarmaðurinn gekk frá árásarstað mjög rólega eftir að hann hafði stungið konu ítrekað með eggvopni. „Ég horfði beint á hann, og ég get séð að hann heldur á eggvopni, smáu, ekkert rosalega stóru, og hann var að stinga hana í hálsinn,“ sagði Savvas Sfrantzis, í samtali við breska ríkisútvarpið. „Hann var mjög rólegur og var ekki í uppnámi og hann brást ekki einu sinni við. Eftir að hann stakk hana á milli fimm og sjö sinnum… gekk hann í burtu eins og ekkert hefði gerst.“ Lögreglan hefur lagt hald á hníf sem fannst í niðurfalli en Graham yfirlögregluþjónn segir of snemmt til að vita hvort umræddur hnífur hafi verið sá sem notaður var í árásinni. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag var hann spurður hvers vegna árásarmaðurinn hafi getað ferðast í gegn um miðborgina í meira en tvo klukkutíma án þess að nást. Graham sagði að leiðin sem hinn grunaði fór í gegn um miðborgina hafi verið nokkuð óhefðbundin. Bretland England Tengdar fréttir Einn látinn og sjö særðir í Birmingham Einn er látinn og sjö særðust í hnífaárásum sem gerðar voru í ensku borginni Birmingham í nótt. Árásarmannsins er enn leitað. 6. september 2020 10:58 Ráðist á fólk með eggvopni í miðborg Birmingham Lögregla í Birmingham í Englandi var kölluð út skömmu eftir miðnætti þegar tilkynnt var um að ráðist hafi verið á fólk með eggvopni. 6. september 2020 08:07 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Sjá meira
Myndskeið úr öryggismyndavélum af manni sem grunaður er að hafa myrt einn og sært sjö í eggvopnsárásum í miðborg Birmingham á Bretlandi hefur verið birt af lögreglu. Lögreglan hefur leitað mannsins af mikilli áfergju frá því í nótt. Árásirnar voru gerðar miðsvæðis í Birmingham þar sem mikið er um skemmtistaði. Sá sem lést var 23 ára gamall maður og dó hann á Irving stræti klukkan 01:50 í nótt að staðartíma. Maður og kona, 19 og 32 ára, hlutu alvarlega áverka og eru sögð í lífshættu. Fimm önnur, á aldrinum 23 til 33 ára, særðust einnig í árásinni. Voru þau öll flutt á sjúkrahús og hafa tvö nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Árásirnar voru gerðar á fjórum mismunandi stöðum milli klukkan hálf eitt og hálf þrjú í nótt að staðartíma. Í myndbrotinu sem náðist á öryggismyndavél sést maður með derhúfu á höfði og í dökkri hettupeysu. Þá er hann klæddur í dökkar buxur og dökka skó en hann sést standa við og ganga fyrir horn. „Á þessum tímapunkti teljum við árásirnar hafa verið gerðar af handahófi og við höfum engar vísbendingar um að nokkur ástæða hafi verið að baki þeim,“ sagði Steve Graham, yfirlögregluþjónn í Birmingham, og hvatti hann almenning að vera á tánum. „Við biðlum til fólks sem gæti kannast við manninn sem sést á upptökunni til að hafa samband við okkur eins fljótt og auðið er. Ef þið sjáið hann, vinsamlegast nálgist hann ekki, en hringið þegar í stað í neyðarlínuna,“ bætti hann við. Hafa fundið hníf en of snemmt að vita hvort hann hafi verið notaður í árásunum Lögreglan var fyrst kölluð út að Constitution Hill þar sem maður var alvarlega særður rétt eftir klukkan hálf eitt að staðartíma. Þá var hún kölluð út að Livery Street um tuttugu mínútum síðar þar sem nítján ára maður særðist alvarlega og kona var einnig særð. Um klukkutíma síðar, klukkan 01:50 að staðartíma, var lögregla kölluð út að Irving Street, þar sem 23 ára gamall maður lést og annar maður særðist alvarlega. Tíu mínútum síðar var lögregla kölluð út að Hurst Street þar sem 32 ára gömul kona særðist alvarlega og tveir menn særðust. Lögreglan telur árásirnar ekki tengdar hryðjuverkastarfsemi eða starfsemi skipulagðra glæpahópa. Atvikið var flokkað sem alvarlegt atvik af lögreglu um leið og ljóst var hve stórvægilegt það væri. Þá hefur lögreglan unnið linnulaust frá því í nótt að því að finna árásarmanninn og er atvikið nú rannsakað sem morð. Fjöldi fólks varð vitni að árásunum og lýsti eitt vitnanna, sem er eigandi veitingastaðar, því hvernig árásarmaðurinn gekk frá árásarstað mjög rólega eftir að hann hafði stungið konu ítrekað með eggvopni. „Ég horfði beint á hann, og ég get séð að hann heldur á eggvopni, smáu, ekkert rosalega stóru, og hann var að stinga hana í hálsinn,“ sagði Savvas Sfrantzis, í samtali við breska ríkisútvarpið. „Hann var mjög rólegur og var ekki í uppnámi og hann brást ekki einu sinni við. Eftir að hann stakk hana á milli fimm og sjö sinnum… gekk hann í burtu eins og ekkert hefði gerst.“ Lögreglan hefur lagt hald á hníf sem fannst í niðurfalli en Graham yfirlögregluþjónn segir of snemmt til að vita hvort umræddur hnífur hafi verið sá sem notaður var í árásinni. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag var hann spurður hvers vegna árásarmaðurinn hafi getað ferðast í gegn um miðborgina í meira en tvo klukkutíma án þess að nást. Graham sagði að leiðin sem hinn grunaði fór í gegn um miðborgina hafi verið nokkuð óhefðbundin.
Bretland England Tengdar fréttir Einn látinn og sjö særðir í Birmingham Einn er látinn og sjö særðust í hnífaárásum sem gerðar voru í ensku borginni Birmingham í nótt. Árásarmannsins er enn leitað. 6. september 2020 10:58 Ráðist á fólk með eggvopni í miðborg Birmingham Lögregla í Birmingham í Englandi var kölluð út skömmu eftir miðnætti þegar tilkynnt var um að ráðist hafi verið á fólk með eggvopni. 6. september 2020 08:07 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Sjá meira
Einn látinn og sjö særðir í Birmingham Einn er látinn og sjö særðust í hnífaárásum sem gerðar voru í ensku borginni Birmingham í nótt. Árásarmannsins er enn leitað. 6. september 2020 10:58
Ráðist á fólk með eggvopni í miðborg Birmingham Lögregla í Birmingham í Englandi var kölluð út skömmu eftir miðnætti þegar tilkynnt var um að ráðist hafi verið á fólk með eggvopni. 6. september 2020 08:07